Vikan

Tölublað

Vikan - 18.03.1965, Blaðsíða 8

Vikan - 18.03.1965, Blaðsíða 8
5 Auðvitað alltaf Framhaldssagan eftir Serge og Anne Golon 40. hluti Hún þagnaði. Hann hlustaði ekki. Kannske var hann að hugsa um eitthvað annað... Eða ekkert. Ef hann hefði spurt hana: — Hversvegna viljið þér giftast mér? — myndi hún hafa hrópað. — Vegna þess að ég elska yður! Á þessari stundu vissi hún að hún elskaði hann með þessari sömu áköfu, barnalegu ást sem hafði Ijómað, yfir æsku hennar. En hann sagði ekkert. — Mér þætti gaman að vita, hvort ég muni giftast markgreifa. — Ég get ekki sagt þér hvort hann er markgreifi, en ég sé tvö hjóna- bönd. Þarna, þessar tvær litlu hrukkur — og svo sex börn. . . . — Almáttugur drottinn....! — Og einnig.... elskhugar!.. . . Einn, tveir, þrir, fjórir, fimm.... — Allt í lagi. Allt í lagi, greip Angelique fram í og reyndi að draga að sér höndina. — Nei, bíðið! Það er eldurinn, sem er svo furðulegur, hann logar yfir alla yðar ævi.... Allt til enda. Hann logar svo ákaft, að hann skyggir á sólina. Konungurinn mun einnig elska yður, en þér muniði ekki eiska hann vegna þessa elds.. . . 1 vagninum á leiðinni heim lét Athénais reiði sína í ljós. — Þessi kerlingartrunta á ekki skilið hið minnsta sou af öllum þeim- peningum, sem fólk lætur hana hafa. Eg hef aldrei heyrt aðra eins þvælu. Konungurinn mun elska þig. . . . konungurinn mun elska þig; ....! Hún segir það sama við alla! Það var frá Mademoiselle de Parajonc, sem Angelique fékk fréttirnar. Hún átti ekki von á þeim og það tók hana nokkurn tíma að skilja sannleikann frá öllu þvaðri þeirrar gömlu. Philonide de Parajonc- heimsótti hana um kvöldmatarleytið; kom inn úr röku kvöldrökkrinu eins og glámskyggn ugla, skreytt með ýmisskonar borðum og böndum, augu hennar ákveðin og aðgætin. Angelique bauð henni köku við eldinn. Philonide talaði lengi um nágranna þeirra, Madame de Gauffray, sem hafði „fundið eftirköst löglegrar ástar", það er að segja, eftir tíu mánaða hjónaband hafði hún eignazt litinn dreng. Svo velti hún sér út í langa frásögn af „gömlu veslingunum sínum". Angelique hélt að hún ætti við háaldraða foreldra sína, en síðar kom á daginn, að hún var að tala um fæturna á sjálfri sér, sem voru sárþjáðir af líkþornum. Og svo, mitt í öllu þessu þvaðri, sagði hún allt i einu: — Vissirðu, að Madame de Lamoignon ætlar að fara að gifta dóttur sína? — Nei, en mér' þykir það ekkert ólíklegt. Stúlkan er ekkert falleg, en hún er nógu rík til að vera góður kvenkostur. — Alltaf ertu jafn skilningsrík, elskan. Auðvitað getur það ekki verið neitt annað en heimanmundurinn, sem þessi litla mús gæti freist- að jafn fallegs aðalsmanns og Philippe du Plessis með. — Philippe? — Hefurðu ekki heyrt neitt um það? spurði Philonide og drap titt- linga. Angelique hafði náð sér. Hún sagði með axlayppingu: — Jú, líklega hef ég heyrt það, en ég hugsa ekkert um það. Philippe du Plessis getur ekki lítillækkað sig með því að giftast dóttur dóm- ara af lágum stigum, þótt hann hafi sjálfur náð hárri stöðu. Sú gamla fnæsti. — Bændurnir á búgarðinum mínum voru oft vanir að segja: — Peningar finnast aðeins á jörðinni og maður verður að beygja sig til að taka þá upp. Það vita allir, að þessi ungi Philippe du Plessis á alltaf í fjálhagsörðugleikum. Hann spilar djarft í Versölum og eyddi ógrynni fjár í útbúnað fyrir síðustu herferð sína. Hann var með tíu múldýr í lest á eftir sér, sem báru gullið hans og guð má vita hvað fleira. Silki- tjaldið hans var svo skært útsaumað, að Spánverjar sáu það langar leiðir að og notuðu það fyrir skotmark.... Ég verð þó að vera þér sam- mála í því, að þessi kaldlyndi ungi maður er afskaplega glæsilegur.... Angelique leyfði henni að rausa. Fyrst í stað fannst henni þetta aðeins fjarstæða, en svo fann hún kjarkinn þverra. Siðasti þröskuld- urinn, sem hún varð að yfirstíga til að geta á ný baðað sig í ljósi sólkonungsins — hjónabandið með Philippe — var að færast út fyrir seilingu. Hún hafði I rauninni alltaf vitað að það yrði of erfitt og að hún hefði ekki kraft til Þess. Hún var örþreytt, útslitin.... Hún var aðeins súkkulaðiselja og gat ekki til lengdar dvalizt í útjaðri aðalsins. Stefán Thorarensen h.i. Heildverzlun — Laugaveg 16 — Sími 21484. ÚTSÖLUSTAÐIR: TÝU H.F. Austurstræti 20, RADIÓVER Skólavörðu- stíg 8, VÉLAR & VIÐTÆKI Laugaveg 92, GEORG ÁMUNDASON, við- tækjaverzlun. PE 31 Er geysisterkt „Long-play" segul- band. Sérstaklega hentugt fyrir f.d. skóla, verzlanir og hótel. WÆJsm, PE 41 Er „Double-Play" segulband fyrir öll 2ja og 4ra rósa segulbandstæki. PE 65 Triple Record. Er þunnt, en sterkt. Er þrefalt lengra en venjuleg segul- bönd.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.