Vikan - 18.03.1965, Blaðsíða 10
Frá reimleikunum í Luzern, sem sagt er frá í greininni. Pachére sýnir hvernig eldiviðaröxin hafði tekizt á loft
og sveimað upp um loftbitana í eldhúsinu. O
TRÚIN á hið yfirnáttúru-
lega á sér djúpar rætur
í hug islenzku þjóðar-
innar. Þjóðsögur okkar
og annálar geyma ríku-
legt safn sagna, er frá yfirnátt-
úrulegum atburðum greina og
kennir þar margra grasa.
En einna mestan furðublæ
hafa þó um sig hinar mögn-
uðu draugasögur, sem víða er
greint frá í þjóðsögum okkar
og öðrum ritverkum. Það vakti
því eigi alliitla athygli, er það
fregnaðist um landið siðastliðið
vor, að upp væri kominn magn-
aður draugagangur á bæ einum
afskekktum norður í landi. Varð
brátt eigi þverfótað á staðnum
fyrir forvitnum aðkomumönn-
um, en flestir fengu þó lítið fyr-
ir sinn snúð, því að engir að-
komumanna, með einni undan-
tekningu þó að þvi er virðist,
urðu vottar að neinu yfirnáttúr-
legu.
Þó að fyrirbæri, sem þessi
séu fremur sjaldgæf, skyldi þó
enginn álíta þau neitt einsdæmi,
né heldur halda, að slíkt gerðist
aðeins á íslandi. Til dæmis
geyma skjalasöfn lögreglunnar
í Frakklandi skýrslur um nálægt
eitt hundrað reimleikafyrirbæri,
sem hún var kvödd til að rann-
saka á tímabilinu 1925 til 1950.
Svipað er að segja um önnur
nágrannalönd okkar.
Frásagnir um reimleika er
ennfremur að finna í bókmennt-
um frá öllum timabilum allt frá
gullaldarbókmenntum Grikkja og
Rómverja aftur til papýrushand-
rita Forn-Egypta, svo að ekki
sé minnzt á miðaldabókmenntir
okkar Evrópubúa, þar sem hið
yfirnáttúrulega var hluti af
heimsmynd þeirri, sem almennt
var viðurkennd af menntamönn-
um og kirkju.
Þegar frásagnir af reimleik-
um eru athugaðar, kemur í Ijós,
að þessi fyrirbrigði virðást ger-
ast á furðulega líkan hátt, þó að
um mismunandi lönd og tímabil
sé að ræða. Um tvær aðalteg-
undr er að ræða: staðbundna
reimleika og einstaklingsbundna.
Staðbundnir reimleikar eru
bundnir við einhvern ákveðinn
stað, oftast hús eða herbergi,
sem standa auð og yfirgefin,
og eiga þeir sér nærri eingöngu
stað að næturlagi. Standa fyrir-
brigðin yfir árum eða áratugum
saman, og lýsir draugagangur-
inn sér oftast á nákvæmlega
sama hátt, ár eftir ár. Ekkert
samband er hægt að hafa við
„drauginn“, né heldur sækir
hann á fólk. Þekkt dæmi um
þessa tegund reimleika eru liall-
ardraugarnir svonefndu, sem
sjást líða áfram eins og gufu-
ský, eða heyrast ganga með
þungu fótataki um fornar hallir
og herrasetur.
Hin reimleikategundin, ein-
staklingsbundnir reimleikar, er
miklum mun forvitnilegri, og eru
fyrirbærin að Saurum hér á-
gætt dæmi. Reimleikar þessir
eiga sér stað, eins og nafnið
bendir til, aðallega umhverfis
Fyrirbrigði sem ekki er ósvipað til-
færslunum á Saurum í fyrra og sagt
er frá í greininni. Bókahillan virtist
hafa verið tekin upp og hvolft,
meðan drengurinn brá sér frá!
Tozzi leynilögregluþjónn stóð á
gólfinu, þegar sykurkar kom fljúg-
andi einhvers staSar aS og brotn-
aSi viS fætur hans.
Eftir
GEIR V.
VILHJÁLMSSON
SÁLFRÆÐING
JQ VIKAN IX. tbl,