Vikan - 18.03.1965, Blaðsíða 28
— Allt í lagi! Farið þér með hana. Ég afhendi yður hana. En í
framtíðinni ráðlegg ég yður að koma niður úr skýjum yðar i tæka
tíð til að láta yður skiljast, að þér eruð ekki eini haninn í þessum
garði og fleiri eiga skilið að fá fegursta bros í París.
— Ég tek eftir orðum yðar, Monseigneur, svaraði hirðmaðurinn og
strauk malborinn stíginn með asúrblárri hattfjöður sinni.
Angelique hneigði sig djúpt fyrir de Condé og fylgdarmönnum hans,
tók svo um hönd Philippe og leiddi hann burt. Vesalings Philippe!
Hversvegna virtust allir óttast hann? Hann var einmitt svo meinleys-
islegur, þrátt fyrir hrokann, svona annars hugar eins og hann virtist
ævinlega vera.
Hún leit niður og horfði með hjartslætti á hvernig Philippe tróð
mölina undir rauðum hæl sínum. Enginn aðalsmaður steig fæti sínum
til jarðar á sama hátt og hann, enginn hafði eins fallega lagaða fætur.
Ekki einu sinni kóngurinn.. .. hugsaði unga konan. E'n til þess að
geta dæmt um það með fullri vissu, yrði hún að sjá kónginn nokkuð
nánar og til þess þyrfti hún að fara til Versala. Hún ætlaöi að fara til
Versala! Einmitt svona með hönd sína í hönd Philippe myndi hún
ganga fyrir kónginn. Öll augu hirðarinnar myndu gleypa í sig hvert
smáatriði í hinum glæsilega klæðaburði hennar. Hún myndi nema stað-
ar fáein skref frá konunginum — „Madame la Marquise du Plessis
Belliére" — ....
Fingur hennar krepptust lítið eitt. Philippe sagði með fýlulegri undr-
un:
— Ég skil ekki ennþá hversvegna hans hágöfgi þröngvaði nærveru
yðar upp á mig....
— Vegna þess að hann hélt, að þér hefðuð ánægju af því. Þér vitið,
að honum þykir vænna um yður en hertogann son sinn. Þér eruð son-
ur hersnilldar hans.
Hún bætti við og leit kankvíslega á hann:
—- Fer nærvera mín svo í taugarnar á yður? Áttuð þér von á ein-
hverri annarri?
— Nei! En ég hafði ekki hugsað mér að fara til Cours í kvöld.
Hún þorði ekki að spyrja hversvegna. Það gat verið, að til Þess
lægi engin sérstök ástæða. Þegar Philippe var annarsvegar, var því
oft þannig farið. Ákvarðanir hans höfðu enga sérstaka þýðingu, en
enginn Þorði að spyrja hann.
Það voru fáir á göngu á Cours. Ilmurinn af rökum trjánum og
sveppunum mettaði loftið undir skuggsælum laufkrónunum.
Um leið og hún steig inn i vagn Philippe, tók hún eftir því að silfur-
kögrið á áklæðinu yfir hestunum náði næstum til jarðar. Hvar hafði
honum áskotnazt fé til slíkrar bruðlunarsemi? Eftir því sem hún bezt
vissi, var hann þegar skuldum vafinn. Var þetta örlæti Lamoignon
dómara í garð verðandi tengdasonar?
Aldrei hafði Angelique fundizt þögn Philippe svo óbærileg.
1 óþolinmæði sinni gerði hún sér upp áhuga fyrir Chrysantemum og
vögnunum, sem þau mættu. Mörgum sinnum var hún að því kominn
að opna munninn, en tjáningarlaus svipur unga mannsins dró úr henni
allan kjark. Augu hans horfðu út í tómarúmið, hann hreyfði kjálkana
lítið eitt meðan hann nagaði strá. Angelique sagði við sjálfa sig, að
hann yrði að láta af þeim sið Þegar þau væru gift. Sá sem hafði til
að bera slíka himneska fegurð, átti engan rétt til að hafa svo jarðn-
eskan og óviðfeldinn kæk.
Þa ðvar orðið dimmara, því skógurinn var orðinn þykkari. Ekillinn lét
þjón spyrja, hvort hann ætti að snúa við eða halda áfram í gegnum
Bois de Boulogne.
— Haldið áfram, skipaði Angelique, án þess að bíða eftir svari Phil-
ippe.
Og þegar hún hafði loksins rofið þögnina, hélt hún áfram í létum tón:
— Vitið þér, hvaða þvaður fólkið er að þvæla um, Philippe? Það er
sagt, að þér ætlið að giftast Lamoignonstúlkunni.
Hann hallaði fallegu ljósi höfði sínu:
— Sú þvæla er rétt, kæra frænka.
—• En.... Angelique dró andann djúpt og hélt svo áfram. — E’n
það er ekki hægt! Þér, unnandi glæsileikans, ætlið ekki að segja mér,
að þér getið heillast að einhverju leyti af þessari litlu engisprettu?
—• Ég hef enga skoðun um yndisþokka hennar.
— Hvað laðar yður Þá að henni?
— Heimanmundur hennar.
Svo Madame de Parajonc hafði ekki logið. Angelique varp öndinni
léttar. Úr því að þetta var aðeins spurning um peninga, gat allt lagazt.
En hún reyndi að vera áhyggjufull á svipinn.
— Ó! Philippe! Ég vissi ekki að þér væruð svona mikill efnishyggju-
maður.
— Efnishyggjumaður? endurtók hann og lyfti augnabrúnunum.
— Ég meina svona fjötraður við veraldlega smámuni.
—• Hverju öðru ætti ég að vera fjötraður? Faðir minn ætlaðist ekki
til, að ég gengi í hina heilögu kirkju.
— Það eru fleiri en kirkjunnar þjónar, sem álita hjónaband ekki
eingöngu spurningu um peninga.
— Hvað annað skiptir máli?
— Ja, til dæmis ást.
— Nú, ef það er það sem þér eruð að hafa áhyggjur af, kæra vin-
kona, get ég fullvissað yður um, að ég er ákveðinn í að gefa þessari
litlu engisprettu fullt af börnum.
— Nei! æpti Angelique reiðilega.
— Hún skal fá sinna peninga virði.
—- Nei! sagði Angelique aftur og stappaði niður fætinum.
Philippe sneri sér að henni og varð undrandi á svipinn.
— Viltu ekki, að ég gefi konunni minni börn?
— Það er ekki það, sem ég er að tala um, Philippe. Ég vil ekki, að
hún verði konan þín. Það er allt og sumt.
— Og hversvegna ætti hún ekki að verða það?
Angelique andvarpaði af æsingu.
— Ó, Philippe! Þú sem hefur verið tíður gestur í sölum Ninon! Ég
skil ekki hvernig þú hefur komizt hjá því að fá minnsta smekk fyrir
samræðulist! Með þessum sifelldu „hversvegna" spurningum þinum
og undrandi augnaráði, kemurðu fólki til að láta því finnast það vera
afskaplega heimskt.
—■ Kannske það sé það, sagði hann og brosti lítið eitt.
Fram að þessu hafði Angelique mest langað til að gefa honum utan-
undir, en þegar hann brosti,- fylltist hún af fjarstæðri bliðu. Hann brosti
.... Hversvegna brosti hann svona sjaldan? Hún hafði það á tilfinn-
ingunni, að aðeins hún gæti nokkurntíman skilið hann og látið hann
brosa á þennan hátt.
— Asni, sögðu sumir — ruddi, sögðu aðrir. Og Ninon de Lenclos sagði:
Þegar maður þekkir hann vel heldur maður að hann sé miklu minna
fallegur en hann lítur út fyrir. En þegar maður kynnist honum betur,
heldur maður að hann sé miklu fallegri en hann er. . . . Hann er aðals-
maður.... Hann tilheyrir aðeins konunginum og sjálfum sér.
Ég á hann einnig,. hugsaði Angelique herská. Hún var til alls búin.
Hvernig í ósköpunum gat hún lyft þessum dreng upp úr kæruleysinu?
Með púðri? Allt í lagi látum hann hafa strið úr því hann vill það.
Hún ýtti kjölturakkanum, sem var að narta í skikkjuna hennar, óstyrk
frá sér, reyndi síðan að ná valdi á taugaæsingu sinni og sagði léttilega:
— Ef þetta er aðeins spurning um að endurreisa auðæfi yðar, Phil-
ippe, hversvegna giftist þér mér þá ekki? Ég á fullt af peningum og
Það eru peningar, sem ekki er hætta á að þverri þótt, uppskeran bregð-
ist. Ég hef góða og heilbrigða verzlun, sem mun halda áfram að raka
inn auði.
— Giftast yður? endurtók hann.
Undrun hans var ósvikin. Hann rak upp óþægilegan hlátur.
— Ég? Ég að giftast súkkulaðiselju? sagði hann fyrirlitlega.
Angelique varð eldrjóð. Þessi andskotans Philippe hafði alltaf sér-
stakan hæfileika til að fylla hana skömm og reiði. Hún sagði og augu
hennar skutu gneistum:
—• Maður gæti látið sér detta í hug að ég væri að stinga upp á þvi
að blanda saman lágstétt og konunglegu bióði! Gleymið því ekki, að
nafn mitt er Angelique de Ridoué de Sancé de Monteloup. Blóð mitt
er eins hreint og yðar, frændi, og eldra. Því fjölskylda mín getur rak-
ið ætt sína allt aftur til hins fyrsta Capet, þar sem þér, hinsvegar getið
í karllegginn aðeins státað að af því að vera kominn út af framhjá-
tökubarni Hinriks II.
Hann starði á hana stundarkorn án þess að depla auga og skyndilegur
áhugi virtist vakna í fölum sjáöldrum hans.
— Einu sinni sögðuð þér eitthvað svipað þessu við mig. Það var í
Monteloup, þessum kastalarústum ykkar. Illa hirt hryggðarmynd í
tötrum beið eftir mér fyrir neðan stigann til þess að benda mér á að
blóðið i henni væri af eldra stofni en í mér. Það var verulega skrýtið
og hlægilegt.
Angelique sá sjálfa sig aftur í ísköldum göngum Monteloup og augu
hennar mændu á Philippe. Hún minntist þess, hve kalt henni hafði
verið á höndunum, hve höfuð hennar hafði verið heitt og hve henni
var illt í maganum, þegar hún horfði á hann koma niður breiðan stein-
stigann. Allur hinn ungi líkami hennar, fullur af leyndardómum kyn-
þroskans, hafði titrað þegar þessi glæsilegi unglingur birtist. Svo íeið
yfir hana. Þegar hún kom aftur til sjálfrar sín í stóra rúminu sínu,
hafði móðir hennar útskýrt fyrir henni, að hún væri ekki lengur litií
stúlka og nýtt kraftaverk hafði átt sér stað í líkama hennar.
Að Philippe skyldi vera bundinn minningunni um það, þegar Ange-
lique breyttist úr barni í konu, snart hana enn eftir öll þessi ár. Já,
það var hlægilegt, eins og hann sagði. E’n það var einnig viss fegurð
yfir því.
Hún leit óviss á hann og reyndi að brosa. Alveg eins og kvöldið fyrir
langa löngu, fann hún til skjálfta frammi fyrir honum. Hún muldraði
með lágri biðjandi röddu:
— Philippe, giftizt mér. Þér getið fengið alla þá peninga, sem þér
þurfið. Ég er af göfugum ættum. Fólk mun von bráðar gleyma starfi
minu. Og nú til dags eru margir aðalsmenn, sem ekki álíta það fyrir
neðan virðingu sína að standa í verzlun og viðskiptum. Monsieur Col-
bert, sagði mér....
Hún þagnaði. Hann hlustaði ekki. Kannske var hann að hugsa um
eitthvað annað.... Eða ekkert. Ef hann hefði spurt hana: — Hvers-
vegna viljið þér giftast mér? •— myndi hún hafa hrópað. •— Vegna þess
að ég elska yður! Á þessari stundu vissi hún að hún elskaði hann með
Þessari sömu áköfu, barnalegu ást sem hafði ljómað, yfir æsku hennar.
En hann sagði ekkert. Svo hún hélt áfram, tafsandi, full örvæntingar.
— Skiljið mig.... Ég þarf að ná stöðu minni aftur, öðlast nafn,
mikið nafn. . . . Verða kynnt við hirðina.... 1 Versölum. . . .
Hún hafði ekki átt að tala þannig við hann. Hún sá þegar í stað
eftir játningu sinni og vonaði að hann hefði ekki heyrt hana. En hann
muldraði um leið og hann brosti kuldalega:
— Já, satt er það. Hjónaband þarf ekki endilega að vera til fjár!
Svo með sömu rödd og hann hefði afþakkað brjóstsykur:
— Nei, kæra frænka, ég held ekki.
Hún fann að ákvörðun hans var óhagganleg. Hún hafði tapað.
Eftir fáein andartök benti Philippe henni á að hún hefði ekki svarað
kveðju Mademoiselle de Montpensier.
Angelique varð ijóst að vagninn var kominn til Cours-la-Reine. Ó-
sjálfrátt tók hún að svara þegar henni var heilsað. Henni fannst hafa
slokknað á sólinni og það væri öskubragð af lífinu. Hún var örvænt-
ingarfull yfir þvi að sitja við hlið Philippe og hann hefði afvopnað
hana þannig. Var ekki eitthvað, sem hún gat gert? Rök hennar, ástríða
2g VlKAN 11. tbl.