Vikan

Tölublað

Vikan - 18.03.1965, Blaðsíða 17

Vikan - 18.03.1965, Blaðsíða 17
Þetta byrjaði eins og leikur. Hættulegur leikur með æsandi hraða. Augngotur gegn- um glerveggi skrifstofunnar, bros, blíðleg rödd og lágvær innilegur hlátur. Einstaka sinnum hádegisverður á litla veitingahús- inu við hornið, skottúr heim frá skrifstof- unni í bílnum hans og rauð rós á skrifborð- inu....... — Þú veizt vel að Martin er giftur, sagði Margot vinkona hennar einn daginn þegar þær hittust. — Auðvitað, svaraði Lill og var á verði þegar hún heyrði meðaumkvunartóninn í rödd Margot. Varaðu þig á þeim vandræðum sem þú getur ratað í, ef þú lætur bendla þig við giftan mann. Þú ert ekki sú manngerð sem þolir að fá á þig óorð af slíkum hlutum. Það eru aðeins stúlkur sem ekki hafa neina hug- sjónir sem standa sig í þeim leik. — Mér er það fullkomlega ljóst, svaraði Lill og leit á rauðu rósina, og hún vissi að þetta var ekki neinn leikur lengur. — Það er oftast nær sami endir á þess- háttar sambandi, hélt Margot áfram, — eig- inkonan er sterkari og ber venjulega sigur af hólmi. — Það getur verið töluverður sannleikur í þessu, sagði Lill rólega. Þetta kvöld hringdi Martin heim til henn- ar í fyrsta skipti. •— Ég verð að hitta þig! Þetta var kalt haustkvöld og regnið rann hljóðlaust niður rúðurnar. Hún hafði orðið svo óstjórnlega glöð. En gleðin breyttist í hræðslu þegar hann nokkru síðar stóð í gætt- inni, þögull og alvarlegúr. Leikur, hafði Margot sagt, — ekki með þennan svip á and- litinu. Og lyklinum sem Lill hafði kastað niður til hans stakk hann í vasann. — Þú hlýtur að eiga aukalykil, sagði hann og hló. Þegar Lill var boðin önnur staða var hún fyrst í vafa. En Martin fannst það mikið betra, og auðvitað hafði hann á réttu að standa. Þarna var enginn sem þekkti rödd hans ef hann hringdi til hennar á skrifstof- una. Enginn þekkti hann heldur þegar hann kæmi til að sækja hana í bílnum, eða kyssti hana þar fyrir utan. Lill var hamingjusöm. Hún var ástin hans og hún sá engan annan en Martin. Martin með þægilegu röddina, hlýju hendurnar, lág- væran hláturinn, en sem svo allt í einu gat orðið alvarlegur. Martin, sem kom án þess að gera boð á undan sér snemma á morgn- ana eða seint á kvöldin, stanzaði stundum í hálftíma og stundum var hann heila nótt. Það leið heill mánuður þangað til þau fóru að tala um konuna hans. Spurningar hennar komu snöggt en svör hans voru hik- andi og efablandin. — Nú-já, Gertrud er kannski ekki í raun og veru falleg..........Lill fannst nafnið strax leiðinlegt, gamaldags og drungalegt. — Hún er ósköp góð, hefur ágæta kímni- gáfu og er þrjátíu og tveggja ára......Tíu árum eldri en ég, hugsaði Lill. — Hún var veik í nokkur ár, og getur ekki eignazt barn .....Þetta hefði hann ekki þurft að segja, eða var það kannske einmitt þetta sem hann vildi tala um? Okkur kemur ágætlega sam- an........ •— Kemur vel saman? Hvað er svona gott? hugsaði Lill. —• Er það að koma vel saman nóg til þess að búa í hjónabandi? — Þetta var allt mér að kenna, hélt Martin áfram, eins og að hann væri að tala við sjálfan sig. — Hún var mín fyrsta ást. Við vorum bekkjarsystkin í menntaskóla. Það var ég sem endilega vildi að við giftum okk- ur strax. Það var ekki fyrr en að við vorum gift að ég fann hve mikið vald hún hafði yfir mér. — Ef maður vill ekki búa í hjónabandi, er enginn sem getur neytt mann til þess . . . sagði Lill og röddin varð hrjúf af æsingi. Hún sá strax eftir því að hafa verið svona æst og lagði höndina yfir munninn á honum, til að fá hann til að þegja. Hana langaði ekkert til að vita hvers vegna hann vildi halda áfram með að búa með annarri, Ger- trud. — Þið eruð svo gjörólíkar, Gertrud og þú, sagði hann. — Þú ert svo lítil og hjálp- arlaus, að ég verð stundum hræddur þegar ég hugsa til þess að þú sért ein hér. Ger- trud hefir starf sitt, hún er svo sjálfstæð og sterk....... Lill vafði handleggjunum um hálsinn á honum, til að róa sjálfa sig. Já, Gertrud var sterkari, hún þurfti ekki lengur á honum að halda. Hún hafði haft hann í tíu ár, og barnlaust hjónaband hlaut að vera mis- heppnað fyrir báða aðila, hugsaði Lill. Ég gæti alið honum þau böm sem hann langar til að eignast. Hann þarfnast mín og innan skamms rennur það upp fyrir honum, og þá yfirgefur hann hana. Þegar þau héldu upp á það að þau voru búin að þekkjast í fjóra mánuði, talaði Lill um það í fyrsta sinn. Þau voru að borða hum- ar og drukku vín með, heima hjá henni. Ilm- urinn af rósunum sem hann færði henni fyllti stofuna og hún var í bláa kjólnum, sem honum þótti svo fallegur....... — Ef ég væri þú, elskan, þá mundi ég skilja og giftast mér. Lill sagði þetta glaðlega um leið og hún lyfti vínglasinu. Hún hló og reyndi að láta sem hún væri að gera að gamni sínu. Svip- urinn í augum hans breyttist, en hún náði því ekki að sjá á hvaða hátt. Hann lyfti glasinu og hló líka. — Já, og svo yrðir þú þreytt á mér eftir hálft ár, sagði hann rólega. — Ó, nei, þú veizt mæta vel að ég verð ekki þreytt á þér, sagði hún og drakk meira af víninu, til að fá umhugsunarfrest. Var hann hræddur um að missa hana? —• Eða var hann hræddur um að hann yrði einn eftir? Eða kannske var hann hræddur um að ef hann vildi fara aftur til Gertrud, og hún þá sú sterka, sem ekki vildi taka hann í sátt aftur? Ef til vill elskaði hann hvoruga þeirra...... En Martin brosti til hennar, angurværu brosi sem gerði hvorttveggja að heilla hana og gera hana órólega. — Nei, hún ætlaði ekki að spyrja um fleira, ekki að eyða þess- um dýrmæta tíma þeirra með tómu masi. Hún ætlaði bara að njóta návistar hans, gefa og þiggja. Mánuði seinna gaf Martin henni eyrna- lokka. Stórar perlur sem lýstu þegar hún skoðaði þær í hendi sér. Perlur merkja tár, segja sumir. Það var ekkert annað en heimskuleg hjátrú sem engin skyldi leggja trúnað á. Lill skrúfaði perlurnar í eyrun og rétti Martin franska bindið sem hún hafði keypt handa honum. — Ég er svo hamingjusamur þegar ég er hjá þér, sagði hann og lagði kinn sína að hennar. — Ég er það líka hjá þér, sagði Lill hlý- lega. En þegar að hann vl' »arinn, fór hún að hugsa: Skyldi hann vera hamingjusamur þegar að hann er hjá Gertrud? Líklega var hann ekki óhamingjusamur, þá væri hann ekki í neinum vafa. Gertrud svaf við hlið- ina á honum, hún keypti í matinn fyrir hann og beygði sig yfir hann á hverjum morgni til að vekja hann....... Og svo voru liðnir sex mánuðir. Lill fékk sex rauðar rósir á skrifstofuna þann laugardag. Hún andaði að sér þungum ilmi rósanna og las bréfið sem Martin hafði skrifað henni. —■ Við skulum halda upp á hálfa árið með því að borða hádegisverð á Royal klukkan tvö....... Þetta var í fyrsta skipti sem hann bauð henni formlega út, fyrsta sinn sem hann viðurkenndi samband sitt við hana opinber- lega. Eirðarleysi hennar var eins og sótthiti. Klukkan eitt tók hún leigubíl heim. Sat óþolinmóð og hallaði sér fram alla leiðina. Átti hún að fara í rauðu dragtina? Nei, hún ætlaði heldur að fara í bláa kjólinn sem Mar- tin var svo hrifinn af. Hann var fleginn og hún mundi hvernig Martin horfði á háls- málið....... Við hliðið gaf hún alltof mikla drykkju- peninga, opnaði hurðina í fáti og skellti henni svo á eftir sér. Hún raulaði glaðlega fyrir munni sér, eitt lagið eftir annað. Eyrna- lokkarnir pössuðu vel við hárgreiðsluna . . . Ljós varalitur, Kamelía var liturinn í ár, augnskuggi og mjótt strik fyrir ofan augn- hárin, — ó, —• en hve höndin titraði, greið- an í gegnum hárið og hatturinn eins og rammi um andlitið.......... — Hattur á að vera rammi um andlit kon- unnar, hafði Martin einhverntíma sagt . . . Lill kom of snemma. Hún fór úr bílnum spölkorn frá veitingahúsinu og gekk yfir göt- una. Hún fann hvernig kuldinn beit í legg- ina. Ef Martin segði nú: —• Ég er að hugsa um að flytja að heiman. Við Gertrud ætlum að skilja...... •— Hugsaðu þig vel um, ætlaði hún að segja. — Veizt þú hvað þú ert að gera? . . Tíu ár er dálítið mikill aldursmunur. Hún ætlaði að vera veglynd og gefa henni eitt tækifæri enn. Nú var hún viss um hvað hann vildi. — Ég get beðið, ætla ég að segja með ró- legri rödd. Ég ætla einfaldlega að stinga upp á því að við hittumst ekki um tíma, mér hefir oft dottið það í hug, en aldrei þorað að stinga upp á því. En kannske í dag......... Bráðum kemur hann á móti mér, og allir sjá það. Þjónninn hneigði sig og spurði hvort hún væri einsömul. Þá fann hún að það var tekið um olnboga hennar. Martin hló ástúðlega og munnur hennar skalf, þegar hún brosti á móti. — Þú ert sú langfallegasta, hvíslaði hann að henni. — Við hefðum getað borðað heima hjá mér, sagði hún. — Nei, ég vildi sjá þig úti á meðal fólks í þetta sinn. í þetta sinn! Það var einkennilegt hvað hún hengdi sig í orðin. Þau pöntuðu mat og vín. Nú voru þau ein og gátu horft hvort á annað. Þreytuhrukk- urnar um munn hans vöktu alltaf hjá henni einhvern kvíða. Ósjálfrátt rétti hún út hönd- ina. Hann greip hana og hélt henni fastri. Það var vinstri höndin, hugsaði hún, ekki sú hægri með einbaugnum. En hún hló og hlustaði á hann segja frá málverki sem hann hafði séð á leiðinni. Framhald á bls. 33.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.