Vikan - 18.03.1965, Blaðsíða 47
c,
vefnaður
„Rya“-vefnaður hefur verið mik-
ið í tizku undanfarin ár. Fæstar
konur eiga vefstóla til að vefa í,
og hafa því verið framleiddir ofn-
ir ,,botnar“, til þess gerðir að
sauma í Þá „rya“-hnúta, sem líta
út eins og ryavefnaður. Þannig, er
hægt að gera sér fallegar gólf-
mottur, púða og veggteppi, sem
prýði eru að á hverju heimili. En
gæta verður að ofhlaða ekki rya,
fremur en aðrar hannyrðir, með
of miklu skrauti eða litagleði, sem
gjarnan gætu verkað órólega og
óþægilega á umhverfið. Fer því
bezt á því að velja fyrst garn-
litina, og séu hentug munstur ekki
til, er nauðsynlegt að búa þau til
sjálf og fer þá jafnan bezt á þvi
að flataskipting sé sem einföldust
og garnlitnum smekklega bland-
að saman.
Nú í seinni tíð hafa bæði er-
lendir og innlendir ryabotnar á-
samt garni fengizt hér í verzlun-
um og einstaka vefstofum.
Þykkt rya fer eftir garngróf-
leika, breidd papparennings eða
trélista sem saumað er yfir og
hve langt er haft á milli um-
ferða.
Rya er saumað með mjög grófri
nál, svokallaðri ryanál, þar sem
venja er að sauma með mörgum
garnþráðum í einu.
Saumað er frá vinstri til hægri.
Mynd I. Ein ryalykkja er saumuð
undir tvær þráðasamstæður. Saum-
ið fyrri helminginn með því að
stinga nálinni undir eina þráða-
samstæðu frá miðju til vinstri.
Mynd II. Látið garnið liggja fyrir
ofan og stingið undir aðra Þráða-
samstæðu til hægri að rniðju og
herðið að.
Mynd III. Stingið þræðinum undir
papparenninginn og saumið áfram
á sama hátt og áður er lýst. Klipp-
ið síðan lykkjurnar við neðstu
brún papparenningsins.
Höíum við tapað hætileikanum til að anda rétt?
BABUSCHKfl
„Babusehka" þýðir lítil amma
á rússnesku, en þessir klútar, sem
þið sjáið eina útgáfu af hér á
myndinni, hafa hlotið þetta nafn.
Þeir eru gerðir úr margs konar
efnum, stundum saumaðir sléttir
við breiða líninguna og oft með
einhvers konar pífum. Þennan hef-
ur hin margumtalaða Katja of
Sweden teiknað, en eins og þið
sjáið er efnið smáfellt við breið-
an borða, sem hnýttur er að aftan.
Svo segir frú Hulda Jensdóttir,
forstöðukona Fæðingarheimilis
Reykjavíkur, í bók sinni „Slökun og
eðlileg fæðing". Eins og nafnið ber
með sér, er sú bók skrifuð fyrir
barnshafandi konur og hefur bók-
in að geyma leiðbeiningar um heil-
brigða lifnaðarhætti þegar þannig
stendur á, en hún á erindi til fleiri
en þeirra, því að allar konur hafa
gott af að kynna sér réttar vinnu-
stellingar og slökun — og ekki sfzt
réttan andardrátt, en um það fjalI-
ar kaflinn, sem við birtum hér á
eftir nokkuð styttan. Þar segir að
réttur andardráttur hafi lífgandi og
endurnýjandi áhrif á öll líffæri og
bæti líkamlega og andlega heilsu,
svo að kaflinn verðskuldar sannar-
lega að lesast vandlega.
„Hvernig stendur svo á því, að
flestir, ef ekki allir, týna niður hæfi-
leikanum að anda rétt? Til þess
eru sjálfsagt ýmsar ástæður, en lík-
legast er hin algengasta sú, að lík-
aminn er f rangri stellingu við
námsbókalestur og annað, sem set-
ið er við á ranglega gerðum stóli
eða skólabekk. Brjóstholið verður
samanþjappað, ef maðurinn situr
mjög álútur og grúfir sig yfir verk
sitt. Verður þá öndunin grunn og
og eins lítil og unnt er að komast
af með. Hæfileikann, að anda rétt,
er okkur lífsnauðsyn að eignast aft-
ur og efla. Skiptir þar mestu máli
að losa sig við spennu og áunninn
óvana, sem hindrar rétta öndun.
Það er mjög mikils virði að hafa
tamið sér vel rétta öndun, áður en
út í fæðinguna er komið og einnig
til þess, að góður árangur náist af
slökun.
Barnshafandi kona á að geta
andað með þremur mismunandi
öndunaraðferðum: Þindaröndun,
brjóstholsöndun og hraðöndun.
Rétt og eðlileg öndun á að fara
fram gegnum nefið. Nefið er þann-
ig úr garði gert, að slímhúð þess
hreinsar og hitar loftið, sem mað-
urinn andar að sér. Með þessu fær
loftið rétt rakastig fyrir öndunarfær-
in í heild.
Agætt er að þjálfa sig í réttri
öndun, meðan verið er á göngu.
Andið að yður, meðan þér takið
þrjú skref, og frá yður á næstu
þremur. Endurtakið þetta tvisvar-
þrisvar, en ekki oftar fyrst. Látið
líða góða stund, áður en þér byrjið
aftur. A nokkrum dögum lærið þér
að gera þetta á léttan og eðlilegan
hátt. Þá fjölgið þér skrefunum í
fjögur, næst í fimm, síðan sex, svo
sjö og jafnvel upp í átta skref.
Þessi þjálfun tekur nokkurn tíma,
að fjölga skrefum úr þremur í átta,
bæði við inn- og útöndun. Hafið á-
vallt í huga við öndunariðkanir að
fara yður rólega. Æfið ákveðið, en
stutt í einu. Farið ekki of geyst.
Þindaröndun. Liggið á bakinu (
slökunarstellingu. Leggið báða lófa
Framhald á bls. 48.
VIKAN 11. tbl. ^rjr