Vikan - 18.03.1965, Blaðsíða 29
hennar, hvorttveggja hrundi af honum eins og sléttum, hálum klaka-
dröngli. Það er ómögulegt fyrir nokkra konu að koma manni til að
giftast henni ef hann hvorki elskar hana né þráir hana og þegar það
getur ekki vakið sjálfselsku hans. Aðeins óttinn gæti unnið bug á
honum. En hvað gæti skelft þennan herguð nægilega?
—■ Þarna er Madame de Montespan, hélt Philippe áfram. — Hún er
með systur sinni, abbadísinni, og Madame de Thianges. Þetta eru
fallegar konur.
-— Ég hélt að Madame de Montespan væri í Roussillon. Hún grát-
bað eiginmann sinn að taka hana með svo hún væri laus við lánar-
drottnana.
— Bf dæma má eftir útliti hennar hafa lánardrottnarnir iátið sér
segjast. Sáuð þér ekki hve fallegt flauelið var? En hversvegna svart?
Svart er drungalegur litur.
— Madame de Montespan er ennþá í sorg eftir móður sína.
— Ætli það. Madame de Montespan dansaði í Versölum í gærkvöldi.
Það er í fyrsta skipti, sem við höfum skemmt okkur nokkuð síðan kon-
ungsmóðirin dó. Konungurinn bauð Madame de Montespan upp í dans.
Angelique gerði tilraun til að spyrja hvort þetta þýddi að Mademoi-
selle de Valliére væri ekki lengur konungi sínum þóknanleg. En henni
fannst erfitt að halda uppi svona lágkúrulegum samræðum. Hún kærði
sig nákvæmlega kollótta um hvort Monsieur de Montespan væri kokk-
álaður og hvort hin frakka vinkona hennar yrði hjákona konungsins.
— Hans hágöfgi prinsinn er að veifa yður, sagði Philippe litlu síðar.
Angelique heilsaði prins de Condé með því að hreyfa blævænginn
sinn.
— Þér eruð í rauninni eina konan, sem Monseigneur sýnir nokkra
riddaramennsku, sagði markgreifinn og það var erfitt að greina á
milli, hvort það var stríðni eða aðdáun i röddinni. — Þegar vinkona
hans, Mademoiselle de Vigean, dó, sór hánn að hann skyldi aldrei biðja
neina konu um annað en holdlega ánægju. Hann hefur trúað mér fyrir
þessu sjálfur. Fyrir mitt leyti þætti mér gaman að vita hvað í ósköpun-
um hann hefur beðið þær um fram að þvi.
Og síðan með kurteisum geispa.
— Það er aðeins eitt, sem hann þráir ennþá, og það er að komast í
stjórnarandstöðu. Síðan hann komst að því að von er bardaga, hefur
hann ekki yfirgefið föruneyti konungsins einn einasta dag, og hann
borgar skuldir sínar með gullskammbyssum.
— En hetjulegt, hreytti Angelique út úr sér bálreið yfir þreytu-
legum og fýlulegum tóninum i Philippe. — Hve langt mun þessi full-
komni hirðmaður ganga í því að skríða fyrir öðrum til Þess að komast
aftur í náð? Þegar manni verður hugsað til Þess, að einu sinni reyndi
hann að eitra fyrir konunginum og bróður hans. . . .!
— Hvað eruð þér að segja, Madame, mótmælti Philippe hneykslaður.
— Hann hefur að visu aldrei neitað því, að hann var í andstöðu við
Monsieur de Mazarin. Hatur hans bar hann lengra en. hann ætlaði. En
sú hugmynd að ganga eftir lífi konungsins, hefur áreiðanlega aldrei
hvarflað að honum. Það er alveg eftir kvenmanni að tala þannig!
— Ó, látið ekki sem þér séuð sakleysið uppljómað, Philippe. Þér
vitið alveg eins vel og ég, og það er satt, vegna þess að samsærið var
skipulagt í yðar eigin kastala.
Það var þögn og Angelique var ljóst að hún hafði hitt í mark.
— Þér eruð brjáluð! sagði Philippe rámur.
Angelique sneri sér að honum. Hafði hún rambað á hið eina, sem
gat vakið ótta hans?
Hún sá hann fölna og i augunum, sem störðu á hana, var að minnsta
kosti eitthvað, sem teljast mátti athygli. Hún sagði með lágri röddu:
— Ég var þar. Ég heyrði til þeirra. Ég sá þau. De Condé prins, munk-
inn Exili, de Beaufort hertogafrú, föður yðar og fjölda marga aðra,
sem eru ennþá lifandi og sem um þessar mundir eru önnum kafnir
við að hneigja sig og sleikja hásætiströppurnar í Versölum. Ég heyrði
þá selja sig í hendur Monsieur Fouquet.
Hún leit á hann með hálfluktum augum og þuldi:
„Ég, Lúðvík II, prins de Condé, gef Monseigneur Fouquet drengskap-
arheit mitt um, að ég muni aldrei veita öðrum tryggð en honum; að
hlýða honum undantekningarlaust, að fela hon,um eignir mínar, starfs-
menn og liðsmenn, er hann þarfnast og biðst. Þessu til staðfestingar
afhendist honum þetta skjal, skrifað og undirritað með minni eigin
hendi, af frjálsum vilja og óumbeðið.... “
— Þegið þér! hrópaði hann hræðslulega.
— „Skrifað í Plessis-Belliére, 20. dag septembermánaðar, 1649.“
Sigri hrósandi sá hún, að hann fölnaði ennþá:
— Bjáninn yðar, sagði hann og yppti öxlum með fyrirlitningu. —
Hversvegna eruð þér að rifja upp þessa gömlu draugasögu? Liðið er
liðið. Konungurinn sjálfur myndi neita að trúa þessu.
— Konungurinn hefur aldrei fengið skjölin í sínar hendur. Hann
vissi aldrei hversu róttæk landráð hinna ættmiklu aðalsmanna voru.
Hún þagnaði til að heilsa Madame d’Albert og hélt svo áfram, mjög
rólega:
— Enn eru ekki liðin fimm ár Philippe, síðan Monsieur Fouquet var
dæmdur.
— Og hvað með það? Hvað eruð þér að reyna að segja?
— Þetta: Það er ennþá langt þangað til að konungurinn getur með
aðdáun og virðingu nefnt nöfn þeirra sem voru nátengdir Monsieur
Fouquet.
— Hann mun ekki fá að vita hverjir það voru. Skjölin voru eyði-
lögð.
— Ekki nærri öll.
Ungi maðurinn færði sig nær henni á flauelissætinu. Hana hafði
dreymt um slíka hreyfingu fyrir ástarkoss, en þetta var örugglega
ekki tíminn fyrir slíkan riddaraskap. Hann greip um úlnlið hennar og
þrýsti fast, svo að hnúar hans hvítnuðu. Angelique beit á vörina af
sársauka, en ánægja hennar var meiri. Hún kaus svo miklu fremur að
sjá hann þannig, ofsafenginn og harðhentan, en hrokafullan, hálan og
óraskanlegan í fyrirlitningarskel sinni.
Undir daufum andlitsfarðanum var andlit du Plessis markgreifa ná-
fölt. Hann herti takið á úlnlið hennar.
— Eituraskjan.... hvæsti hann. — Svo Það voruð þér sem stáluð
henni.
— Já, það var ég.
—■ Helvítis dækjan! Ég vissi alltaf að þér vissuð eitthvað. Faðir minn
trúði því ekki. Og hvarf öskjunnar hrelldi hann til dauðadags. Og Það
voruð þér! Hafið þér ekki ennþá þessa öskju?
— Ég hef hana ennþá.
Hann tók að formæla milli samanbitinna tannanna.
Angelique horfði á og fannst dásamlegt að sjá þessar fallegu, fersku
varir hleypa blótsyrðunum út úr sér.
— Sleppið mér, sagði hún. — Þér meiðið mig.
Hann hörfaði hægt burtu, en það glampaði í augum hans.
— Ég veit, sagði Angelique, — að yður langar til að meiða mig ennþá
meir. Yður langar til að meiða mig þangað til ég loka munninum að
eilífu. En þér munið ekkert vinna við það, Philippe. Daginn sem ég
dey, verður konunginum afhent erfðaskrá mín, sem er nægilega skýrt
orðuð til þess að hann getur fundið felustaðinn, þar sem skjölin eru
geymd.
Hún gretti sig litið eitt um leið og hún losaði af úlnlið sínum gull-
keðju, sem fingur Philippe höfðu þrýst inn í húðina.
— Þér eruð hrotti, Philippe, sagði hún léttilega.
Svo lézt hún horfa út um gluggann. Hún var fullkomlega róleg.
UhfGFRÚ YNDISFRIÐ
býður yður hið landsþekkta
konfekt frá.NÖ A.
HYAR ER ORKIN HANS NOA?
JÞaV er alltaf saml lolkurlnn 1 Jhcnnl Yh4-
Isfrið okkar. líún hcfur fallS Brkina hans
K6a elnhvera staCar I hlaðlnu 'og hcltlr
£68um verðlauniun handa þelm, sem getiir
fimrtlð Brklna. TerSIaunln eru stör kon-
fektkassl, fuUnr af hezta konfekU, og
framleiSánðinn er au.ðvltað SœlgœtlsgerO-
In N6Ú
Náfn
BeimHl
örkta ef A hll.
SÍSast er dreglV var hlaut verSIaunta:
JÓN S. IIALLDÖRSSON Vinninganna má vitja í skrifstofu
Háaleitisbraut 14 — Reykjavík vikunnar. u. tbi.
\
Sólin var komin svo lágt að gullnir geislar hennar voru ekki lengur
greindi bak við trén. Vagninn hafði snúið aftur til Bois de Boulogne.
Það var ennþá bjart en myrkrið myndi brátt falla á.
Angelique íannst hún böðuð i köldum svita. Það fór um hana iéttur
skjálfti um leið og hún sneri sér i áttina að Philippe. Hann sat hvítur
og hreyfingarlaus eins og stytta, en hún sá að ljóst yfirskegg hans var
vott af svita.
— Ég elska prinsinn, sagði hann. — Og faðir minn var heiðarlegur
maður. Þér getið ekki gert nokkuð þessu líkt.... Hversu mikið viljið
þér fá í staðinn fyrir þessi skjöl? Ég skal taka lán ef nauðsynlegt er.
— Ég vil ekki sjá peninga.
— Hvað viljið þér þá?
— Ég sagði yður það fyrir andartaki, Philippe. Ég vil, að þér gift-
izt mér.
— Aldrei! sagði hann og æsti sig.
Fór hún svona mikið í taugarnar á honum? Og Þó áttu þau svo mik-
ið sameiginlegt. Og hafði hann ekki leitað félagsskapar hennar? Ninon
hafði sjálf gert athugasemd þar að lútandi. Þau þögðu áfram. Það var
ekki fyrr en vagninn rann upp að Hðtel de Beautrellis að Angelique
varð ljóst, að hún var aftur komin til Parísar. Það var orðið niðdimmt.
Unga konan sá ekki iengur framan í Philippe. Það var líka bezt þannig.
Hún var nógu frökk til að spyrja hann með hæðnislegri röddu:
— Jæja markgreifi. Hversu langt eruð þér kominn í hugleiðingum
yðar?
Hann kipptist við eins og hann væri að vakna af vondum draumi.
—- Það er samþykkt, Madame. Ég skal giftast yður! Verið svo væn
að gefa yður fram annað kvöld í húsi minu í rue Saint-Antoine. Þar
getið þér gengið frá samningum ásamt ráðsmanni minum.
Angelique rétti honum ekki höndina. Hún vissi, að hann myndi láta
sem hann sæi hana ekki.
Hún afþakkaði hressinguna sem herbergisþjónninn bauð henni og
móti venju sinni fór hún ekki til barnaherbergisins, heldur beint inn í
dyngju sína.
— Farðu, sagði hún við Javotte, sem kom til að hjálpa henni að af-
klæðast.
Þegar hún var orðin ein, slökkti hún á kertunum því hún óttaðist
spegilmynd sína. Hún stóð í dimmu gluggaskoti, hreyfingarraus. Gegn-
um myrkrið barst henni ilmur ferskra blóma utan úr garðinum.
Lá svartur draugur lamaða mannsins i leyni fyrir henni?
VIKAN 11. tbl.