Vikan - 18.03.1965, Blaðsíða 15
Hann leit biðjandi og hjálparvana á hana með glerkenndu augnaráði og engdist eins og maðk-
ur á gólfinu. - Chambre onze, stundi hann og reyndi að hreyfa höfuðið.
EFTIR LUCILLE FLETCHER
mási og muldraði við sjálfan sig,
en það var á frönsku. Hún þaut
fram í baðherbergið, bleytti
handklæði og strauk varlega
framan úr honum. — Poul, hvað
hefur komið fyrir?
Með óþolinmóðri hreyfingu
ýtti hann frá sér handklæðinu
og benti hvað eftir annað með
vísifingri í átt til dyra. — Onze
......muldraði hann.
— Inze? Hún tók upp símtól-
ið —Þú verður að fá lækni,
Poul. Ég skal biðja Noessler að
ná í lækni. Vertu nú kyrr þarna.
Reyndu ekki að tala. Julie reyndi
hvað eftir annað að ná sambandi
við skiptiborðið en fékk ekkert
svar. Noessler hlaut að hafa far-
ið og lagt sig.
Hún lagði tólið á aftur. — Ég
skal fara og leita að Noessler,
Poul. Reyndu ekki að hreyfa
þig.
Hann leit biðjandi og hjálpar-
vana á hana með glerkenndu
augnaráði og engdist eins og
maðkur á gólfinu. — Chambre
onze stundi hann og reyndi að
hreyfa höfuðið.
—- Uerbergi númer ellefu, er
það sem þú átt við? Kæri Poul,
talaðu ensku. Viltu að ég fari á
herbergi númer ellefu, eða að
ég fari ekki á herbergi númer
ellefu?
Höfuð hans lá máttvana. Aug-
un voru lokuð.
Það var dimmt á allri neðstu
hæðinni. Hún hrópaði nafn
Noesslers við afgreiðsluborðið.
Rödd hennar bergmálaði í gegn-
um þögnina. Hún gekk inn á
einkaskrifstofuna hans. Hún var
tóm.
Þá stökk hún í gegnum af-
greiðslusalinn og reyndi öll her-
bergin á neðstu hæðinni — í leit
að þjónustustúlku, næturverði —
einhverjum, sem gæti náð í
Noessler fyrir hana eða hjálp
handa vesalings Poul Duquet.
Hvar sem hún leitaði, allt var
autt og yfirgefið. Hún var smjúg-
andi og þjótandi skuggi í óhugn-
anlegu völundarhúsi íburðarmik-
illa herbergja, ~
Persnesk teppi, risavaxin rauð
blóm, flatarmunstur þutu fram-
hjá fótum hennar. Langir gang-
ar með hreinþvegnum hurðum
sem allar opnuðust inn í auð
herbergi. í engu þeirra var nokk-
ur mannleg vera eða nokkurt
merki um líf. Engin klæði héngu
í klæðaskápunum. Allir borð-
dúkar voru nýþvegnir, öll rúm
uppbúin. Hún stökk upp snúna
bakstiga og niður aftur, niður í
kjallara, drungalegan rakan og
tóman fyrir utan langar raðir
af barmafullum sorptunnum.
Chambre Onze. Herbergi núm-
er ellefu. Julie stóð óviss í
drungalegum kjallaranum. Hún
reyndi að neyða sig til að hugsa
skipulega. Já, auðvitað. Herbergi
númer ellefu hlaut að vera her-
bergi frú Montgomery. Frú
Montgomery var mikil vin-
kona Poul. Hann vildi að frú
Montgomery fengi að vita hvað
hefði komið fyrir hann. Hvers-
vegna?
Tíu mínútur voru liðnar. Hve
lengi myndi Red hafa þolinmæði?
Hve lengi myndi hann bíða, áð-
ur en hann flýði til Þýzkalands
og tæki með sér síðasta og ef til
vill einasta tækifærið.
En uppi í herberginu hennar
lá maður fyrir dauðanum. Ein-
hvernveginn varð hún að ráða
fram úr hvorutveggja. Það var
ekki spurning um annaðhvort,
eða það varð að vera bæði og.
Herbergi númer ellefu gat ekki
verið á neðstu hæð því þar voru
aðeins samkomusalir og matsal-
ir. Og hennar eigin herbergi, sem
var á annarri hæð, hafði númer
sem byrjaði á hundrað. Her-
bergi númer ellefu hlaut að vera
sérstakt herbergi. Ef til vill hér
í kjallaranum? Ef til vill starfs-
fólksherbergi?
Hún gekk í gegnum kjallar-
ann, framhjá sorptunnunum. Og
þar, fyrir framan hana, í daufu
ljósi gangsins sá hún dyraröð,
dyr sem hugsanlega lágu inn í
þvottahús eða eitthvað þvílíkt. . .
Fimm. Sjö. Níu. Herbergi núm-
er ellefu, Síðasta herbergið í
þessari drungalegu, grámáluðu
dyraröð. Hún barði að dyrum.
Svo snéri hún dyrahandfanginu,
gekk inn og þreifaði eftir rofan-
um. Þarna, beint fyrir framan
hana, sat frú Montgomery —
mjög skærklædd. Hún sat í hæg-
indastól. Hún var með gleraug-
un á sér. Utstæðar tennur henn-
ar glömpuðu móti Julie Thorpe.
Hún var dáin.
8.
Hve lengi hún stóð þarna og
starði á brosandi líkið, svo frið-
sælt, já, svo ánægt í þessum
dökkgræna stól, vissi Julie aldr-
ei. Hún vissi aðeins, að henni
heppnaðist að bæla niður óp.
Hún vissi, að hún hafði fálmað
eftir úlnlið frú Montgomery og
leitað að slagæð sem ekki sló,
leitað að lífsmarki í þessum háa
og granna líkama. Komið við
kinn sem þegar var orðin köld.
Smámsaman vék þokan frá
augum hennar, og hún sá það
sem í herbergjnu var. Aðalhús-
gögnin, sem tóku aðalhluta rúms-
ins, var _ eldhúsborð, stóll frú
Montgomery — og ennþá einn
stóll, venjulegur tréstóll með
beinu baki. Hann var blautur
og það var leir á setunni. Leir-
ug bönd héngu niður af stól-
bakinu. Stóll Poul. Þar hafði
Poul setið, eftir að hafa verið
pyndaður, dreginn þangað og
skilinn eftir sem dauður.
Á borðinu var segulbandstæki
og stæða af segulbandsspólum,
hljóðnemi, mikið af blöðum og
lítil yfirlitstafla.
Hún leit á blöðin. Þvert yfir
hvert þeirra var stimplað eitt
orð með rauðu bleki: LOKIÐ.
Og í þar til gerðan reit á stimpl-
inum var skrifuð greinileg dag
setning. Persónulegar upplýsing-
ar. Nafnið Llewellyn Simpson
mætti sjónum hennar. Phoebe
Montgomery. Herskipið, sem
Llewellyn Simpson hafði gegnt
herskyldu sinni á, var sprengt í
bita á Norðursjónum. Phoebe
Montgomery hafði horfið í Trans-
val 1947.
9. HL.UTI
Hún sá nafnið Russel Thorpe:
— F. Brooklyn, New York, 18.
október, 1920. Svo var nafn móð-
ur hans og föður, hennar eigin
nafn, öll helztu atriði úr lífi
hans. Blað Russel Thorpe var
enn ekki stimplað með orðinu
LOKIÐ.
Utan við sig og lömuð stóð hún
þar og fann herbergið hringsnú-
ast í kringum sig. Og með blíðu
brosi á vörum sat frú Montgo-
mery og horfði á.
Segulbandstækið var í sam-
bandi. Hún snéri rofa, ýtti niður
tónhnappnum, og hryllti við því
sem hún myndi heyra, því nú
vissi hún að hún myndi svipta
síðustu hulunni af hinum ógn-
vekjandi sannleika.
Hún minntist þess, að Gestapo
hafði sótt föður Poul og hér í
Alpenstadt hafði móðir Poul
skyndilega dáið. Hafði hún ver-
ið lokkuð hingað undir því yfir-
skyni að henni væri mögulegt að
kaupa manni sínum frelsi? Það
gæti útskýrt hvað komið hafði
fyrir hið verðmæta Modigliani
málverk. Hún minntist með sárs-
auka ferðarinnar með vesalings
herra Simpson niður fyrir klett-
inn, þegar hann sagði: Ég hef á-
stæðu til að vera sérstaklega
hamingjusamur í dag ... Nokkuð
miklu þýðingarmeira en sigling.
Takið snérist. Fyrst heyrðist
ekkert og síðan heyrðist maður
ræskja sig. — Stoppaðu, bíddu
aðeins. Þetta var rödd mannsins,
sem hafði kallað sig Red. —
Opnaðu nú. Hvað er þetta með
ykkur, idjótin ykkar? Svona,
setjið í gang.
— Frú Montgomery?
Mamma? Þetta er Phoebe,
mamma. Þakka þér fyrir að þú
skyldir senda peningana. Loks-
ins er nú allt í lagi. Hugsaðu þér
bara, ég fæ að hitta mömmu.
Mamma, ég fæ að hitta þig!
Vertu nú bara kyrr á hótelinu,
þangað til ég kem þangað,
mamma ... Og síðan rödd Reds:
Svona, haldið áfram.
Svo kom dauf rödd ógreinileg,
Framhald á bls. 49.
VIKAN 11. tbl. Jg