Vikan

Tölublað

Vikan - 25.03.1965, Blaðsíða 6

Vikan - 25.03.1965, Blaðsíða 6
Innbyggðir ofnar með Ijósi — gleri í hurð — tímastilli — grilli — með eða ón grillteins. Verð fró kr. 6.400,00. "T? CC -fcj*. ÆI Þvottapottar 50 og 100 lítra. Verð kr. 3.200,00 og 4.150,00. Eldavélar 3ja og 4ra hólfa. Hellur eða gormar, með eða ón klukku og hitahólfi. Verð fró kr. 6.400,00. — Aha, sagði Noessler ánægð- ur. Kastalinn, Stigman. Þegar þú ert tilbúinn komdu þá með skammbyssuna upp að kastalan- um, ef við þurfum að nota hana. Og nú, Madame, sagði hann — Um leið og handleggurinn á yð- ur er orðinn nógu hraustur aft- ur. ... Hann nam staðar við af- greiðsluborðið, nógu lengi til þess að binda úlnliði hennar fyr- ir aftan bak með bandi, sem skar eins og hnífur inn í holdið. Fram úr skáp tók hann reipi, hnýtti á það lykkju og renndi henni um háls Julie og herti að. — Alveg eins og lítill hund- hvolpur. Þetta er bara til að auka hlýðnina. Hann hló djöful- lega einhversstaðar niðri í háls- inum. Svo tók hann vasaljós upp úr skúffu. Þegar þau lögðu af stað heyrði hún Stigman skella hurðum einhversstaðar lengst inni í hótelinu, þar sem hann leitaði með skammbyssuna í hendinni. Úlnliðir hennar brunnu undan mjóu, hertu bandinu, eins og það væri eldur. Hana verkjaði í háls- inn því Noessler hélt reipinu stöðugt strekktu. Þegar þau komu í gegnum jarðgöngin hrasaði hún og lykkjan hertist að hálsi henn- ar. Hún stundi af sársauka. Hótelið var uppljómað en fyrir framan þau var svartamyrkur. Hún var sannfærð um að eina ljósið á margra kílómetra færi væri á hótelinu. Þau voru nú að koma þangað, sem stígurinn skiptist, og Noessler beindi ljós- geislanum til hægri, niður í skóg- inn. Hvergi var nokkur mann- vera. Alpenstadt hafði lokað mjög skyndilega og hver í allri þessari þöglu, köldu, dimmu ver- öld vissi um ódæðið, sem fald- ist bak við veggi þess? Enginn. Öll þessi fórnarlömb, átakanlega meðfærileg, grátlega tilfinningasöm og trygg, höfðu haldið vörð um leyndarmálið fram í andlátið. Þar lá styrkur- inn í áætlunum Noessles. Það voru aðeins Julie Thorpe og Poul Duquet sem höfðu komið og truflað eins og tveir illir andar, en þeirra lífum yrði brátt lokið, líkömum þeirra eytt og blind- andi virðingarblæjan, hinn elsku- legi fornevrópski þokki myndi í fyrramálið flæða með morgun- ljósinu yfir Alpenstadt. — Má ég hvíla mig andartak? — Já, auðvitað, Madame. Noessler virtist feginn. Hann var farinn að verða andstuttur. Hljóð- ið var henni vel kunnugt. Þegar hún heyrði það skildi hún, að það var Noessler, sem hafði um nóttina hrakið hana að útsýnis- turninum. -—Þér skiptuð um áætlun, var það ekki? Hún greip um trjá- stofn. -—■ Fyrst vilduð þér alls ekki hafa mig hér. Síðan, þegar frú Thorpe dó, vilduð þér — vilduð þér — svo óhugnanlega gjarnan að ég yrði kyrr. — Já, víst. Hann rykkti í reip- ið. — Eigum við að halda áfram, nú? Julie skjögraði áfram. Endrum og eins festist reipið í grenitrján- um. Þótt hún hataði hann og væri hrædd við hann, gat hún ekki annað en dáðst að nákvæmni hans, leikarahæfileikum og því, hvernig hann hafði lagt hina djöfullegu áætlun niður fyrir sér í hverju smáatriði. Hann var rak- ið kvikindi; djöfull. Aðeins djöf- ull gat leikið sér með hjörtu mannanna eins og Noessler og félagar hans höfðu gert. Og hve margir voru með í leiknum? All- ir þeir sem í Alpenstadt voru? Barónessurnar? Já. Hún skildi nú stöðugt fliss þeirra. En starfs- liðið og hinir gestirnir? Aðeins fáeinir útvaldir? Og hver var þessi Noessler? Hvaðan kom hann? Hvernig stóð á þessu valdi, sem hann hafði yfir þeim öllum? Hvernig gat hann hafa safnað þeim saman og stjórnað slíkum hópi úrvalsleikara? Meira að segja börnum. Meira að segja Hansi og litlu systur hans? — Frú Thorpe hélt sem sagt, að þetta hefðu verið barnabörn hennar, eins og ég sagði, var það ekki? — Auðvitað, sagði Noeslser léttilega. — Hún hélt, að sonur hennar hefði gift sig aftur. Lítil, skemmtileg fjölskylda. Þeim

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.