Vikan

Tölublað

Vikan - 25.03.1965, Blaðsíða 13

Vikan - 25.03.1965, Blaðsíða 13
■O Allt á Hoti allsstaðar. Ilúsin rísa þverlinípt uppúr vatninu. Það cru engar gangstéttir meðfram síkjunum. þyrmir yfir hvern, sem þangað lítur inn; ótal nöfn eru krotuð í steininn, meðal annara hef- ur þar verið sá maður, sem einna frægastur hefur orðið fyrir viðskipti sín við konur: Casa- nova. Hann hefur krotað í steininn: „Snertið mig ekki — það er hættulegt“. Dýflissurnar eru annars rúmlega manngengar og áþekkast- ar dimmum hellisskútum. Járnfestingar fyrir hlekki standa á stöku stað út úr múrnum. Andstæðurnar eru líka hér í heimi sólarinn- ar; hvað er nú ólíkara en dýflissurnar myrku og hinsvegar Ijósgul baðströndin, sem teygir sig út að yztu sjónarrönd með nafn sem aðrar strendur og staðir hafa tekið eftir: Lido. Áætl- unarbáturinn þræðir sig eftir Stórál og fólkið er sumt með handklæði og sundföt uppi við. Stúlkur með alþjóðleg bros og túberuð hár, allt án séreinkenna en samt þægilegt. Þú athugar náungann í skjóli dökkra gleraugna og hann athugar þig og það eru kaup kaups. Það er þægi- legt og afslappandi að ferðast með bátunum, alveg ólíkt þekkilegra en að ferðast með stræt- isvögnum, sem eru án efa einhver hvimleiðustu farartæki sem enn hafa verið fundin upp. Á sama hátt er Feneyjar þægileg borg. Hvíldar- staður par excellence. Eftir fáeina daga er mað- ur fullkomlega sáttur við umhverfið og heima hjá sér. Á bátnum á leiðinni út á Lido voru einmitt tveir menn að gera uppskátt um tilfinningar sínar. Annar var Breti og hinn Dani eða líklega öllu heldur Stórdani, merktur Tuborg og Carls- berg um miðjuna. Stórdaninn sagði: — Ég kem nú frá Kaupmannahöfn og samt kann ég strax vel við mig í Feneyjum. Er það ekki merkilegt? Bretinn strauk á sér snyrtilega klippt yfir- vararskeggið og sagði hátíðlega um leið og hann leit yfir sviðið: — Mér fannst þegar í stað, að ég hefði alla tíð átt heima hér. Það helgast aðeins af einu: Maður hefur augljóslega átt heima hér í einhverri fyrri jarðvist. — Ég kem frá Manchester, sagði Bretinn og lagfærði endann á skegginu. Báturinn lagði að landi út við Biennale, þar sem alþjóðlega myndlistarsýningin er haldin og nokkrir langt að komnir bítnikkar í þessu al- þjóðlega úníformi, mollskinnsbuxum og peysum með tilheyrandi hársídd, stóðu upp til að ganga á vit listarinnar og trufluðu orðræður mann- anna. Þaðan var stutt sigling út á Lido. Þegar Adríahafið skolaði öldum sínum upp á grynningarnar austanvert við Feneyjar, varð af langt sandrif, sem skagar lengra austur í busk- ann en svo að séð verði fyrir endann. Það er drifhvítt. Hvítt og dökkgrænt. Trjánum líður vel með ræturnar niðri í sandinum að því er virðist. Þar er líka skikkanlegt úrval af skemmti- stöðum, börum, verzlunum og næturklúbbum. Allt byggt á sandi — og peningum ferðamanna. Sandurinn á Lido þykir ein ágætust baðströnd í heimi; þar er bikini við bikini og svo þétt set- inn bekkurinn, að Pappagallarnir, þessir ötulu, ítölsku kvennaveiðarar, komast ekki yfir að verða öllu einmana kvenfóki til huggunar. Mikið var haustið bjart og fagurt og veröldin vonglöð í öllum þessum ljósa sandi. Og sumir urðu börn í annað sinn og fóru að byggja hús og rísla sér, eða teygðu skjáinn upp og áttu eintal við sólina með lokuð augun. Sjórinn tók líka á sig náðir 1 síðdegiskyrrðinni og hætti að slæma öldunum uppí sandinn. Ef mér leyfist í þessu sambandi að greina frá orsökum að byggð á þessum sar.drifjum, sem ítalskir nefna Venezia, enskir Venice og íslenzkir Feneyjar, þá mætti fyrst geta þess, að þær voru Framliald á næstu síðu. Klukkuturn Markúsarkirkjunnar og hcrtogahöllin. Ilægra megin við hertogahöll- ina sést Andvarpahrúin yfir í fangelsið. O íhúðarhverfin í Feneyjum. Húsmæðurn- O ar sitja með handavinnuna úti við og sauma hinn fræga Fencyjasting. Andvarpabrúin liggur yfir síkið miiii her- togahallarinnar og fangeisins. Út um glugg- ana þar sáu fangarnir oft umheiminn í síð- asta sinn. VIKAN 12. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.