Vikan

Tölublað

Vikan - 25.03.1965, Blaðsíða 8

Vikan - 25.03.1965, Blaðsíða 8
John Gunther er heims- frægur rithöf., kannski víðlesnasti höfundur þess- arar aldar. Bækur hans svo sem Inside Russia Today, Inside Africa, Inside Latin America, Inside Asia, Inside Europe Today og Inside U. S. hafa komið út um allan heim í gífurlegum upplög- um. Gunther er manna víð- íörlastur og hefur sjálfur átt viðtöl við mörg helztu stórmenni aldarinnar svo sem Trotsky, Masaryk, Chi- ang Kai-shek, Roosevelt, Churchill, de Gaulle og Kennedy. Þegar þessi óróasama og stórmerkilegasta öld allra alda í sögu mannkynsins hófst fyrir nærri 65 árum, þá höfðu menn ekki reynt og jafnvel ekki látiS sig dreyma um fjöldann allan af þeim hlutum og tækni- legu áqætum, sem hvert mannsbarn svo aS segia nýtur nú góðs af. Þá hafði til dæmis enginn flogið í flugvé! né lesið af gægerteljara, enginn hafði hlust- að á útvarp og þaðan af síður séð sjónvarp. Þá var velferðarríkið ekki komið á dagskrá, fréttakvikmynd- ir voru óþekt fyrirbrigði og sömuleiðis umferðarliós, mótel og neðanjarðarjárnbrautir. Þá hafði enginn rakað sig með rafmagnsrakvél, lesið af bergmáls- dýptarmæli eða ekið á sjálfskiptum bíl. j argt sem við nú lítum á sem sjálf- sagða hluti var óþekkt þegar þessi öld, öldin, okkar, gekk í garð — svo sem matvælafrysting, kenning- in um sjálfsákvörðunarrétt þjóða, nælon, almennar skoðanakannanir og pensillín. Dísilvélin var þriggja ára árið 1900, kodakmyndavélin 12 ára, sjálfblek- ungurinn sextán ára, en permanenthárliðun og loftræsting voru ennþá óþekkt fyrirbrigði. Enginn hafði þá heldur heyrt minnzt á radar, plast eða sjálfvirkni. Forsíðufyrirsagnir heims- blaðanna þetta aldamótaár fjölluðu um Galvestonflóðin, boxarauppreisnina í Peking og ofstækisfullan bindindismann, sem gekk um og mölvaði rúður með öxi og heimtaði áfengisbann. Sama ár var fyrsta Zeppelíns- loftfarið smíðað og sellófan fundið upp af Svisslendingi nokkrum. Þá var Sam Goldwyn átján ára, Walter Lippmann ellefu og Maó Tse-túng sjö vetra. Okomin ( þennan heim voru þá hinsvegar LBJ, DDT, Harold Wilson pg Garbo. Þá sveif yfir næstum því öllum vötnum sá andi öryggis, hógværðar og þægilegheita, er fylgdi v.iktoríönskum lífsskoðunum eins og þeirri, að laun dyggðarinnar væru fólgln í g VTKAN 12. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.