Vikan

Tölublað

Vikan - 25.03.1965, Blaðsíða 43

Vikan - 25.03.1965, Blaðsíða 43
án ára giftist hún og skildi við manninn eftir tveggja ára sam- búð. Eftir það benda allar líkur til þess að hún hafi alls ekki kom- izt nálægt því að vera kölluð skírlíf. Ári síðar. 1945, gerðist hún fyrirsæta hjá ljósmyndasmið- um og þá birtist hin fræga nekt- armynd af henni á dagatali. Þrem árum síðar komst hún í kvik- myndir, „kynntist" ýmsum framá mönnum þar og reyndi oftar en einu sinni að fremja sjálfsmorð. Nokkru síðar giftist hún Joe DiMaggio, skildi við hann og gift- ist Arthur Miller. Þetta — í stuttu máli — er hin raunalega ævisaga þessarar frægu fegurðardísar, sem lauk lífi sínu einmana og vinalaus með höndina kreppta utan um tómt lyfjaglas. Þetta er sálin og líkam- inn, sem Miller virðist vera að selja, —- jafnvel eftir dauðann ... En hvað sem Arthur Miller tek- ur sér fyrir hendur að skrifa, þá verður það að takast alvarlega í ljósi þess, sem hann áður hefur gert, og öll sanngirni krefst þess að hann fái hljóð til að halda því fram að hann hafi hreint ekki haft kynbombuna Marilyn Mon- roe í huga, þegar hann samdi leikinn. heldur hafi þessi persóna þurft þar að vera, til að auðvelda honum að koma skoðunum sínum og sjálfsrannsókn á framfæri. Arthur Miller er af austurrísk- um ættum, en fæddur í Banda- ríkjunum árið 1915. Hann stund- aði nám í Michigan háskólanum í leiklist og leikritun. Er hann hafði lokið námi lagði hann stund á blaðamennsku og á stríðsárun- um samdi hann kvikmyndahand- rit á vegum Bandaríkjastjórnar. Fyrsta leikritið, sem sýnt var eft- ir hann, var „The Man Who Had All The Luck“. Leikurinn var sýndur aðeins örfá skipti, en gagnrýnendur töldu Miller þó efnilegan höfund. Næsta leikrit hans var „Allir synir mínir“, frumsýnt 1947. Leikurinn hlaut mjög góða dóma og einn kunnasti gagnrýnandi í New York, Brooks Atkinson sagði að þetta væri bezta leikrit, sem birzt hefði eítir ungan höfund um langan tíma. Höfundurinn ætti eflaust í vænd- um glæsta framtíð. Það sýndi sig einnig að áður en þrjú ár voru liðin, var Arthur Miller orðinn heimsfrægur af næsta leikriti sínu „Sölumaður deyr“, en það er talið meðal merkustu leikrita, sem skrifuð hafa verið á þessari öld. „Sölumaður deyr“ var sem kunnugt er sýnt í Þjóðleikhúsinu árið 1951, en þar lék Indriði Waage aðalhlutverkið og var jafnframt leikstjóri. „Allir synir mínir“ var sýnt í Iðnó fyrir nokkrum árum og voru aðalhlut- verkin leikin af Brynjólfi Jó- hannessyni, Helgu Valtýsdóttur og Jóni Sigurbjörnssyni. Augljóst er að Miller vandar mjög vinnu sína, því að fjögur ár Innritum allt árið SIGLINGAFRÆÐI er ein hinna fjölmörgu kennslugreina BREFASKÖLA SÍS. Námsefniö er miðaö viö kröfur til 30 tonna prófs. 3 bréf — kennari: Jónas Sigurösson, námsgjald kr. 350.00. Sjómenn — lærið hjá okkur. Fyllið út seðilinn hér að neðan og sendið hann til BRÉFASKÖLA SíS, Sambandshúsinu, Reykjavík. T Bréfaskóli SÍS Ég undirritaður óska að gerast nemandi í: Siglingafræði Q Vinsamlegasf sendið gegn póstkröfu. □ Greiðsla hjálögð kr.____________ Heimilisfang liðu frá því að „Sölumaður deyr“ var frumsýnt, þar til hann sendi frá sér næsta leikrit, sem var „f deiglunni", en það var sýnt í Þjóðleikhúsinu 1955. Rúrik Har- aldsson og Regína Þórðardóttir léku aðalhlutverkin þar. Næsta leikrit Millers var „Horft af brúnni“, sem einnig var sýnt í Þjóðleikhúsinu 1958. Aðal- hlutverkin léku þau Róbert Arn- finnsson, Helgi Skúlason og Reg- ína Þórðardóttir. Síðasta leikrit Millers er „Eftir syndafallið“, sem nú verður sýnt á næstunni í Þjóðleikhúsinu. Það var frumsýnt í fyrravetur í New York, og hafa fá leikrit síðari ára vakið jafnmikla eftirtekt. Mikið hefur verið rætt og ritað um leik- inn og þá aðallega um fyrir- myndir hans. Ein þekktasta leikkona Þjóð- leikhússins, Herdís Þorvaldsdótt- ir leikur þar hlutverk Maggie, en aðal karlhlutverkið, Quentin, leikur Rúrik Haraldsson. Leiketjóri er Benedikt Árna- son, en leikendur eru alls 16. Leiktjöld eru gerð af Gunnari Bjarnasyni, en þýðandi er Jónas Kristjánsson. „Eftir syndafallið" er sýnt um þessar mundir á öllum Norður- löndunum og á mörgum helztu leikhúsum Evrópu. G. K. Hvinur í stráum Framhald af bls. 17. bæjargöngin inn í búrið og sett- ist á koffortið við hliðina á elda- maskínuni. Hann átti að heita ráðsmaður hjá frú Torfhildi móður sinni síðan faðir hans datt af baki og dó af þvi það náðist ekki í ncinn lækni því það var ekki kominn neinn nýr læknir i staðinn fyrir þann gamla sem drukknaði i Norðurá á leið heim úr kaupstaðnum. Bakki hafði alltaf verið talin ein bezta jörðin i sveitinni og þar hafði alltaf verið rausnarbú. „Hvað vildi hún Gunna litla á Skarði þér væni minn?“ spurði frú Torfhildur. „Og liún kom með bréf,“ svar- aði Guðmar. „Og frá hverjum var það?“ spurði frú Torfhildur. „Og svo sem engum,“ svaraði Guðmar. „Hvað eiga svona kjánalæti að þýða?“ spurði frú Torfhild- ur hvasst. „Hvað ætli þú fáir bréf frá engum?“ „Nei, ég átti ekki við það,“ sagði Guðmar. „Ég meinti eig- inlega að þetta hefði ekki verið bréf. Það var bara frá henni Jónhildi.“ „Og hvað vildi hún þér svo sem?“ spurði frú Torfhildur og sneri sér að eldavélienni um leið og hún saup á rjúkandi kaff- inu. Svona hafði hún spurt og spurt í þaula og hann færzt undan að svara þangað til hún byrsti sig og sagði: „Það ætla ég að taka þér vara við því að láta stelpuna þá arna ná of miklum tökum á þér. Það VIKAN 12. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.