Vikan

Tölublað

Vikan - 25.03.1965, Blaðsíða 46

Vikan - 25.03.1965, Blaðsíða 46
Gengið u Eldhússkæri Þessi skæri kosta kr. 156.—, eru úr góðu Solingen-stáli með húðuðum höldum, þannig að blautar hendur skaða þau ekki. Blöðin eru með örfínum tönn- um, og skærin eru til fleiri hluta nytsamleg en klippa með þeim alit, sem til fellur í eld- húsi. Eins og sjá má á meðfylgj- andi skýringarmyndum er hægt að taka upp með þeim ölflösk- ur, skrúfa tappa af, brjóta hnetur og fleira, og á endun- um eru litlir takkar, sem ætl- aðir eru til að lyfta upp lokum af ýmsum gerðum. I búðlr Hverfibakki Þetta er plata eða bakki, sem snýst við minnstu viðkomu. Hann er gerð- ur af Rubbermaid og því amerískur. Hægt er að fá hann bæði einfaldan og tvöfaldan, en persónulega var ég hrifnari af honum einföldum, því að þannig kemst hann fyrir í næstum hvaða skáp sem er. Það er auðséð, hve mikil þægindi geta verið að svona bakka. I stað þess að gramsa innst inn í skáp eftir smáglösum, hvort sem um meðul, krydd eða annað er að ræða, eru þau alltaf fremst í hillu og við höndina. Einfaldur kostar hann kr. 162.—, en tvöfaldur kr. 325.—, en þvermál þeira beggja er ca. 27 cm. Sitrónu- pressa^ ^ Það er óþægilegt að þurfa að kreista úr sítrónusneiðum með fingrunum, hvort sem þær eru notaðar með tei, út á fisk eða annað. Lítið áhald leysir þann vanda. Sneiðin er sett 1 press- una og síðan klemmd að vild. Pressan kostar 35,65 í þeirri búð, sem ég sá hana. MIDTFOR = MIÐJA AÐ FRAMAN FIG = SKÝRINGARMYND KLIP = KLIPPIÐ INNISKÓR Stærð 37 - 38. Efni: Grófar ullarhosur — dálítið af skinni í sólann og brydding- una — hnappagatasilki eða 3 þræðir úr „arora“-garnsþræði samlitt sólanum, til þess að sauma með. Búið til sniðin af sólunum með því að strika ferninga á pappír, 2 x 2sm. hvem. Teiknið síðan útlínur sniðanna og klippið. Leggið sniðin á efnið, þannig að það nýtist sem bezt og ath. að sólamir snúi hvor á móti öðrum, sníðið. Klippið einnig skinnræmu 2ja—3ja sm. breiða og látið liggja í henni eins og skýringarmynd 3 sýnir. Takið nú hosuna og klippið af henni á ská yfir rist og ökkla eins og skýring- armynd 1 sýnir. Bryddið síðan sárkantinn eins og skýringarmynd 4 sýnir. Byrjið að sauma við miðju að framan og saumið fyrst á réttu, brjót- ið síðan skinnræmuna í tvennt og saumið niður á sama hátt á röng- unni. Mátið nú stærð sólans nákvæmega, klippið af honum ef með þarf, staðsetjið hann eftir myndinni og saumið við hosuna á sama hátt og bryddingin að ofan. VIKAN 12. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.