Vikan

Tölublað

Vikan - 25.03.1965, Blaðsíða 20

Vikan - 25.03.1965, Blaðsíða 20
HÚN ÆTLAÐI At) LÁTA TAKA OKKUR BRÓA FRÁ MÖMMU VEGNA ÞESS AÐ HÚN FÓR STUNDU Dyrabjöllunni var hringt hvað eftir annað lengi og frekjulega. Eg anzaði ekki. Klukkan var átta að morgni og mamma var ekki komin heim. Ég var ekkert hrædd um hana það var svo oft þegar hún fór út að skemmta sér á laugardagskvöld- um að hún kom ekki heim fyr en kominn var morgunn. Hún var raun- ar nokkuð lengur núna en venju- lega. En það gerði ekkert til því hún vissi að hún gat treyst mér til að passa Bróa. Hann vaknaði við hávaðann í dyrabjöllunni og fór að skæla og ég reyndi að þagga niðri í honum meðan ég leitaði að snuð- inu hans. Ég fann það hvergi svo ég gaf honum bara sykurmola í staðinn og hann var harðánægður með það og brosti til mín að laun- um. Nú var bankað í gluggann og spurt frekjulega hvort enginn væri heima. Ég vissi vel hver það var. Leiðinlega kerlingin sem bjó hérna hinumegin á götuninni og alltaf lá á glugganum ef einhver kom til mömmu eða hún fór eitthvað út. Hún hélt áfram að berja og ég vissi hvað hún vildi. Hún ætlaði að láta taka okkur Bróa frá mömmu vegna þess að hún fór stundum út að skemmta sér. Það var auðvitað ekki bara þessvegna, hún fór sjálf út að skemmta sér alveg eins oft, nei ástæðan var sú að við áttum eng- an pabba. Það er að segja, við áttum auð- vitað pabba eins og önnur börn, en hann bjó bara ekki hjá okkur. Það gerði muninn. Mamma varð að vinna fyrir okkur ein og einasta upplyftingin hennar var að fara þetta út um helgar og það mátti hún víst ekki. Égf heyrði að einhver var farinn að tala við kerlinguna utan við gluggann, já það var meira að segja hörkurif rildi, jerimías, mamma var komin og hafði komið að kerlingunni á glugganum. Það hlakkaði í mér af tilhugsuninni um að nú fengi kerlingin fyrir ferðina hjá mömmu en ánægjan varð skammvinn. Ég heyrði um hvað þær töluðu. Það var ákveðið að koma okkur í fóstur til ókunnugra. Mamma var ekki fær um að ala upp börn. Og hún sem var bezta mamma í heimi. Hún sagðist ekki láta okkur frá sér, hvað sem á gengi. Þær gætu komið með lögregluna þessvegna. Ég kíkti út um gluggann. Þarna stóð mamma bein og hávaxin með svart hárið sett uppá höfuðið og kinnar hennar voru rjóðar og svipurinn ein- beittur þar sem hún stóð frammi fyrir feitri kerlingunni fullri vand- lætingu, það var merkilegt að HEIMURINN OG IG Smásaga eftip Mögnu Lúðvíkscflóftur mamma skuli vera svona miklu fallegri en þessar góðu konur, hugs- aði ég þegar ég bar þær saman, þessar sem segja sjálfar að þær séu góðar, þær höfðu raunar aldrei gefið mér neitt eða öðrum, þær heimtuðu aðeins að allir væru jafn fullkomnir og þær sögðust vera sjálfar. Mamma kom inn og það stóð gustur af henni: — Eruð þið vöknuð greyin sagði hún og fleygði af sér kápunni. Hún var í flegnum sam- kvæmiskjól innanundir og ilmvatns- lyktin af henni var góð. Hún tók litla bróður upp úr rúm- inu og kyssti hann á kinnarnar sem voru bústnar og rjóðar og klæddi hann úr náttfötunum og lét hann í sunnudagafötin sin. Hann var fínn og fallegur, tveggja ára og ég hefði getað gefið af mér annan hand- legginn fyrir hann ef þess hefði þurft með. Það var asi á mömmu. Hún sagði mér að gefa okkur að borða, sjálf fór hún að tala í sím- ann. Ég lagði við hlustirnar eftir beztu getu og heyrði að hún bað einhvern að koma til sín strax. Hann virtist eiga eitthvað erfitt með það en hún sagðist aldrei tala við hann meir ef hann gerði það ekki. Ég jós barnamjölinu uppí Brósa og gaf honum ávaxtasafa með og hann sullaði með annari hendinni ofan í diskinum og hjalaði ánægju- lega. Mamma virtist eiga annríkt. Hún tók til í íbúðinni undirbjó matinn og hafði fataskifti. Hún virtist ekki neitt syfjuð þótt hún væri búin að vera úti alla nóttina og hún söng við húsverkin eins og ekkert hefði fskorizt. Ég var teltekin af kvíða. Var mömmu kannski alveg sama: um okkur Brósa fyrst hún söng þeg- ar nýbúið var að tilkynna hennf að ætti að taka okkur af henni.. Ég fór ekki út með hann í kerrunni' eins og ég var vön að gera á sunnu- dagsmorgnum meðan mammai lagði sig og fékk sér dúr. Ég ætlaði: að bíða og sjá hvern hún hafðil verið að biðja um að finna sig. Loks, þegar mamma var búin að fara ótal ferðir út að glugganum sá ég Landrover jeppa staðnæmast við garðshliðið og háan og mynd- arlegan mann stökkva út og koma heim að húsinu. Ég sá það á svipn- um á mömmu að það var þessi sem hún var að bíða eftir og hún sagði mér að fara út með Bróa. Ég dundaði eins og ég gat við að koma honum í útifötin en maður- inn heilsaði mömmu aðeins stutt- lega og hún bauð honum inn í stof- una og beið eftir því að ég hefði komið mér út með Bróa. Leyfðu 2Q VXKAN 12. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.