Vikan

Tölublað

Vikan - 25.03.1965, Blaðsíða 14

Vikan - 25.03.1965, Blaðsíða 14
hinar sömu og réðu byggð á ís- landi, þá er menn hrukku út hing- að undan ofríki Haraldar ins hár- fagra. Nema það var að sjálf- sögðu ekki Haraldur, sem hrakti fólk út á sandrifin. Það voru Húnar, þær herskáu hamhleypur, sem þeystu vestur um Evrópu ná- lægt miðri fimmtu öld. Hafði sak- laust fólk í þessum engilblíða heimshluta mikinn ótta af villi- þjóðum eins og Húnum og ýms- um öðrum, sem hröktust með bú- slóðir sínar og heri suður og vest- ur um álfuna í leit að löndum. Bar slíka hópa gjaman að garði við botn Adríahafsins og reyndist fólki sú þjóðbraut heldur ónæðisöm. Þegar flokkur barbara með Alarik nokkurn herkonung í broddi fylkingar fór eins og fár- viðri um ströndina, neyddust menn til að yfirgefa fasteignir sínar og lönd og höfðu þá til einskis að hverfa utan þeirra blautu sandrifja, sem möruðu í hálfu kafi úti fyrir. Þeim varð það eitt fangaráð að reka trjáboli niður í sandelginn og byggja þar á. Þannig upphófst byggð í Fen- eyjum og veit ég ekki betur en þeirri upprunalegu aðferð hafi lengst af verið haldið í gildi, að byggja á staurum sem halda áfram að gefa eftir undan þung- anum um hálfan metra á hverj- um hundrað árum. En það er af Alarik barbara- kóngi að segja, að hann hélt á- fram að stríða og safnaðist skyndilega til feðra sinna, þegar hann var að tuska til innfædda á sunnanverðri ítalíu. Varð hann sínu fólki mikill harmdauði, enda vel lukkaður ræningi og fagur svo af bar. Var venzlafólki hans mjög í mun, að gröf hans yrði ekki á vegi grafarræningja. Eftir því sem sögur herma, þá breyttu þeir farvegi ár einnar, grófu hann þar með vopnum og til- hlýðilegum búnaði og hleyptu svo ánni aftur í farveginn. Um líkt leyti og hugprúðir vík- ingar, norrænir, flæmdust vestur um sjói til að leita íslands, var vegur Feneyja orðinn mikill; kaupmenn borgarinnar byrjaðir að raka saman auði og skipastóll- inn var í förum um Miðjarðarhaf- ið þvert og endilangt. Krossfar- amir ýttu undir völd og auð borg- arinnar og öll sú pragt náði há- marki sínu á tímum hinnar fjórðu krossfarar um 1200. Harðsnúnir sæfarar og prangarar Feneyja urðu milliliður allra viðskipta austurs og vesturs; öll verzlun frá Austurlöndum rann í gegnum hendur þeirra. Uppúr því höfðu þeir ítök víðsvegar um Miðjarð- arhaf, sem kallaði yfir þá öfund og ófrið; það var ekki ósvipað því, þegar Karþagó lagði und- ir sig Miðjarðarhafsverzlunina með hugviti og dugnaði, unz Rómverjar sáu þann einn kost vænstan að jafna svo um þá borg, að ekki stóð steinn yfir steini. Nema hvað nú var enginn einn aðili svo voldugur, að hann gæti jafnað Feneyjar við jörðu eða réttara sagt við vatnið. Genúabú- ar höfðu mikinn skipastól og háðu við Feneyjabúa margar nafntogaðar orrustur á sjó — og töpuðu. Þegar á fimmtándu öld voru Feneyjabúar 200 þúsundir talsins og áttu þeir í förum 3300 skip með 25 þúsund manns og þeim til verndar hafði Feneyjaríki 45 her- skip með 11 þúsund soldátum. Það reyndu fleiri að seilast til verzlunaráhrifa en Englendingar við ísland á þessum tíma; á til- teknum tíma á ári hverju héldu sjö kaupskipaflotar úr Feneyja- höfn og gerðu víðreist: Einn rak- aði strendur Grikklands og annar fór milli eyjanna, hinn þriðji til Svartahafs og fjórði til Kýpur. Sá hinn fimmti leitaði hófanna austur í Armeníu og sá sjötti hélt vestur um haf til Spánar, Frakk- lands, Niðurlanda og jafnvel til Englands og einn flotinn sigldi meðfram Afríkuströndum meðal þeirra hundtyrkja, sem síðar gerðu út leiðangur til íslands. Ótöluleg verðmæti fóru gegnum hendur Feneyjamanna og hreinn ágóði þeirra nam fjörutíu af hundraði. Feneyjar varð borg ævintýr- anna þar sem höll reis við höll og aðeins það bezta, sem heimurinn hafði uppá að bjóða var nógu gott. Þeir ófu jafnt úr gullþráðum sem silki, smíðuðu jafnt gim- steinadjásn sem skip, og vegg- tjöld, knipplingar og krystalsvör- ur urðu þekkt um allan heim og eftirsóttar munaðarvörur. En það er lögmál, að þar sem auðæfin safnast fyrir, þar halda menn ekki lengi tryggð við ó- brotna lifnaðarhætti. Feneyjar varð smám saman borg munaðar- ins; þar lögðu menn sér aðeins til munns ljúffengustu vín heimsins með villibráðinni og skarlatið og pellið varð dýrara og vandaðra eftir því sem óhófið og munaður- inn jókst. Lífið varð glaumur og gleði úr ævintýrahöllum þúsund og einnar nætur; hátíðahöld og veizlur hversdagslegast af öllu og listamenn voru þar betur haldnir en annarsstaðar voru dæmi um, jafnframt þeim lokkandi fagnaði magnaðist siðspilling; gulldrop- amir holuðu með tímanum sið- ferðisbjargið, viljaþrekið dvín- aði, atorkan lét undan síga og tortryggnin kom í staðinn. Feney- ingar höfðu ekki fremur en aðrir bein til að þola góða daga til lengdar. Hamingjusól Feneyja hné til viðar. í langvinnum átökum.við harðsnúna keppinauta misstu þeir auð sinn og áhrif. Margt lagðist á eitt: Tyrkir vinna Miklagarð, Portúgalar finna sjó- leiðina til Indlands og Kólumbus frá erkióvinaborginni Genúu, siglir til Ameríku. Það reyndist sífellt erfiðara að halda í hlunnindi og ítök. Eftir tuttugu og fimm ára styrjaldar- átök um Kýpur og Krít, urðu Feneyingar að gefast upp árið 1669. Hnignunin var orðin stað- reynd. Napóleon Bonaparte kom þar við með her sinn vorið 1797 og gerði bústað hertogans að sín- um. Dagar lýðveldisins voru taldir. Feneyjar er umfram allt borg listarinnar enda er kunnara en frá þurfi að segja, að listamenn hafa í aldaraðir sótt þangað hvatningu og andríki. Bæði hefur borgin sjálf miðlað slíkum áhrif- um og svo öll þau listasöfn, sem þar verða fundin ásamt tíðum tónlistar- og myndlistarhátíðum. Margir stórsnillingar og séní hafa flutzt búferlum til Feneyja eitt- hvert tímabil ævi sinnar til þess að sitja við þær lindir, sem sífellt eggja sköpunargáfuna. Einn þeirra er tónskáldið Wagner og kannske hefur enginn unnað Feneyjum af öðrum eins ástríðuhita sem hann. Hann kom þar nokkuð oft og hefur látið eft- ir sig í endurminningum sínum opinskáar og hrífandi lýsingar á áhrifum Feneyja. Hugmyndir að stórum tónverkum sækja á hann dag og nótt og kynnin við borg- ina gefa honum kraft til að leysa hugmyndirnar úr læðingi. Þegar Wagner kemur fyrst til Feneyja árið 1858, þá skrifar hann í dagbók sína: „Að vera hér laus við allar nýtízku framfarir hlýtur að vera trygging fyrir því, að hér geti ekki verið neinn ný- tízku ruddaskapur eða taktleysi. Hér er þessvegna gott að vera.“ Hann er að glíma við Tristan og ísoid og þarf næði. Hann skrifar: „Þegar við kom- um til Feneyja um sólarlag 29. ágúst, og sáum úr jámbrautar- vagninum hvar borgin speglaðist í vatnsfletinum, varð Ritter vin- ur minn svo hrifinn af gleði og ærslafullur, að hann missti hatt- inn sinn út um lestargluggann og ég vildi ekki verða eftirbátur hans og fleygði mínum hatti út um gluggann líka, og þannig kom um við til borgarinnar lotningar- fullir og berhöfðaðir." Wagner fær inni í Giustiniani höllinni og lýkur við annan þátt- inn af Tristan og ísold á sex mán- uðum. Eftir sigurför um Evrópu kemur hann aftur með fjölskyldu sína til Feneyja árið 1881 og sem- ur Parsifal. Hann skrifar í dag- bækur sínar: „Ég fer á veitinga- stofuna við Markúsartorgið, geng svo meðfram skorðunum og tek gondól til baka. Þegar ég fer um Canal Grande (Stórál) fyllist ég þunglyndi af stórleik og fegurð, sem hér blandast hrömun og hruni.“ Og síðar: „Ég sit í hinni hljóðu höll með stórum sölum og miklum svölum og hér bý ég einn. Ljósakrónan lýsir, og ég tek bók og les og hugsa í kyrrðinni. Allt í einu hefst söngurinn frá Canal Grande. Stórt skip kemur hljóð- lega eftir skurðinum, það er skrautlega upplýst og í því eru söngvarar og hljómsveit. Margir gondólar fylgja því. Bátarnir fara hljóðlega í næturkyrrðinni og fagrar raddir syngja með undir- spili hljómsveitarinnar. Allir hlusta hljóðir, eins og í draumi, og síðan uppleysist allt. En ég stend lengi hugsi og hlusta á þessa tóna úr fjarlægð." Stundum heimsækir Wagner listasöfnin og eigrar stað frá stað, stundum harmþrunginn, stundum glaður; stundum jafnvel vonlaus og yfir sig spenntur því tónverk- in sækja á hann. í hrifningu yfir málverki Titians af himnaförinni ákveður hann að skrifa „Meist- arasöngvana" og sorgarmarsinn úr Ragnarrökum; efni sem sótt er í Eddurnar. Svona getur eitt gott verk fætt annað af sér, enda þótt ólík séu. Hann varð mjög vel látinn meðal íbúa borgarinnar, sem voru stoltir yfir návist hans. Og svo var það í næst síðustu heim- sókn hans til Feneyja, að hann var á leiðinni til járnbrautastöðv- arinnar á bát og fylgdi honum fjöldi manns á gondólum. Þegar hann sigldi framhjá Vendramin- höllinni, þá hrópaði hann upp yf- ir sig af hrifningu: „Hér vildi ég fá að deyja“. Og það varð svipað um hann og Skáld-Rósu, sem ósk- aði sér að deyja á ákveðnum kirkjustað í Miðfirðinum, þegar hún kom þangað gömul kona og þreytt að kvöldi á leið suður í Hafnarfjörð úr kaupavinnu fyr- ir norðan — og var látin að morgni. Og hlaut að sjálfsögðu legstað þar. Eins varð um Wagn- er. Næsta ár kom hann aftur með konu sinni, Cosimu dóttur Liszts, börnum þeira og þjónustuliði. Wagner hafði jafnan á sér höfð- ingjasnið og atvikin höguðu því þannig til, að nú fékk hann inni í Vendramin höllinni. í febrúar var hann að vinna að nýju verki, sem raunar hefur aldrei heyrzt. Hann bað þess að báturinn kæmi kl. 4 til þess að taka hann í dag- Framhald á bls. 37. Feneyjar sökkva VIKAN 12. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.