Vikan - 25.03.1965, Blaðsíða 29
Molines var gagntekinn af slóttugri kænsku, sem reiknaði aldrei með
neinum vísum hlut, heldur reiknaði fyrirfram öldurót mannlegrar nátt-
úru i þjónustu efnisins. Molines hafðí örugglega rétt fyrir sér, einu sinni
enn. 1 svip mundi Angelique eftir því, hve oft Philippe hafði valdið
henni ótta, hve oft henni hafði fundizt hún vera hjálparvana frammi
fyrir óumbreytanlegu kæruleysi hans; frosinni rósemi. Hún vissi að
í djúpum sálar sinnar hafði hún treyst á brúðkaupsnóttina til að leggja
hann undir sig. Þegar kona heldur manni í örmum sínum, er aflið
hennar. Sú stund kemur alltaf, að sjálfsvörn karlmannsins lætur undan
afli nautnaalgleymisins. Snjöll kona kann að nota sér slíkt andartak.
Seinna mun maðurinn leita aftur til uppsprettu ánægju sinnar, jafnvel
þótt hann fyrirliti sig fyrir það. Angelique vissi að Þegar hinn fullkomni
likami Philippe hafði sameinazt hennar, þegar ferskur, fjaðurmagnaður
munnur hans hefði snert hennar, myndi hún verða áköf og leikin ást-
mey. I nafnlausri orrustu ástarinnar, mundu þau komast að samkomu-
lagi, sem Philippe myndi ef til vill láta sem hann hefði gleymt, þegar
dögunin rynni upp, en myndi hlekkja þau betur saman en eldlegustu
yfirlýsingar.
Fjarlægt augnaráð hennar sneri aftur til Molines. Hann hlaut að hafa
hugsað það sama og hún, lesið hugsanir hennar af andliti hennar, því
hann brosti eilítið kaldhæðnislega og sagði:
— Ég held einnig, að þér séuð nógu fögur til að hafa vinningsmögu-
leika. En til þess að vinna, þarf keppni að fara fram. Sem felur þó
ekki í sér, að þér þurfið endilega að vinna fyrstu lotu.
— Hvað eigið þér við?
— Húsbónda mínum geðjast ekki að konum. Hann hefur átt sín
viðskipti við þær, að sjálfsögðu, en fyrir honum eru konur beiskur og
ógeðslegur ávöxtur.
— Og þó eru ástarsambönd hans víðfræg. Og hinar kunnu svallveizlur
í bardögum erlendis....
— Það eru viðbrögð hermanns, sem er ölvaður af stríðinu. Hann tekur
konur á sama hátt og hann kveikir í húsum og rekur börn í gegn....
til þess eins að gera illt.
— Molines, þér segið hræðilega hluti.
—■ Ég vil ekki skelfa yður, en mig langar til að vara yður við. Þér
eruð af heiðarlegri og hraustri, óbrotinni fjölskyldu. Þér virðist ekki
vita hverskonar menntun ungir aðalsmenn fá, þeir sem eiga ríka for-
eldra, sem tolla i tízkunni. Frá fyrstu dögum bernskunnar er ungling-
urinn leikfang þjónustustúlkna og þjóna, og síðar aðalsmanna, sem hann
þjónar sem hestasveinn. Og samkvæmt ítalskri venju er honum kennt
— Ó! þegið þér, muldraði Angelique og horfði inn í eldinn, — þetta
er ekkert skemmtilegt.
Molines þagnaði og setti gleraugun á sig aftur.
— Á ég að bæta við þessari grein? sagði hann svo.
— Bætið við hverju sem þér viljið, Molines. Ég....
Hún þagnaði þegar hún heyrði dyrnar opnast. I hálfrökkri setustof-
unnar kom Philippe i ljós eins og snjóug stytta, klæddur í ljós satin-
föt. Svo varð hann smám saman greinilegri. Ljós og bjartur, þakinn
gulli, virtist hann vera í þann veginn að fara á dansleik. Hann heils-
aði Angelique með kæruleysislegum hroka.
— Hversu langt eruð þér kominn, Molines, með samningsgerð yðar?
— Madame Morens er fullkomlega fús að ganga að settum skilyrðum.
— Þér eruð reiðubúin að sverja við hinn heilaga kross að þér vitið
raunverulega um felustað öskjunnar?
— Ég get svarið það, sagði Angelique.
— Sé sú raunin, megið þér koma, Monsieur Carette.
Prestur sem hafði falið sig bak við dyratjöldin gekk fram. Hann
hélt á krossi og við hann sór Angelique að hún vissi um felustað eitur-
öskjunnar og skuldbatt sig til að afhenda hana, Monsieur du Plessis,
þegar hjónavígslan hafði farið fram. Svo tilkynnti Molines hvaða upp-
hæð Angelique ætlaði að láta eiginmann sinn fá. Það var töluvert há
upphæð. Angelique gretti sig lítið eitt en kveinkaði sér ekki; ef verzl-
unarviðskipti hennar héldu áfram á sama hátt og hingað til, myndi
hún ekki eiga erfitt með að standa skil á sínu. Og einnig hitt, þegar
hún væri orðin Marquise du Plessis, ætlaði hún að sjá til þess, að hinar
tvær jarðeignir Philippe gæfu af sér hámarkshagnað.
Philippe mótmælti ekki. Hann lét sem sér leiddist.
— Allt I lagi, Molines, sagði hann og bældi niður geispa. — Reynið
þér að ganga frá þessu leiðinda máli eins fljótt og hægt er.
Ráðsmaðurinn hóstaði og neri vandræðalega saman höndunum.
— Það er ein grein enn, yðar hágöfgi, sem Madame Morens, sem
hér er stödd, hefur beðið mig að setja í samninginn — hún er svona:
Fjármálaatriði þessa samnings taka aðeins gildi ef hjónabandsskyld-
unum er að öllu fullnægt.
Það virtist taka Philippe fáein andartök að skilja hvað við var átt.
Svo varð andlit hans eldrautt.
— Þessi. .. .! sagði hann. — Ó! Þessi. . ..!
Hann var svo gersamlega orðlaus, að Angelique fann til þessarar
einkennilegu tilfinningablöndu af vorkunn og bliðu, sem hann vakti
stundum hjá henni.
— Þetta var síðasta stráið! andaði hann út úr sér að lokum. -— Ó-
kurteisi, blönduð ófyrirleitni.
Hann var hvítur af reiði.
— Og getið þér sagt mér, Molines, hvernig ég á að sanna heiminum,
að ég hafi heimsótt rekkju þessarar manneskju? Með því að afnema
meydóm þessarar dækju, sem Þegar á tvö börn og hefur gist í rúmum
allra fótgönguliða og verzlunarmanna konungdæmisins? Með þvi að
sýna mig réttinum, eins og þessi asni, Langey, sem varð að reyna að
sanna karlmannsgetu sína í návist tíu vitna? (Hér er vitnað í frægt
skilnaðarmál frá þessum tíma. Höf.) Hefur Madame Morens tilgreint
vitnin, sem eiga að vera viðstödd athöfnina?
Molines bar fyrir sig báðar hendur:
— Ég skil ekki, yðar hágöfgi, hversvegna þessi grein veldur yður svo
miklu uppnámi. I raun og veru er greinin, ef ég orða Það þannig....
ekki síður í yðar þágu en verðandi eiginkonu yðar. Ef þér til dæmis í reiði-
kasti, vegna skiljanlegrar gremju skylduð trassa hjúskaparskyldur yðar,
getur Madame Morens eftir fáeina mánuði krafist þess, að hjónabandið
verði gert ógilt og höfðað hlægilegt og dýrt mál á hendur yður. Ég
játa mótmælendatrú, en ég held ég muni það rétt, að ófullkomnun
hjónabands sé ein af þeim ástæðum, sem hin katólska kirkja viður-
kennir til að slíta hjúskap. Er það ekki rétt Monsieur le Curé?
— Alveg rétt, Monsieur Molines. Katólsk hjónabönd hafa aðeins einn
tilgang: Mannfjölgun.
— Einmitt! sagði ráðsmaðurinn lágt. Angelique sem þekkti hann
vel var sú eina sem fann kaldhæðnina í framkomu hans: ■— Og til
sönnunar fyrir góðum ásetningi yðar, hélt hann áfram með slóttugum
en vinsamlegum tón, — held ég að bezta sönnunin sé sú, að þér gefið
konu yðar sem fyrst erfingja.
Philippe sneri sér að Angelique, sem meðan á Þessu samtali stóð
hafði reynt að vera svipbreytingalaus. Þegar hann leit á hana, gat hún
ekki varizt því að lyfta augabrúnum á móti honum. Harður svipurinn
á fallegu andlitinu kom henni til að skjálfa, og það var ekki gleði-
skjálfti.
—■ Allt í lagi, það er samþykkt, sagði Philippe hægt, en ruddalegt
bros teygði úr vörum hans. — Ég skal gera það sem nauðsynlegt er,
Molines. Ég skal gera það sem nauðsynlegt er....
1 upphafi hafði Philippe sagt henni að hjónavígslan myndi fara fram
í Cháteau du Plessis. Hann kærði sig ekkert um að gera veður úr at-
höfninni. Þetta hentaði Angelique mjög vel, því að það auðveldaði henni
að ná hinni frægu öskju, án þess að gera neitt, sem myndi vekja ótíma-
bæra athygli. Stundum spratt út á henni kaldur svitinn, þegar henni
datt í hug, að ef til vill væri askjan ekki lengur á sama stað, i gervi-
turni hallarinnar. Einhver gæti hafa fundið hana. E'n það var ólíklegt.
Hverjum myndi hafa dottið í hug að skríða eftir veggsyllu, sem var
varla nógu breið fyrir barn, til þess að gægjast inn í jafn ómerkilegan
og lítinn skrautturn? Hún vissi einnig, að Cháteau du Plessis hafði ekki
verið endurbyggð á nokkurn hátt. Þessvegna bentu allar líkur til Þess,
að hún næði takmarki sínu. Á þeirri stundu, sem hún yrði gefin í
hjónaband, gæti hún rétt Philippe öskjuna.
Undirbúningurinn fyrir förina til Poitou var töluverður. Florimond
og Cantor áttu að fá að fara með og reyndar allt heimilisliðið: Barbe,
Flipot, Javotte, hundarnir, apinn og páfagaukurinn. Philippe og föru-
neyti myndi koma síðar.
Philippe gerði sér upp kæruleysi gagnvart öllum þessum umbúnaði.
Hann hélt áfram að sækja allar skemmtanir og mót hirðarinnar. Þegar
einhver sveigði að tilvonandi hjónabandi hans, glennti hann upp augun
með uppgerðarundrun og sagði svo með fyrirlitlegri, þóttafullri rödd:
— Já, einmitt!
Síðustu vikuna hafði Angelique ekki séð hann oft. Með stuttum orð-
sendingum og fyrir milligöngu Molines, sendi hann henni skipanir sínar.
Hún átti að fara á þessum og þessum degi. Hann ætlaði að koma með
prestinn og Molines. Hjónavígslan myndi fara fram undir eins.
Angelique hlýddi eins og auðmjúk eiginkona. Seinna ætlaði hún svo
að breyta tóninum í þessum grænjaxli svolítið. Þegar allt kom til alls,
færði hún honum auðæfi og hún hafði ekki valdið honum hjartasorg
með því að skilja hann frá þessari Lamoignon stúlku. Hún ætlaði að
gera honum það Ijóst, að jafnvel þótt hún hefði komið dálítið rudda-
lega fram, voru þessi viðskipti ekki síður I hans þágu en hennar. Og
þetta sífellda stolt hans var hlægilegt.
1 senn fegin og döpur yfir því að sjá hann ekki, reyndi Angelique að
hugsa ekki mikið um „unnusta" sinn. „Vandamálið Philippe" var
þyrnirinn i hamingju hennar, og þegar hún velti því fyrir sér, varð
henni ljóst, að hún var hrædd. Svo það var bezt að hugsa ekkert.
Á minna en þrem dögum óku vagnarnir milli Parísar og Poitiers. Það
hafði runnið úr veginum i vorrigningunni, en það kom ekkert fyrir
hjá þeim, nema hvað öxull brotnaði rétt utan við Poitiers. Ferðamenn-
irnir dvöldu i borginni í einn sólarhring. Tveim dögum seinna, að
morgni dags, tók Angelique að þekkja sig. Þau voru ekki langt frá
Monteloup. Það tók hana nokkurt átak að hlaupa ekki beint heim, en
börnin voru þreytt og óhrein. Þau höfðu sofið nóttina áður í óþrifa-
legri krá fullri af flóm og rottum. Til þess að geta hvílt sig urðu þau
að fara til Plessis.
Með handleggina um axlir drengjanna sinna andaði Angelique með
ánægju að sér hreinu sveitaloftinu. Hún velti þvi fyrir sér, hvernig
hún hefði í svona mörg ár getað átt heima í borg eins og París. Hún
rak upp gleðihróp og nefndi með nöfnum þorpin, sem þau fóru í gegn-
um, og hvert um sig rifjaði upp fyrir henni eitthvert atvik frá bernsku
hennar. Síðustu daga hafði hún verið að segja sonum sínum sögur frá
Monteloup, lýsa fyrir þeim kastalanum og segja þeim frá leikjum sem
þar var hægt að stunda.
Að lokum skaut Plessis höllinni upp kollinum í fjarska, hvit og dul-
arfull, á tjarnarbakkanum.
Angelique, em nú hafði kynnzt ríkmannlegum híbýlum og höllum
Parísarborgar virtist hún minni heldur en hún stóð henni fyrir hug-
skotssjónum. Nokkrir þjónar komu á móti þeim og kynntu sig. Þótt
eigandi Cháteau du Plessis hefði látið höllina eiga sig langtímum sam-
an, var hún, vegna umhirðu Molines, i góðu lagi. Sendiboði, sem hafði
farið viku á undan þeim, hafði látið opna gluggana og fersk lyktin
af vaxbóni barðist við saggalyktina, sem leyndist í veggtjöldunum. En
Angelique fann ekki til þeirrar gleði, sem hún hafði búizt við. Tilfinn-
ingar hennar virtust sofandi. Ef til vill þurfti hún að gráta, dansa,
hrópa, eða kyssa Florimond og Cantor. Hún gat ekki fengið neitt slíkt
æði og henni fannst eins og hjarta hennar væri dáið. Hún þoldi ekki
yfirþyrmandi geðshræringu þessarar afturkomu og viðbrögðin brugðust
henni alveg.
Hún spurði, hvar börnin gætu komið sér fyrir, sá um að vel færi
um þau og yfirgaf þau ekki, fyrr en hún sá að þau voru klædd í hrein
föt og höfðu fengið léttan og nærandi verð.
Svo bað hún um að henni yrði vísað upp í herbergið i norðurálm-
unni, sem hún hafði beðið um handa sjálfri sér, herbergi de Condé
prins. Framhald á bls. 37.