Vikan

Tölublað

Vikan - 25.03.1965, Blaðsíða 15

Vikan - 25.03.1965, Blaðsíða 15
Skrifar hifi lifandi tungutak alþýðunnar Stutt viðtal við skáldkonuna í ÞESSU TÖLUBLAÐI VIKUNNAR HEFST NÝ FRAMHALDSSAGA, „HVINUR í STRÁUM" EFTIR SIGRÍÐI GÍSLADÓTTUR FRÁ VÍK. ÞETTA ER FYRSTA RITVERKIÐ, SEM SIGRÍÐUR LÆTUR FRÁ SÉR, EN HÚN ER KOMIN NOKKUÐ YFIR MIDJAN ALDUR. í VETUR HEFUR VERIÐ NOKKUR ÚLFAÞYTUR VEGNA SVONEFNDRA KELLINGABÓKA, SEM MENNINGARVITUM ÞJÓÐARINNAR HEFUR ÞÓTT NÓG AF, EN ÞAÐ MUNU VERA BÆKUR EFTIR ÓMENNTAÐAR ALÞÝÐUKONUR SEM SKRIFA SJÁLFUM SÉR TIL ÁNÆGJU OG UM FÓLK SEM AL- ÞÝÐAN ÞEKKIR. HÉR SKAL EKKI KVEÐINN UPP DÓMUR UM BÓKMENNTAGILDI SLÍKRA BÓKA EN FÓLKIÐ í LANDINU HEFUR KVEÐIÐ UPP SINN DÓM UM SKEMMTANAGILDI ÞEIRRA MEÐ ÞVÍ AÐ KAUPA ÞÆR OG LESA ÞÆR EKKI SÍÐUR EN AÐRAR OG ÞÓ ÖLLU FREMUR. „HVINUR í STRÁUM" GERIST í SVEIT OG HEFST UM EÐA UPPÚR SÍÐUSTU ALDAMÓTUM. SAG- AN ER EKKI LÖNG, EN ATBURÐARÁSIN HRÖÐ OG SPENNAN STÖÐUG. ER EKKI AÐ EFA AÐ LES- ENDUM VIKUNNAR MUNI FALLA HÚN VEL í GEÐ. S|á næstu opnu VIKAN uppgötvar nýia skáldkonu: Sigríði ffrá Vík og bir Jr ffyrstu skáidlsögu ihennar í bréfiuu sera fylgdi handritinu frá Sigríði í Vík stóð meðal annars: „Þó ég sé ekki mikið vön að vera þetta á flakkinu verð ég nú víst samt að koma til höfuðborgarinnar einhvem- tíma eftir áramótin og þá er eins víst ég líti þarna inn hjá ykkur og viti hvort þið hafið getað stautað ykkur fram úr þessu.“ Og þegar Sigríður kom lögðum við fyrir hana fáeinar spurningar: — Hvenær ert þú fædd, Sigríður? — Og ég er fædd þarna jarðskjálftaárið, 1896, held ég það hafi verið. En hvort það hefur verið fjórða eða sjötta júlí fæ ég víst aldrei að vita, því í kirkjubókunum stendur sjötta en hún móðir mín sáuga sagði henni fóstru minni að ég ætti afmæli fjórða. Og hver hefði átt að vita það ef ekki hún? — Fóstru, sagðirðu. Ertu þá ekki alin upp hjá foreldrum þínum? — Nei, hann faðir minn drukknaði í róðri undan Jökli þegar ég var eitthvað á þriðja árinu. Ég var þriðja neðanfrá af okkur syst- kinunum, við vorum nú bara 16 alls! Og sá yngsti var ekki einu sinni fæddur, þegar hann pabbi sálugi drukknaði. Og þá gat mamma ekki haft okkur öll svo við fórum svona sitt í hverja áttina. En ég var svo heppin að lenda hjá góðu fólki og hann fóstri minn var mikið fyrir bókina og átti gott bókasafn á þeirra Framhald á bls. 41. VXKAN 12. tbl. ig

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.