Vikan

Tölublað

Vikan - 25.03.1965, Blaðsíða 21

Vikan - 25.03.1965, Blaðsíða 21
f M ÚT AÐ SKEMMTA SÉR. ÞAÐ VAR AUÐVITAÐ EKKI BARA ÞESS VEGNA. þeim að vera inni sagði maðurinn ég þarf að tala við þennan Iitla karl. Hann tók Bróa ó hné sér og þeir virtu hvor annan fyrir sér, ann- ar tortrygginn og hólfhræddur hinn dólitið varasamur líka. Brói só penna í vasa hans og þegar hann var búinn að nó honum virtist hann ekkert hafa ó móti því að dvelja þarna lengur. En mamma sagði mér að fara út og ég só ó svip hennar að nú var hún ókveðin svo ég tók Bróa og flýtti mér með hann út- fyrir. Mér hafði dottið nokkuð í hug. Stóri stofuglugginn var opinn og ef ég væri við hann mundi ég heyra allt sem þau segðu. Það var kominn ilmur úr jörð- inni, þó ekki væri farið að grænka ennþó, og ég var að vona að mamma færi í heimsókn til afa í dag, hann bjó í litlum kofa úti á nesi og átti bát sem angaði af tjöru- lykt og net sem voru með þara- flyksum !. Hann veiddi rauðmaga á vorin og þá var gaman að koma til hans þegar hann var að koma af sjó. Glugginn var opinn og ég heyrði vel hvað talað var í stofunni. „Og hversvegna hefur þér allt í einu snúizt hugur, þú taldir þetta hlægilega fjarstæðu fyrir hálfum mánuði" sagði maðurinn. Ég vissi nú að hann hét Ragnar. „Er það ekki sama", sagði mamma, „þá sagðir þú, að þú vildir fá mig hvernig sem ég væri og hvað marga krakka sem ég ætti, ég hef ekkert versnað síðan og krökkunum hefur ekkert fjölgað". Hann þagði góða stund og ég fann lykt af reyktókbakinu í píp- unni hans berast út um gluggann. „Segðu mér bara ástæðuna fyrir þessu", sagði hann loks, „ég veit að hún er einhver. Þú manst hvað þú sagðir, ég var nógu fallegur, þér þótti ansans ári vænt um mig en ég er bóndi og vildi ekki hætta því, og ætla ekki að hætta því og þú sagðist heldur vilja deyja en að fara að búa uppí sveit". „Já," sagði mamma, „þú manst fjári vel það sem ég hef bullað. Enn vil ég giftast þér og fjárann kemur þér ástæðan við, ég meira að segja er að biðja þig um að giftast mér en þá vilt þú það ekki, þið eruð þó alltaf sjálfum ykkur líkir þessir karlmenn". Hún hló hátt og ég var alveg hissa á að hún skyldi hlægja og á því að hún skyldi vera að biðja manninn um að giftast sér, ég hafði alltaf heyrt að karlmenn bæðu kon- ur um slíkt og hversvegna var mað- urinn ekki feginn að fá svona fallega konu? Ég truflaðist við að einhverjir komu upp gangstíginn. Mamma fór fram þegar bjallan hringdi og fólkið ruddist inn í stofu. Ég heyrði konu segja að hún væri komin til að sækja börnin. Ég fann magann í mér herpast saman af kvíða og ég var að hugsa um að taka Bróa litla og flýja með hann eitthvað burt og fela mig þar til fólkið væri farið, þegar ég heyrði manninn spyrja rólega, hvað væri um að vera. Konan útskýrði fyrir honum, að mamma væri ekki fær um að sjá um börn fyrst hún væri svona lengi úti á næturna. Er ég kannski ekki fær um það heldur spurði mað- urinn og rödd hans var róleg og einhvernveginn fannst mér, þegar ég heyrði hann tala, að það væri hann sem væri dómarinn yfir hin- um en ekki öfugt eins og það hefði verið, þegar þau voru að tala við mömmu. „Hvað meinið þér," spurði konan, „ætlið þér að taka börnin?" „Það kemur af sjálfu sér, býst ég við," sagði hann, „þegar ég giftist móðir þeirra. Fólkið fór og ég gat ekki stillt mig um að hía á kellinguna þar sem ég stóð við húshornið. Ég fór inn og þegar ég kom í dyrnar sá ég að þau horfðu hvort á annað, mamma og maðurinn og hann sagði: „Svona fórstu að þvi," en hann var ekkert reiður, hann var eins á svipinn eins og strákarnir þegar þeir eru að striða einhverj- um. Maðurin fór eftir hádegið, hann borðaði hjá okkur og ég var hreyk- in af mömmu þegar hún var að bera inn matinn, fyrir hvað hún bjó til góðan mat og hvað allt var fal- legt á borðinu. Maðurin var líká hrifinn af mömmu, ég sá það á hon- um, þegar hann horfði á hana og mér þótti sem við ættum eitthvað sameiginlegt, jafnvel þótti mér orð- ið svolítið vænt um hann fyrir það, að við sáum bæði að mamma var betri og fallegri en aðrar konur. Og þegar hann var farinn varð allt eins og áður og ég átti erfitt með að trúa því, að við þyrftum að fara úr þessari vistlegu íbúð, þar sem við höfðum svo lengi átt heima og flytja í eitthvert ókunn- ugt umhverfi, þar sem við ættum ekki heima og mamma yrði kann- ske aldrei ánægð. Vestursólin skein inn um gluggann, hún var lágt á lofti og rósrauður bjarminn fyllti herbergið. Mamma og Brói sváfu og ég var að sauma á dúkkurnar mínar og segja þeim að bráðum færum við uppí sveit. „Það eru sjálfsagt beljur þar", sagði ég, „þið þurfið ekkert að vera hræddar við þær þó þær hafi horn og séu stór- ar, ég skal passa ykkur". Við fluttum næsta laugardag. Ragnar kom á jeppanum og mamma var búin að ganga frá öllu dótinu okkar. Sumt fór með stórum bíl en annað, sem var brothætt og mömmu var sérlega annt um, tók- um við með okkur. Hún var eins og stelpa ( síðbuxum og útprjónaðri peysu og ég sá, að Ragnar virti hana fyrir sér í laumi. Ég var líka í síðbuxum og alveg eins peysu eins og mamma. Hún hafði prjónað þær báðar, og Brói litli var feitur og pattaralegur í bláum útifötum. Mér þótti verst að þurfa að fara frá búinu mínu. Það stóð norðan við húsvegginn og það var heil- mikið af fallegum glerbrotum þar og meira að segja einn bolli. Ég gaf Kötu það áður en ég fór og sagði henni að skila því ef ég kæmi aft- ur. Mér fannst það vissara, hver vissi nema við kæmum aftur. Það var gaman að ferðast í bfl. Ég hafði ekki oft gert það. Við ókum allan daginn og það var alltaf eitthvað nýtt að sjá, ég þreytt- ist ekki á að horfa út um gluggana. Mamma hélt á Bróa, hann svaf öðru hvoru og virtist ekkert upp- næmur fyrir ferðalaginu. Ragnar keypti okkur gos í búð við veginn og svo þegar komið var kvöld námum við loks staðar á hlaði frammi fyrir stóru og gamal- dags húsi með kvistgluggum og fá- einum stórum birkitrjám við inn- ganginn. Mamma sagði ekkert en sat kyrr, þó að bíllinn væri stopp- aður og Ragnar væri farinn að bera inn dótið, það var eins og hún væri allt í einu orðin svo þreytt, að hún gæti ekki hreyft sig. Ég stökk út og skoðaði umhverfið. Þarna voru nokkur hús rétt hjá íbúðarhúsinu sem voru eflaust skepnuhús og það var vond lykt í kring um þau, og þarna stóð traktor og allskonar vél- ar. Stór hundur kom fyrir húshornið og gelti þegar hann sá mig. Ég hljóp lafhrædd til mömmu. Mamma var loks komin út úr bílnum og stóð með Bróa á handleggnum og horfði á húsið hugsi. Ragnar kom og tók hann af henni og þau gengu inn f forstofuna. Ég elti. Þetta var þá eins og önnur hús að innan, þótt það liti gamaldags út að utan. Eldhúsið var hlýtt og vistlegt, þótt það væri stórt og ekki neitt líkt nýtízku eld- húsinu, sem mamma hafði haft. Köttur kom inn og teygði sig svo skrokkur hans virtist lengjast um helming, geispaði og sleikti útum. Ég færði mig varlega nær honum hálf smeik við hann og heyrði að mamma og Ragnar voru að útbúa mat í sameiningu. Mamma virtist aftur vera komin í sitt venjulega skap og þá leið mér líka vel, eða eins vel og manni getur liðið í ókunnu umhverfi þar sem allt var öðruvísi en það sem maður átti að venjast. Við vorum búin að borða, Brói var sofnaður í fanginu á mömmu og kötturinn malaði ánægð- ur undir eldavélinni og lygndi aug- unum. Við skulum koma honum í rúmið, sagði Ragnar og þau gengu gegnum ganginn inn í lítið herbergi þar sem rúmið hans Bróa stóð uppbúið og mitt við hliðina á því. Mamma hjálpaði mér í rúmið og sagði, að ég væri dugleg eins og alltaf og ef ég vaknaði í fyrramálið gæti ég fengið að sjá þegar kýrnar væru mjólkaðar. Mér fannst það dálítið skrítið, að mamma skyldi fara inn í svefnher- bergið hans Ragnars og ganga um á náttkjólnum eins og heima og þó var þetta svo þunnur náttkjóll að það sást vel í gegnum hann að hún var í svörtum brjóstahaldara og svörtum buxum. Hún virtist ekkert feimin og tók upp snyrtivörurnar sínar og hreinsaði af sér meikið með einhverju hvítu í glasi eins og hún var vön. Svo bar hún nætur- krem á andlitið. Ragnar sat og reykti, hann hélt á dagblaði, sem hann hafði víst ætlað að lesa í, en hann horfði aðeins á mömmu og hló að henni. — Þú hættir þessu nú, þegar þú ert orðin sveitakona, sagði hann, þá þværðu þér með vatni og sápu eins og hver önnur vitiborin mann- eskja og kinnarnar þínar verða rjóðar af útiveru í sumar; þá hætt- irðu að klína framan í þig þessum óþverra. En ég hafði samt á tilfinningunni að hann hefði gaman af, að mamma snyrti sig svona vel og hann kærði sig ekkert um að hún hætti því; hann var bara að stríða henni og hún virtist kunna því vel, því hún hló ánægjulega meðan hún burstaði á sér sítt hárið sem féll niður á ber- ar axlir henni og fór vel við fölblá- an náttkjólinn. Það var bókahilla í svefnherberg- inu hans Ragnars, full af bókum og ýmsum hlutum skornum út í tré og það hékk byssa á veggnum. — Ég fer ekki að sofa fyrr en þessi byssa er komin burt úr her- berginu, sagði mamma, og Ragnar hló. — Ég ætla ekki að þola konuríki, sagði hann og virtist ekki ætla að gera eins og mamma bað. — Ég fer þá ekki uppí rúm, sagði Framhald á bls. 31. VIKAN 12. tbl. 2J

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.