Vikan - 25.03.1965, Blaðsíða 10
Kvikmyndirnar eru barn 20. aldarinnar, stórkostlegur miðill skoðana,
listar og skemmtunar. Þessi mynd er frá tímum þöglu myndanna 1924.
Kvikmyndirnar fæddu af sér stjörnur, sem urðu jafnvel enn frægari
en voldugustu stjórnmálamenn.
mmk .
' •&'/,", /' /í//
/ -<y~ - -
< ■ , , ~ ■
mgmm
tiíWW'V'/i$’?' //'"//*, '.',
: ■£*•: . ■
■ ■
•.....
1941). Þessara jötna verður að
geta, þó ekki sé nema með fáein-
um orðum, því þetta tímabil hefur
verið byltingarkennt í listum ekki
síður en í stjórnmálum og vtsindum.
Stravinsky, Piccasso, Joyce — og
arkítektar eins og Crophius og
Mies van der Rohe — hafa haft
meiri áhrif en svo að þau verði
eingöngu bundin við þeirra eigin
verk á sviði tónlistar, málaralist-
ar og bókmennta; þeir hafa á gagn-
gerðan hátt bylt við gömlum grund-
vallarsjónarmiðum, gert gamlar
hugmyndir frjálslegri og örvað
ímyndunarafl manna nrteira en flest-
um stjórnvitringum hefur tekizt.
Fleiri nöfn og þau í tugatali mætti
nefna úr hópi rithöfunda, listmál-
ara, tónsnillinga og arkítekta —
Arturo Toscanini, H. G. Wells,
Bernard Shaw, T. S. Eliot, Jean
Sibelius, Henri Matisse, Frank Lloyd
Wright, Thomas Mann, Henry
Moore, Marcel Proust, Franz Kafka,
Sinclair Lewis og Ernest Heming-
way.
En við höfum enn ekki náð toppi
pýramídans. Sumir þeirra, er nefnd-
ir eru á undangengnum lista, hefðu
getað verið uppi á hvaða tíma
sem var. Það hafa áður verið uppi
föðurlandsvinir, stríðsmenn og séní,
sem brotið hafa nýjar brautir á
sviði stjórnmála, málaralistar og
bókmennta. En einkennandi fyrir
þessa öld eru örfáir menn, sem
hafa verið svo umsvifamiklir, að án
þeirra væri heimurinn ekki sá sem
hann er [ dag. Þeir sköpuðu nýtt
tímabil og gerðu þessa hrjáðu öld
okkar ólíka öllum öðrum.
í Simbirsk, Rússlandi, fæddist ár-
ið 1870 maSur aS nafni Vladimír
lljitsi Úljanoff, betur þekktur sem
Nikolaj Lenín. Hann var mestur
stjórnbyltingarmaður á okkar tím-
um og kannski á öllum tímum.
Hann tók upp merki Karls Marx,
sem þá var orðið heldur lítið áber-
andi, og varð skipuleggjandi og
stjórnandi bolsévikkabyltingarinn-
ar (í október 1917), sem líklega er
afdrifaríkasti viðburður sögunnar
síðan franska stjórnarbyltingin var
gerð 128 árum áður. Lenin var að
miklu leyti ábyrgur fyrir myndun
sovézka ríkisins, ríkis sem átti sér
engar fyrirmyndir í sögunni og var,
f orði kveðnu að minnsta kosti,
byggt á jafnréttishugsjóninni. Hann
var líka stofnandi kommúnista-
flokksins. Þar á ofan kom hann á
fót alþjóðasambandi kommúnista,
í þeirri von að gera kommúnism-
ann að alþjóðlegri uppreisnarhreyf-
ingu. Fáir þeirra manna, sem sag-
an getur um, hafa haft svo vfðtæk
áhrif á líf meðbræðra sinna sem
hann.
í Freiberg í Móravíu fæddist áriS
1856 maður aS nafni Sigmund
Freud. Hann bar fram hugmyndir,
sem skotið hafa rótum í nærri öll-
um vestrænum þjóðfélögum og á
róttækan hátt hafa veitt straumum
nútíma hugsunar i nýja farvegi. Þótt
sumir telji Freud nú úreltan, var
hann í röð mestu brautryðjenda í
menntasögu mannsins, og honum
er flestum fremur um að kenna, að
við á þessari öld skoðum málin
frá öðrum sjónarhólum en forfeð-
ur okkar og formæður. Hann varð
frumkvöðull sálgreiningarvísind-
anna og leiddi J Ijós að hegðun
manna byggist ekki eingöngu á
vilja og skynsemi, heldur á því sem
í undirvitundinni felst. Freud dó
1939.
í Ulm, Wiirttemberg, fæddist
1879 maSur aS nafni Albert Ein-
stein. Einstein, sem kom fram með
afstæðiskenninguna 1905, má einn-
ig skoða sem einn hina sönnu feðra
nútímans. Ur höfði Einsteins spratt
fram hin magnaða og hræðilega
formúla E=mc2; úr þeirri formúlu
varð svo til atómbomban og mest
af því hafurtaski, er heyrir geim-
öldinni til. Þó var Einstein, þar
sem hann reikaði um stígana í
Princeton í New Jersey og virti um-
hverfið fyrir sér óræðum augum,
einn sá tilhaldslausasti maður, sem
vitað er að lifað hafi. Hann dó
1955 í Bandaríkjunum, því landi
sem tók hann upp á arma sér er
hans eigið föðurland sneri við hon-
um baki.
í Straunton í Virginiu fæddist
áriS 1856 maSur aS nafni Woodrow
Wilson. Hann bjó einnig um hríð í
Princeton og varð einn helsti skap-
ari þjóðernisstefnunnar og alþjóða-
hyggju í þeirri merkingu, sem nú-
tíminn leggur í þessi hugtök, sem
hafa líka merkt hann svo að ekki
verður af máð. Hinar fjórtán grein-
ar Wilsons, sem bornar voru fram
1918, leiddu til stofnunar eða end-
urreisnar um hálfrar tylftar þjóð-
ríkja — þar á meðal Póllands og
Tékkóslóvakíu — en einnig hann
gerði að veruleika hugmyndina um
öflugt alþjóðasamband, sem hefði
að markmiði að varðveita heims-
friðinn. Hann átti með öðrum orð-
um sagt mestan hlut að stofnun
Þjóðabandalagsins, sem varð fyrir-
rennari Sameinuðu þjóðanna okkar.
Wilson dó 1924.
Á bóndabæ nálægt Dearborn í
Michigan fæddist árið 1863 mað-
ur aS nafni Henry Ford, undra-
Framhald á bls. 40.
Hiroshima jöfnuð við jörðu svo ekki
stendur steinn yfir steini eftir kjarnorku-
sprengju 1945. Hrollvekjandi atburður,
sem markaði tímamót í sögu styrjalda og
hefur haft gífurleg áhrif á samskipti
þjóða siðan.
AIDARNHR
JQ VIKAN 12. ti)i,