Vikan

Tölublað

Vikan - 25.03.1965, Blaðsíða 9

Vikan - 25.03.1965, Blaðsíða 9
20. öldin: Kjarnorkubld, þotuöld, öld sjálfvlrknl, gelmferöa, yflrgangs og htottaskapar, öld öílsins og skýjakljúfsins, öld menntunar og mennlngar, öld frjálsra ásta, ljítia, öryggisleysis og 6tta. henni sjálfri. Pólitískar deilur risu að vísu og sumar alvarlegar, en hið kyrra og friðsamlega andrúmsloft alþjóðamálanna lægði þær jafnharðan. Síðan 1870 hafði ekkert meiriháttar stríð verið háð. Síðasta ríkisár hins ótrúlega langa stjórnartíma (1837—1901) Viktoríu drottningar, þessarar ráðríku og virðulegu ungamömmu, fór í hönd, og á höfunum réð brezki flotinn lögum og lofum, óárennilegri en nokkru sinni fyrr. Gífurleg flæmi af yfirborði jarðar tilheyrðu heimsveldum Þjóðverja, Hollendinga, Frakka, Spánverja, Belga og þó fyrst og fremst Breta, líkt og það væri samkvæmt æðri ráðstöfun. Byltingin gegn nýlendustefnunni hafði þá, líkt og margar aðrar þjóðfélagsbyltingar okkar tíma, ekki enn- þá látið á sér bæra. Bandarískir negrar lifðu þá ýmist í hálfgerðri ánauð f Suðurríkjunum eða sem verkamenn í lægsta launaflokki í borgum Norð- urríkjanna. Konur höfðu ekki enn fengið kosningarétt. A keisarastóli Þýzkalands sat Vilhjálmur annar, sem átti eftir að reyn- ast hinn mesti ólukkufugl áður en aögum hans lyki. Nikulás annar var þá zar yfir öllum Rússum; sárfáir höfðu nokkru sinni heyrt minnzt á Nikolaj Lenín og Leon Trotský, en einmitt árið 1900 yfirgaf Lenín Rússland til að verða alþjóðlegur byltingarmaður. Frans Jósef hafði þá ríkt sem keisari yfir hinu vægast sagt sundurleita austurrísk-ungverska ríki síðan 1848. í Frakklandi hélt íhaldssamur gamall þingræðissinni, Emile Loubet, um stjórnartaumana, og Viktor Emanúel varð konungur ftala, hinn þriðji með því nafni. Kína var allmjög farið að ókyrrast undir keisaraætt Mansjúa, og vest- rænir heimsvaldasinnar fóru á kreik til að tryggja „hagsmuni" sfna á strandhéruðum landsins og víðar. Japan var þá þegar farið að láta á sér kræla og varð stórveldi !. fremstu röð í fyrsta sinn 1904—05, er það barð- ist við Rússo ttj jiustaði pá til sem rækilegast. Að vfsu var heimurinn ekki alveg vandræðalaus á fyrstu árum ald- arinnar, en þau vandræði voru öll í heldur smáum stíl og mjög svo viðráðanleg. Ameríka og Evrópa voru báðar gagnteknar Ijúfri bjart- sýni, sem byggðist, á skynsemdarhugmyndum nftjándu aldarlnnar. Stéttir þær, er völdin höfðu, bjuggu við auðsæld og gnægð sér- réttinda og umgengust þá fátæku af kristilegum bróðurkærleika, ef þær skiptu sér þá nokkuð af þeim. Stoðir hinna kapitalísku samfélaga virtust óhagganlegar, og byltingarsinna ráku allir af höndum sér sem hverja aðra síðhærða sérvitringa. Nú hefur þessi frumstæða og afskekkta gamla veröld verið nær algerlega þurrkuð út og á sér engrar afturkomu von. Ný félagsleg, pólitísk og efnahagsleg öfl hafa af gagngerðum og yfirgripsmiklum ofstopa máð út af töflunni allt hið forna letur. Stofnanir, erfðavenjur, ■siðir, kóngar og heimspekikerfi hafa gufað upp. Hvernig? Hvers- vegna? Svaranna ber að miklu leyti að leita hjá hinum gífurlegu vfsinda- sigrum þessarar aldar, pólitískri þróun og óbugandi löngun karla og kvenna hvarvetna til bættra Iffskjara. Tuttugasta öldin er fjarri því að vera lík þeirri nítjándu eða nokk- urri annarri. Á þessari öld hefur fleira nýtt komið fram en á öllum öðrum öldum til samans. Fátt manna trúir nú á skipulegan framgang orsaka og afleiðinga; enn færri trúa á meðfædda gæzku mannsins og að framfarir séu óhjákvæmilegar. Öryggið er horfið. Tfmarnir ein- kennast af hártogunum, efasemdum og ógleði. Vísindi, tækni, listir, arkitektúr, tónlist og bókmenntir — allt þetta hefur öðlazt nýtt gildi, og vfða geisa byltingakenndir stormar. Engin öld hefur verið svo auðug sem okkar; auðug sérstaklega af fjölbreytni og umskiptum. Við höfum stigið niður úr hestvagninum og svifið í gervitunglum langt út f himingeiminn. Við höfum séð Iffs- kjör fólks og menntun taka þeim framförum, að erfitt er að aera sér slíkt í hugarlund. Okkur hefur líka farið fram — ef hæqt er að taka þannig til orða í þessu tilfelli — í vígtækni: f stað riddarallðs f skar- latsrauðum úníformum eru nú vetnis- oa atámbombur ’áhrifompst stríðstækja. Aldrei fyrr í sögunni hefur verið möau'eiki á bvrf að svfða mestallan hinn þekkta heim í kaldakol á fáeinum m'nútöWi m-'* b-,f einu að styðja á takka — eða kannski tvo takka, annan hiá okkur. hinn hjá þeim. Þessi blessaða öld okkar hefur orðið að bola mestu efnahaashrun og hroðalegustu kreppur, sem söqur fara af °n hún "■'tiir ifko stút að af meiri efnalegum framförum en nokkur önnur Auk h°ss n- auðæfunum nú jafnar skiot en nokkurnt'mn áður. há h°fu-- hocd sama öld litið þriár meiriháttar stiórnarbvltieonr _ há kfovmríi,,, (1911), þá mexfkönsku (1910) og þá rússnesku (1917! ouk tvonnia mestu styrjalda sögunnar. Einnia hefur hún s-fft h~imm« r stæðar fylkingar tveggja hugsiánakerfa oa ólúsne'p'-o vWtmk fú'«-.r leg öfl losna úr læðingi. Kvenfólkið hefur verið 'evst úr á«auð" nn negrarnir láta æ meira að sér kveða. Ofbeldi, umrót, ófarir, örvænting — þetta allt markar svip aldar- innar okkar, en það gera Ifka góðar vonir og frelsi f rfkum mæll. Erfitt er að gera sér f hugarlund allar bær framfarir, sem orðið hafa f heilbrigðismálum, félagsmálum, samgöngu- og flutningatækni. frels- un þjóða, verkalvðsmálum oa í hverri qrein vfsindanna Framar ö'lu hefur þetta verið öld árekstra umskinta oa 'ausnar úr ánauð Hvprt sem litið er rís alþvðan aean arðráni oa kr°fst rfflparl h'utar af þjóðartekiunum. Vel má brúka menn sem mælikvarða alda þeirra, er þeir lifa á, og á tuttugustu öldinni hefur enginn hörgull verið á stórbrotnum körlum og konum. Við getum sem bezt nefnt nokkur nöfn af handa- hófi: Theodore Roosevelt, Georges Clemenceau, David Lloyd George, Sún-Jat-sen, Eleanor Roosevelt, J. M. Keynes, Dag Hammarskjöld, Eamon de Valera, Jawaharlal Nehru og að minnsta kostl þrjá páfa, þá Leó þrettánda („verkamannapáfann"), Pfus tólfta og Jóhannes tuttugasta og þriðja. Við höfum átt sagnfræðinga eins og Oswald Spengler, svikara á borð við Pierre Laval og pfslarvotta eins og til dæmis Roger Casement. Við höfum eignazt velgerðarmenn (Alfred Nobel, Rockefellana), laun- ráðabruggara (Franz von Papen), heimspekinga (John Dewey, Bertrand Russell), föðurlandsvini (Joseph Pilsudski, Kemal Ataturk). Við höf- um eignazt ósköpin öll af herforingjum (Foch, Ludendorff, Smuts, Rommel, Patton), einræðisherrum (Jósef Stalín, Benito Mussolini, Juan Perón), og hetjum af ýmsu tagi (Kitchener lávarð, Albert Belgakon- ung, Hindenburg, Arabíu-Lárens, Charles A. Lindbergh, Haile Selassie, Douglas MacArthur). Á þessari öld lifðu Ifka og unnu menn á borð við Igor Stravinsky (fæddur 1882), Pablo Picasso (fæddur 1881) og James Joyce (1882— »«•9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.