Vikan

Tölublað

Vikan - 25.03.1965, Blaðsíða 16

Vikan - 25.03.1965, Blaðsíða 16
1. hluti af þæm Hér hefst ný framhaldssaga - frumverk Sig- ríðar Gísladóttur frá Vík - ómenntaðrar alþýðu- konu, sem nú hefur á efri árum látið undan ævi- langri iöngun sinni til að skrifa skáldsögur. Ef- laust má deila um ýmis atriði í sambandi við gerð sögunnar, en hún er spennandi, atburða- rásin hröð og létt og það eru engir dauðir blett- ir. Sagan er risin upp úr rótgrónum og ósvikn- um íslenzkum jarðvegi og skrifuð með hinu lif- andi tungutaki alþýðunnar. Hún segir frá sam- drætti Jónhildar í Skarði og Guðmars á Bakka og rekur síðan æviþráð þeirra gegnum þykkt og þunnt svo og þeirra, sem eiga sín rök í þeirri fléttu. Sigríður Gísladóttir frá Vík mun tvímælalaust setjast á bekk með þeim konum, sem vinsæl- astir rithöfundar eru með íslenzkri þjóð. 1. KAFLI Guðmar á Bakka trú- lofast nauðugur Guðmar á Bakka gekk ofan fyrir túnið á nýju fínu brydduðu kúskinnsskónum sínum. Þeir voru svo sem komnir í sveitina þessir nýju finu blánkskór frá kaupmanninum í verzluninni í kaupstaðnum en henni móður hans Guðmars fannst óþarfi að vera að spránga um á svoleiðis skóm og henda þá húðunum af kúnum. . Guðmari var þúngt í skapi. Hann hafði alltaf vonazt til að fá hana Siggu litlu i Skálum fyrir konu, þeim liafði alltaf komið svo dœmalaust vel saman og hún liafði verið svo góð við hann i skólanum þegar hinir krakk- arnir voru að stríða honum á því að hann vœri með rauðan lubba og útstandandi eyru og tennur sem náðu út úr munnin- um og kónganef. Hann fermdist árið á undan henni og hún var ósköp falleg í skautbúningnum hennar mömmu sinnar, sem mátti varla minni vera því Sigga var töluvert þrýstin stúlka. Þegar þau gengu úr kirkjunni gat hann rétt skot- izt til þess að óska henni til ham- ingju en ekkert talað við hana þvi Jónhildur á Skarði hékk i hinni hendinni á honum og þrá- bað hann að lofa sér að koma á bak honum Blesa sem var allra hesta beztur rauður með hvíta blesu. Það hafði einhvernveginn allt- af verið svo að Jónhildur hafði hángið í annarri hendinni á honum þegar hann ætlaði að rétla Siggu hina. Og eftir að hinni stuftu skólagöngu þeirra lauk hafði Jónhildur steinhætt að stríða honum og það lá við að hún væri alls staðar þar á svcimi sem hann bar yfir þegar hann fór út fyrir túngarðinn. Það var svo sem allt í lagi þvi Jónhildur var lagleg stúlka og allt öðru visi en Sigga sem var fremur lág og þungbúin og alltaf róleg og óumbreytanleg því Jón- Eftir Sigríði Gísladóttur frá Vík ■ hildur var grönn og hávaxin og alltaf á ferð og flugi úr einu i annað. Og Sigga sagði lionum aldrei að gera neitt og bað hann aldrei um neitt og það gerði Jónhildur ekki, heldur íaði hún einhvern veginn þannig að því að honum hálf fannst hann helzt verða að gera það. Hann hafði heldur aldrei al- mennilega komið sér að því að tala hreint út við Siggu um það hvort hún vildi nú ekki eiga sig því það hafði einhvernveg- inn alltaf artað sig þannig að þegar hann fór út að Skálum á þeim tima sólarhrings sem helzt var von um að finna Siggu í einrúmi slóst Jónhildur alltaf í för með honum því hann varð annað hvort að fara um túnið á Skarði eða fyrir ofan bæinn uppi á holtinu og það var ein- mitt sama leiðin og Jónhildur fór sjálf þegar hún fór út að Skálum og einhvernveginn liafði honum ekki tekizt að liitta á að skreppa út eftir að kvöldlagi eða á sunnudegi svo að Jón-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.