Vikan - 25.03.1965, Blaðsíða 18
Læknaskýrslan
um Kennedy-morðiö
var brennd
Hugh Trevor-Roper, sem er þekktur brezkur vísindamaður og pró-
fessor í nýsögu við Oxford, hefur nú gengið í lið með þeim mörgu
vafamönnum, sem hafa álitið að eitthvað skuggalegt sé í sambandi
við morðið á Kennedy forseta. — og i sambandi við skýrslu Warren-
nefndarinnar. Það er vart hægt að skýrgreina umsögn hans sem ósk
um að hafa sérstök áhrif á almenningsálitið, né sem eigin auglýsingu.
Það var einmitt Trevor-Roper, sem rannsakaði dauða Hitlers, sam-
kvæmt ósk Brezku upplýsingaþjónustunnar, og var síðan höfundur að
skýrslunni, sem kölluð var „Síðustu dagar Hitlers".
Nú hefur Trevor-Roper ritað grein í enska stórblaðið Sunday Times,
þar sem hann ræðst heiftarlega á Warren nefndina, sem átti að rann-
saka morð Kennedy. Hann vísar ekki öllum niðurstöðum á bug að
vísu, en álítur að trúgirni og gagnrýnisvöntun nefndarinnar á öllum
sönnunargögnum sé furðuleg, og sú staðreynd að nefndin lét undir
höfuð leggjast að beina áríðandi og þýðingarmiklum spurningum til
FBI og Dallaslögreglunar, gerir starf hennar að hálfkáki. Á bak við
reykjarmökk af óviðkomandi staðreyndum, blasir enn við það verk-
efni óleyst, að sanna að Lee Oswald hafi framið verknaðinn, segir pró-
fessorinn.
Trevor-Roper finnst það t. d. vægast sagt einkennilegt að þegar lög-
reglan yfirheyrði Oswald í tólf tima samfleytt, hélt hún enga dagbók,
en það er jafnan gert við ómerkilegustu smáglæpi. Getur það verið að
skýrslur um yfirheyrslurnar hafi verið eyðilagðar? spyr hann. Á svip-
aðan hátt hvarf læknaskýrslan, þar sem skýrt var frá því að skotin
hefðu komið framan á forsetann. Það var dr. Jones Humes við Park-
landssjúkrahúsið, sem brenndi henni.
Trevor-Roper bendir einnig á það, að þrátt fyrir langar yfirheyrslur
hafi Jack Ruby ávalt neitað því að skýra frá því hvernig hann hafi
kornizt inn í lögreglukjallarann, þar sem hann skaut Oswald. Fyrst
„mörgum dögum“ síðar mundu þrír lögregluþjónar eftir þvi að þeir
höfðu séð hann fara inn I kjallarann um hliðardyr. Ruby féllst strax
á þessa skýringu og hefur haldið fast við hana síðan.
Hörðust verður gagnrýnin hjá Trevor-Roper i sambandi við aðal-
vitni nefndarinnar, sjónarvottinn Howard Brennan. Hann segist hafa
séð Oswald skjóta út um glugga á sjöttu hæð og skýrði lögreglunni frá
þessu nokkrum mínútum síðar. Það var lýsing Brennans á morðingj-
anum, sem varð til þess að hann var tekinn höndum. Trevor-Roper segir
að lýsingin hafi verið allt of ófullkomin til þess að þekkja manninn
og alls ekki nógu skýr til þess að lögreglumaðurinn J.D. Tippit hefði
þekkt Oswald af henni, elt hann og reynt að taka hann fastan.
Gátan verður enn þokukenndari, segir Trevor-Roper, þegar það
kemur í ljós, að lögreglan lét alls ekki rannsaka herbergið þar sem
Oswald var á sjöttu hæð, fyrr en nokkru síðar að húsið var allt rann-
sakað. Hvernig stendur á þvi, segir prófessorinn, að lögreglan lét elta
„manninn i glugganum", samkvæmt lýsingu, en lét það vera að skoða
herbergið þar sem hann stóð með byssuna?
Johnson var mað
Bandaríska vikublaðið TIME, sem
gefið er út í um 2,5 miljónum ein-
taka, velur ó hverju óri „Mann órs-
ins". Það kom ekki alveg á óvart
að maður ársins 1964 var Lyndon
B. Johnson, enda hefur TIME ávalt
haft dálítinn veikleika fyrir forset-
um Bandaríkianna.
Ástæðurnar fyrir vali Johnsons
eru gefnar upp — með örlitlum
kýmniblæ — þannig: „Allt frá þeim
nóvemberdegi að hann upplýsti að
hann héldi á kyndli „sömu stefnu
og áður hafði verið framkvæmd",
þar til þann nóvemberdag að hann
vann stærsta kosningasigur í sög-
unni, var það hans ár."
Það er álitin eftirsóttur heiður
að lenda á forsíðu TIME, sem mað-
Það er álitinn mikill heiður að komast
á forsíðu TIMES, sem „Maður ársins"
Andantcggír d biðilsbaxain
Endur eru uppáhaldsdýr Reyk-
vikinga, ef dæma má eftir þeim
vinsældum, sem þær hljóta á tjörn-
inni hjá okkur. En endur kunna
því miður ekki að tala, og það
hefur valdið margskonar mis-
skilningi milli þeirra og manna —
eða annarra dýra, sem kunna held-
ur ekki að tala, eins og t. d. þýzku
svananna forðum — svo að það
væri kannske ekki úr vegi að við
reyndum að skýra málið dökunar-
lítið.
Jú, endur hreyfa sig á mismun-
andi máta. Stundum stinga þær sér
á kaf til að ná í fæðu. Stundum
stinga þær sér á kaf, bara til að
baða sig. Stundum stinga þær sér
af eintómri hræðslu við blessuð
börnin, sem eru að „grýta" þær
með brauðmolum.
En svo eru aðrar hreyfingar,
sem gaman væri að sjá og þekkja.
Þær hreyfingar eru aðeins fram-
kvæmdar á þeim tíma, þegar stegg-
urinn og öndin eru að draga sig
saman, og trúið þið mér: Það eru
alveg sérstakar hreyfingar. Og það
er ekki sama hver öndin er —
hvað hún heitir, eða af hvaða
stofni hún er. Það er t. d. algjör-
lega tilgangslaust fyrir stokkand-
arstegg að „stíga í vænginn" við
sefönd. Og húsöndin hneigist aldr-
ei að toppönd. Það er aldeilis úti-
lokað. Náttúran hefur séð svo um.
Og það er ekki bara vegna þess
að toppöndin er öðruvísi í útliti
en t. d. seföndin. Nei, nei. Það er
vegna þess að toppöndin hagar
Jg VIKAN 12, tbl.