Vikan

Tölublað

Vikan - 25.03.1965, Blaðsíða 50

Vikan - 25.03.1965, Blaðsíða 50
«<<«««« <««< <«««««-«««««« fallegar sisléttar gardinur Gardisette hefir alla kosti: * Ljós og sólekta * Síslétt * Teygist ekki * Auðvelt í þvotti * Krumpast ekki * Auðvelt að sauma * Mölvarið * Lítur út sem nýtt árum saman * Dregur ékki í sig tóbaksreyk * Einstæð ábyrgð: Verksmiðj- an ábyrgist yður fuilar bætur fyrir hvern meter, ef Gardisette gluggatjöld krumpast eða þurfa straujun. ® = ng. vanmarii <<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<< < < <•<-<<<•<<«<<<•< «■«««««<«■«■««-<«-<« <«<■ <■<■<-<-<■ Skemmtilegur matur á virkum dögum GRÆNKÁLSSÚPA 2 gulrætur, 2 púrrur, 3 litlar kartöflur, 1 sellerístöng, 125 gr. grænkál, salt, smjör og hveiti í smjörbollu. Allt grænmetið soðið í 1 y4 1. vatns og skorið í smábita. Súpan jöfnuð upp með smjörbollunni, salti bætt í og soðin í 5—6 mín. Þá er grænkálið saxað fínt og sett saman við. KARTÖFLUGRATIN Gerið kartöflustöppu úr 1 kg. af kartöflum, hrærið þar í 2 egg og kryddið með salti, pipar og svolitlu múskat. Sett 1 smurt gratínfat og bakað við 200 gr. hita í ca. 12 mín. Á meðan eru 4—5 pylsur soðnar, skornar í sneiðar og lagðar ofan á gratinið. Raspi stráð yfir og bræddu smjörlíki hellt yfir allt og bakað áfram þar til raspið er ljósbrúnt. Tómatsósa borin með. LÚÐA MEÐ SPÍNATI 0G OSTI 750 gr. lúða, smjörlíki, hveiti, rjómi, rifinn ostur, spínat, tómatar, rasp. Notið soðið af lúðunni til þess að jafna upp sósuna, sem gerð hefur verið úr smjörinu og hveitinu, en jafnið hana síðast upp með svolitlum rjóma. Spínatið soðið í litlu vatni eða gufusoðið í nokkrar mínútur og lagt á botninn 1 eldföstu móti. Fiskurinn brotinn i smástykki og lagður þar á og ofan á hann tómatsneiðar. Rifinn ostur settur í sósuna og henni hellt yfir fiskinn, raspi stráð yfir og smjörlíki sett efst. Bakað í 15 mín. í meðalheitum ofni. LIFUR MEÐ RAUÐVÍNI Lifurin skorin í fingurþykkar sneiðar, velt upp úr hveiti og papriku og steikt með lauksneiðum í smjöri á pönnu. Lifurin tekin af pönnunni strax og hún er gegn steikt, sömuleiðis laukurinn, en á pönnuna er sett svolítiö rauð- vín og dálítill rjómi og látið sjóða andartak. Lifurin má ekki standa lengi, svo að hún hætti ekki að vera stökk. Kartöflustappa er góð með þessu. Auð- vitað verður þetta enginn hversdagsréttur, ef kaupa þarf rauðvínið sérstak- lega. En ef til er slatti í flösku, er útlátalítið að setja svolítið af því, en það bragðbætir réttinn ótrúlega mikið. SlLD r KARRÝ Síldarflökum er rúllað saman og soðin með ediki, lárviðarlaufl og heilum pipar og salti. Sósa er bökuð upp af smjörlíki og hveiti og jöfnuð með síldar- soðinu, sem áður hefur verið síað, en með smjörlíkinu er soðinn laukur og hafður í meðan sósan er jöfnuð. Karrý sett í eftir smekk og sósunni hellt yfir síldarflökin. Laussoðin hrísgrjón borin með. 5Q VIKAN 12. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.