Vikan - 25.03.1965, Blaðsíða 4
KÁPUR- KÁPUR
* VETRARKÁPUR
* VORKÁPUR
* REGNKÁPUR
* KULDAÚLPUR
* FERMINGAR-
KÁPUR
* HATTAR
* HANZKAR
* SOKKAR
ÁVALLT UNG
^AN^ASItR dag krem
Hi-ukkur myndast á daginn. Þær myndast vegna þess,
að hörundið fær ekki nægan raka. Daglega verður hörundið
að þola veðurbreytingar, regn, vind, sólskin og kulda.
Það er því hlutverk dagkremsins að vernda andlitið
og hálsinn og mynda holla undirstöðu fyrir það make up,
sem hentar hörundinu. LANCASTER dagkrem
er til fyrír allar húðgerðir og þér qetið valið um 6 mis
munandi liti.
^AN^ASILR
£ VIKAN 12. tbl.
ÚTSÖLUSTAÐIR. —
REYKJAVÍK: Tibrá,
Gjafa- og snyrtivörubúðin,
Orion, Holts-Apótek, Tjarnar-
hárgreiöslustofan. —
AKUREYRI: Verzlunin Drifa.
PATREKSFIRÐI: Verzl. Ó.
ÓNÁKVÆMNI í NÝJU
KENNINGUNNI
Kæra Vika.
Vegna greinar þeirrar sem
birtist í Vikunni fyrir skömmu
eftir Gísla Halldórsson, verkfræð-
ing, langar mig til að nefna
nokkur atriði sem mér fannst
mishöndluð í þeirri grein. Það
sem mér fanhst sárast um er,
hve ónákvæmar þær tölur eru
sem voru birtar þar um „okkar
eigin“ vetrarbraut.
Þvermál hennar mun vera um
það bil 100.000 ljósár eða ca.
946.080.000.000.000.000 km. og
þykkt hennar um mðiju er milli
1/10 og 1/20 af þvermálinu í
stað 1/5, (samkvæmt George
Gamow, 1962). í henni eru um
40 þúsund milljón einstakar sól-
ir eða sólkerfi (í stað 10 þúsund
milljón). Einnig má bæta því
við að sólkerfi vort snýst einn
hring í vetrarbrautinni á um það
bil 200 milljón árum, en þar eð
vetrarbrautin er að minnsta
kosti 5 billjón ára gömul, hefur
sólkerfi vort farið um 25 hring-
ferðir (mætti þá segja að „heim-
ur“ okkar sé 25 sólkerfisára að
aldri). En nóg um það.
Vildi ég að lokum ræða nokkr-
um orðum um kenningu Gísla,
sem mér virtist skrýdd þvílíku
rósamáli að líklega hafi mörgum
þótt nóg um. Það er engu líkara
en að höfundur sé að hilma yfir
einfaldleika tilgátu sinnar þegar
hann með ótrúlegu orðskrúði
leggur sig í lima við að lýsa
hvaða skilning mætti „e.t.v.“
leggja á „alþýðlegan hátt“ í af-
stæðiskenningu Einsteins o.s.frv.
Vissulega ber þessi tilgáta um
eðli alheimsins skírt vitni um
frjálslega hugsun og djarft
ímyndunarafl en þó er ekki hægt
að segja annað en að hún sé
vanhugsuð að mörgu leyti.
Tökum t.d. dæmisöguna um
sleðamennina A, B og C, sem
tákna skulu vaxandi fallhraða
vetrarbrautanna að sameigin-
legum þyngdarpunkti sínum. Hér
stendur jú allt heima sem Gísli
segir. Sleðamanni ,,B“ virðist
„A“ og „C“ fjarlægjast sig með
hraða sem er proportional við
vegalengdina til þeirra. En vend-
um nú okkar kvæði í kross, þann-
ig að við bæturn fjórða sleða-
manninum inn í dæmið. Við
setjum hann af stað á sama tíma
og „B“ (fjarlægðin á milli þeirra
skiptir hér auðvitað engu máli).
„B“ og „D“ myndi báðum virð-
ast sem þeir héldu sömu afstöðu
gagnvart hvor öðrum (sem þeir
gera) en það er þó staðreynd að
allar vetrarbrautir sem við sjá-
um í öllum áttum virðast geysast
burt frá okkur í alllar áttir. Af
þessu sjáum við að vetrarbraut-
irnar geta ekki verið að falla að
sameiginlegum þyngdarmið-
punkti, nema að þær falli í tvær
áttir um leið, en satt að segja
get ég ómögulega samlagað það
eðlisvitund minni. Og finnst mér
þá kenningin endast skammt þeg-
ar farið er að brjóta hana til
mergjar.
Vil ég hér ljúka máli mínu
og leggja jafnframt fram þá ósk
mína að þið gerðuð Vikuna eigu-
legri með því að birta fleiri slík-
ar greinar lesendum til gagns og
gamans.
Ronald Ögm. Símonarson.
SORGLEGA LÉLEG AFKOMA.
Svar til 25 ára húsmóður norð-
ur í landi.
Okkur fannst bréf þitt svo at-
hyglisvert, að við munum síðar
birta það í heild sem grein í blað-
inu. Þú ert að vonum örg yfir
þeim lífskjörum, sem ykkur eru
búin: Bóndinn vinnur myrkranna
á milli og umgengst þig og börn-
in harla lítið. Samt gefur allt
þetta strit svo lítið í aðra hönd,
að þið hafið aðeins keypt ykkur
eitt borð, en engin heimilistæki
né yfirleitt annað það, sem nú
cr talið sjálfsagt. Þú hefur hvorki
fengið þér föt né íarið neitt og
kvartar yfir því að vera vina-
laus manncskja. Þú varpar fram
nokkrum spurningum og í raun-
inni er bréfið spurning í einu
lagi. Spurning um það, hvers-
vegna lífskjör ykkar þurfi að
vera svona bágborin. Það vill svo
til að ég þekki allvel til sveita-
starfa og veit, að þessi vinnu-
tími mannsins þíns nær ekki
nokkurri átt með þessu búi, sem
þú talar um. Annaðhvort er hann
svona afskaplega seinvirkur þó
hann sé hraustmenni eða þá að
hann vinnur sér svona erfitt með
skipulagsleysi. Svo er það líka
staðreynd, að menn gera alltaf
það sem þeir vilja. Maðurinn
þinn vill einfaldlega fremur vera
úti við að einhverju stússi en inni
í bæ lijá ykkur. Og þú þarft ekki
að segja mér, að það væri ekki
hægt að koma upp dieselrafstöð