Vikan

Tölublað

Vikan - 25.03.1965, Blaðsíða 33

Vikan - 25.03.1965, Blaðsíða 33
hann gerði, jaínvel þegar hann braut áiana af kartöflunum. Mömmu mundi ekki leiðast ef hún væri hér og hjálpaði til í stað þess að hanga heima iðjuiaus á daginn, hugsaði ég og fann mér til furðu, að ég hafði gleymt henni um stund. Við vorum öll þreytt og skítug, þegar við héldum heim um kvöldið og Brói litli var moldugur kringum munninn. En mamma var ekki kom- in. Aætlunarbíllinn kom, án þess að stoppa hjá garðshliðinu og Ragnar virtist ekki geta fest hugann við bók- ina, sem hann var að lesa. Brói var sofnaður og svaf vært í rúminu sínu, en ég vildi ekki hátta. — Ég hátta ekki fyrr en mamma kemur," sagði ég þrákelknislega þegar Ragnar spurði og hann skipti sér ekki af mér meir. Hann var búinn að ganga frá I eldhúsinu og setja heitt kaffi á hita- könnuna á borðinu, nú biðum við bæði eftir mömmu. Hún hafði oft verið úti heilar nætur, þegar við vorum í Reykjavík og ég hafði alltaf farið að sofa áhyggjulaus í þeirri fullvissu að hún kæmi heim áður en langt liði. Þar átti hún heima. Hér undir hún sér ekki, ég ekki heldur, og nú kom hún ekki. Ég stóð út við gluggann og horfði niður veginn í þeirri von að sjá bíl koma. Enginn kom. Gagnsætt rökkur maínæturinnar seig yfir; það var komið vor og fuglakvak heyrðist fyr- ir utan. Ragnar stóð á fætur og lagði frá sér bókina. Hann fór í jakkann, setti pípuna í vasann og virti svo fyrir sér andlit mitt. — Ég fer og sæki mömmu þína, sagði hann, farðu að sofa, ég sendi Ágústu gömlu til að vera hjá ykkur. Svo heyrði ég bílinn ræstan, það lét hátt í honum þegar hann rann úr hlaði. Ágústa gamla kom og hreiðraði um sig í hægindastól með prjónana sína. Hún fjasaði eitthvað um bjánaskap og undarlegt hátta- lag, en ég heyrði það ekki. Ég fann það nú, að ég var syfjuð og þreytt og ég sofnaði um leið og ég lagði höfuðið á koddann. Ég vaknaði við eitthvert hljóð og ætlaði að setjast upp og athuga, hvort mamma væri komin, en hætti við það á síðustu stundu. Einhver var að gráta. Það var mamma. — Þú ert svo leiðinlegur, sagði hún, svo drepandi, andskoti leiðin- legur. Hún snökti hátt og þegar ég ikíkti varlega uppundan sænginni, sá ég að hún lá í öllum fötunum og imeð skóna á fótunum í kuðung uppí rúminu. Ragnar kom til hennar og tók af henni skóna — settist síðan hjá henni á rúmið. — Þú hugsar miklu meir um belj- urnar þínar en mig, sagði mamma reiðilega, ég get ekki verið hér lengur, heyrirðu það? — En börnin, spurði hann, ertu Ibúin að gleyma því? Hún anzaði engu og hann klæddi hana úr föt- Unum þar sem hún lá, slökkti síðan Jjósið og lokaði hurðinni. Ég skalf af kvíða undir sænginni. Þetta var allt kerlingunni að kenna, sem ætlaði að taka okkur frá mömmu. Okkur hafði alltaf liðið vel þangað til, öllum; nú var allt ómögulegt og engin lausn virtist sjáanleg. Mig dreymdi illa þegar ég loks sofnaði og morguninn eftir fór- um við öll seint á fætur. Ég reyndi að fá mömmu út með mér; ég ætlaði að sýna henni garð- inn minn, en hún sagðist ætla að sjá hann seinna. Nokkra daga undi mamma sér við að sauma út í dúk, sem hún hafði keypt sér í ferðinni og svo var allt í einu komið sumar. Ragnar sló túnið og við Brói veltum okkur í ilm- andi heyinu, þegar það fór að þorna. Þvílík ósköp af heyi. Mamma kom út á tún með hrífu og Ragnar sýndi henni, hvernig hún ætti að halda á henni. Ég sá mér til furðu, að þetta þótti mömmu gaman og hún fór úr blússunni til að nota sól- skinið. Hún var orðin svo sólbrennd um kvöldið, að förin eftir hlírana á brjóstahaldaranum hennar voru eins og hvít strik á öxlum hennar. Góða veðrið hélzt, og mamma ar farin að vera aðeins í sundbol úti á túní, stundum lá hún á teppi og las í bók eða lék sér við Bróa litla og glaðlegir hlátrar hennar heyrðust nú sem fyrr. Ég hoppaði af ánægju; nú var mamma aftur orðin sjálfri sér lík. Ragnarvar hjáhenni hverja stund, sem hann hafði aflögu og þau virt- ust ánægð hvort með annað. Þang- að til laxveiðimennirnir komu. Það var sumarbústaður við tún- girðinguna og áin rann rétt neðan við túnið. Ragnar átti ána, en hafði leigt hana og nú komu þrír menn og settust að í kofanum. Einn var lítill með gleraugu og mér leizt vel á hann, líka þann feita sem virtist alltaf vera að brosa að einhverju. Það var aðeins þessi svarthærði burstaklippti, esm ég fékk strax illan bifur á. Mömmu geðjaðist vel að svarthærðum mönnum og öllum mönnum geðjaðist vel að henni. Þeir komu allir upp túnið og heils- uðu Ragnari, en skotruðu augunum til mömmu, þar sem hún lá á tepp- inu í skjóli við tjald sem hún hafði reist til varnar næðingnum, aðeins ! hvítum sundbol sem fór vel við brúna húðina. — Ætlarðu ekki að kynni mig fyr- ir konunni þinni, sagði sá bursta- klippti og ég sá hvernig hann horfði á lærin á mömmu. Þeir heilsuðu henni allir og ég sá, að svart hár háa mannsins var grátt í vöngunum. Þau töluðu um sumar- fegurðina þarna og hvað væri in- dælt að nota sumarið til útiveru og þau töluðu um laxveiðar. — Mig hefur alltaf langað til að reyna að veiða lax, sagði mamma; ég hef svo gaman af að ná því sem er erfitt. Þeir hlógu. — Þess vegna hefurðu náð í Ragn- ar, sagði sá svarthærði. Það var ákveðið, að mamma fengi tilsögn hjá honum við laxveið- ar. INNOXA HEIMUR FEGURÐAR f EINU ORÐI INNOXA CREAM SATIN (fyrir þurra og venjulega húð). INNOXA SATIN BLOOM (fyrir feita húð). ★ Nærandi. ★ Matt. ■yþ Þekur vel. db Fallegir litir. VEL SNYRT KONA VELUR INNOXA KRÓM húsgögn Hverfisgötu 82 Simi 21175 VIKAN 12. tbl. gg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.