Vikan

Tölublað

Vikan - 25.03.1965, Blaðsíða 7

Vikan - 25.03.1965, Blaðsíða 7
raeð festinpm alinntrf LE FLETCHER - SÖGULOK heppnast alltaf sitt hlutverk. Hann hló við. — Ef það getur orðið yður til nokkurrar hugg- unar, Madame, þá hataði tengda- móðir yðar yður ekki nærri því eins mikið og þér hélduð. Vissu- lega hataði hún yður, en ekki líkt því eins og þér hélduð. —- En þér getið ekki búizt við að halda þessu gangandi mik- ið lengur? — f Alpenstadt, Madame? Rödd hans var glöð og ósnort- in. — Nei, í nótt verður því lokið hér. Þér og frú Montgom- ery og frú Thorpe höfðuð þann heiður að vera allra síðustu við- skiptavinir okkar hérna í Alpa- fjöllunum, Madame. Við ljúkum tímabilinu mánuði fyrr en venju- lega. — Vegna Poul og mín? Jæja, það var alltaf huggun að vita það. Noessler hló. — Á vissan hátt, Madame. Þér breyttuð áætlun- um okkar hér í Sviss. En við flytjum bara. Það gætti stolts í rödd hans. — Við erum aldrei lengi á einu og sama hótelinu. Það gæti ef til vill dregið að sér athygli. Fyrra árið unnum við í Pyrenneafjöllunum. — Næsta ár verðum við í einhverjum öðr- um fjöllum. Fjöll eru svo vel fallin fyrir svona vinnu. Slysa- tilfellin, sjáið þér til, það er svo auðvelt að koma þeim fyrir þar .... Og þar eru líka svo margir einmanalegir skógarstígar fyrir leynileg stefnumót. Og mestur hluti starfsliðsins er alltaf úr héraðinu og þar eru allir jafn einfaldir. —Þér eruð sem sagt ekkert annað en einfaldur svikari, herra Noessler, eða heitið þér raun- verulega Noessler, og eruð þýzk- ur? Ég er -— tja, af blönduðum uppruna, Madame. Við skulum segja að ég sé Miðevrópumaður. — Heillandi. Og hve lengi hef- ur þessu farið fram? Alveg frá stríðslokum býst ég við. Og allar hinar óhamingjusömu mæður og ekkjur, sem misstu sína í sprengjuáráeum og fangabúðum. Þér gerðuð yður lista yfir þá. Og þér hafið rannsakað málin. Þér hafið sent út menn á borð við — ryksugusalann. Þið funduð upp brellur með smá persónulega hluti, eins og skólahring vesa- lings Russ? Oh — þetta er fyrir- litlegt. — Þetta krafðist mikillar vinnu, Madame. Verið svo væn að halda nú áfram. ■— Og þegar ykkur heppnað- ist að koma þeim út til Alpen- stadt, höfðuð þið út úr þeim pen- inga, háar fjárhæðir •— með lyg- um, fölsuðum vonum, sviknum aðstandendum og fölsuðum sím- tölum. Og þegar allir höfðu borg- að — dóu þeir. Þér sáuð til þess. Hann kippti kröftulega í reip- ið og þau gengu áfram. — Lofið mér að rifja upp hvernig þau dóu, sagði hún og röddin var að verða skræk aft- ur. Hún heyrði hvemig hún berg- málaði í gegnum þöglan skóg- inn. —■ Það var vesalings herra Simpson með soninn, sem fórst á hafinu. Fyrst var það svifbraut- in... svo þessi óstöðugi seglbát- ur, sem orsökuðu hjartaslag hans. Það var æskilegast, að fórnar- lömbin væm orðin nógu gömul og hrörleg. Og frú Montgom- ery... Kokkurinn reyndi að dansa jitterbug við hana svo hún fengi hjartaslag? Var það ekki? Og þegar það misheppnaðist þá drápuð þér hana. Guð veit hvern- ig. Og svo höfum við skyndilegt og upplýst dauðsfall móður Pouls. Eigið þér Modigliane mál- verkið hennar, herra Noessler, eða peningana fyrir það? — Þér hafið einskæran skiln- ing, Madame, en sumt er eki al- veg rétt. Hann hló og ljósið dans- aði á stígnum fyrir framan þau. — En gætið að því hvar þér gangið, fyrir alla lifandi muni. Beint fyrir framan okkur er við- vörunarskilti á götunni, þar sem stendur.. . — Verboten. já, ég veit mjög vel um það skilti. Áttuð þér líka kofann? Þennan fallega, þægi- lega litla kofa? — Já, sagði hann. Það var stytt upp. Það var orð- ið svalara í lofti og farið að gola. Og milli riðandi trjátoppanna sá Framhald á bls. 24. i HÁRKOLLUR HÁRTOPPAR ««-<«««« HÁRHLUTAR FYRIR DÖMUR OG HERRA. «-««<««** FLÉTTUR, BÆÐI EKTA HÁR OG NYLON. <-<-<-<<<<<<«•<•< VALKA OG HRING- IR FYRIR UPP- GREIÐSLU. <-<<««««« FYRIRSPURNUM SVARAÐ í SÍMA 24626. <«««««« G. M. BÚÐIN Þingholtsstræti 3 — Box 1133. ULTRfí+LflSH Mascara TIL AÐ LENGJA OG LENGJA ENNÞÁ MEIR SILKIMJOK AUGNAHAR. ULTRA*LASH er fyrsti augnháraliturinn sem Jengir og þéttir augnahárin án þess að gera þau stíf. Þessi einstaka efnablanda lengir án gerviþráða. Allt sem þér þurfið að gera er að bera ULTRA'LASH á með hinum hentuga TAPER-BRUSH sem byggir upp um leið og hann litar hvert augnhár. Ekkert auka erfiði og ekkert ergeisi út af gljáalausum og klístr- uðum augnhárum. ULTRA*LASH hleypur ekki í kekki, né skilur eítir klessur eða bietti. Þetta er fyrsta skaðlausa efnið sem lengir og þéttir augnhárin, þoiir vatn og er lyktarlaust. Sér- staklega auðvelt að hreinsa á nokkrum sekúnd- um með Maybelline Mascara Remover. Kemur í þrem góðum litum: VELVET BLACK, SABLE BROWN og MIDNIGHT BLUE. allfaf þaS hreinasta og bezta fyrir fegurð augnanna:

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.