Vikan

Issue

Vikan - 20.05.1965, Page 39

Vikan - 20.05.1965, Page 39
Toni gefur fjölbreytileika Sama stúlkan. Sama permanentið. Ölíkt útlit TONI lífgar og gerir hár yðar meðfærilegt. Gerir yður kleift að leggja og greiða hár yðar hvernig sem þér óskið. Heldur lagningunni. Sama permanentið heldur hvaða lagningu sem er. Hér eru þrjár ólíkar hárgreiðslur, sem eru grundvallaðar á einu Toni. En þér getið greitt yður á tugi mismunandi vegu. Um Toni — Aðeins Toni hefur tilbúinn bindivökva. Engin fyrirhöfn. Tilbúið til notkunar í handhægri plastik flösku. Vefjið aðeins hárið upp á spólurnar og þrýstið bindivökvanum í hvern lokk. þér munið öðlast fullkomið Toni. Engar krullur. Engir stífir broddar. Toni gerir hár yðar mjúkt og skínandi. Auðveldar hárgreiðsluna. Reynið Toni. stjórafrúarinnar, skal ég með ánægju taka að mér þennan á- byrgðarböggul þinn. Framhald í næsta blaði. FangaráS í flutninga- lest Framhald af bls. 19. bornar manneskjur fara með þig, þorparinn þinn, hrópaði Fincham og ruddist fram. Hann stökk á Oriani greip um háls hans með stórum höndum sín- um. Oriani galt í sama. Þetta var ójafn leikur. Hinir fangarnir horfðu spenntir á. Ryan ruddist í gegnum þvöguna, vafði handleggjunum um háls Fin- cams aftanfrá og sleit hann af and- stæðingi hans. — Þetta er nóg, yfirlautínant, sagði Ryan, um leið og hann kast- aði Fincham frá sér. Fincham hent- ist á fjórum fótum inn í hóp sam- fanga sinna. Síðan greip Ryan í handlegg Orianis og dró hann út um hliðið. — Ég hef nú tekið við stjórn hér, majór. Og eg banna yður að koma inn í búðirnar aftur, fyrr en ég geri boð eftir yður. Oriani gekk hægt burt, með ófor- skömmuðu kæruleysi. Ryan vaknaði snemma næsta morgun og gekk út til að teygja úr sér og fá frískt loft. Hann litað- ist um. Þetta gæti verið síðasti morguninn í PG 202. Það voru engir varðmenn í turn- unum. Þögnin varð allt í einu ógnandi. Ryan rannsakaði málið. Enginn varðturninn var mannaður. Hann hljóp í gegnum hliðið og mætti Falvi, sem einnig kom þjótandi, ó- rakaður, með ógreitt hár og ein- kennisjakkann flakandi. — Colonello! hrópaði hann. — Hvað hefur komið fyrir? spurði Ryan. — Hvar eru allir varð- mennirnir? — Það var það, sem ég ætlaði að segja yður, ofursti. í nótt hafa allir horfið, fyrirvaralaust. Ég er einn eftir. — Hvar er Battaglia ofursti? - Heima hjá sér í Domira. Hann er ekki kominn ennþá. — Hringið í hann og segið hon- um að koma. Ryan sneri aftur og vakti Finch- am. Sá bölvaði, þegar hann heyrði fréttirnar. Ryan skipaði honum að raka sig og koma síðan með sér til Battaglias ofursta. Battaglia var bæði ruglaður og áhyggjufullur. — Colonello Ryan, sagði hann dapurlega. — Ég veit ekki, hvernig ég á að biðjast afsökunnar á hegð- un manna minna. Að fara svona án fyrirmæla! Ég skammast . . . — Oriani kom þeim til að slást í lið með Þjóðverjaskröttunum, sagði Fincham. — Við getum ekki fullyrt það, sagði Ryan. — Ofursti, þér verðið að reyna að afla yður upplýsinga um málið. En látið engan vita, að þér hafið ekki menn til að standa vörð um okkur. Ég ætla að klæða nokkra af mönnum mínum í ítalska einkennisbúninga og setja þá í varðturnana. Þegar þeir komi aftur inn í búð- irnar, voru hinir vaknaðir og veltu því fyrir sér, af hverju enginn varð- maður sæist. Ryan valdi nokkra menn sem hann taldi sig geta treyst og sendi þá að sækja ítalska ein- kennisbúinga. Síðan setti hann þá á vörð með strengilegum fyrirmæl- um um, að enginn mætti yfirgefa svæðið. — Við förum héðan um hábjart- an dag. Undir eftirliti fangavarða, sagði Ryan. — Undir eftirliti? — Undir eftirliti okkar manna í ítölskum einkennisbúningum. Svo tökum við Favli með. Verði hann spurður, getur hann sagt Þjóðverj- unum, að hann ætli með okkur lengra norður eftir. Síðari hluta dagsins kom Bostick til Ryans, í broddi fjögurra liðs- foringja. Þeir voru allir einbeittir á svip. — Við höfum áætlun um að fara í gegn til okkar manna, sagði Bost- ick. — Ég skil. Hvað um hina níu- hundruð og eitthvað? — Þetta er okkar áætlun, sagði Bostick herskár. — Hver og einn, sem vill komast héðan, verður að finna sína áætlun. — Hvað svo? — Við höfum sparað og sdfnað súkkulaði og kexi og þurrkuðum ávöxtum um langan tíma. Við höf- um nóg til nokkurra daga. Og við höfum kort. Við björgum okkur. — Og ef Þjóðverjar taka ykkur? Bosticé yppti öxlum. — Ja — það verður okkar maga- verkur. — Og okkar, kapteinn. Verðið þið teknir í nánd við búðirnar, stofn- ið þið okkur öllum í voða. Sjáið þið ekki, að Þjóðverjarnir myndu VIKAN 20. tbl. gg

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.