Vikan

Tölublað

Vikan - 05.08.1965, Blaðsíða 6

Vikan - 05.08.1965, Blaðsíða 6
Zanussi heimilistækin eru árangur af löngu samstarfi og rannsóknum tæknifræðinga og skipulagsfræðinga á þörfum heimila og núsmæðra, ásamt áralangri reynslu á fjölmörgum sviðum tækninnar. Hin sívaxandi sala á Zanussi heimilistækjum hér á landi sýnir að það er óhætt að treysta hinum þroskaða smekk og gæðamati íslenzkra húsmæðra. SPARIFÖT EÐA VINNUGALLI. Póstur sæll! Um daginn skrifaði einhver fávís heiðursmaður í blaðið og reynir að gera lítið úr kaupstaða- unglingunum, þegar þeir fara á sveitaböll. Skyldi þessi maður nokkurn tíma hafa komið á sveitaball? Ég held, að hann ætti að athuga, hvað hann er að fara, áður en hann fer að kasta skít að öðrum. Hann talar um, að við kaupstaðaunglingarnir kom- um í vinnufötum á þessa dans- leiki. Það er alveg satt, við ger- um það. En þegar menn fara í ferðalög, fara þeir vanalega ekki í sitt bezta stáss, heldur taka fram klæðnað, sem þægilegt er að ferðast í og þessi heiðursmað- ur segir, að flokkist undir vinnu- föt. Ætli hann sé alltaf klæddur í kjól og hvítt, þegar hann bregð- ur sér úr bænum? Svo segir hann, að prúðbúnir sveitaunglingar hafi ekki frið fyrir okkur. Þetta er alger markleysa og þvætting- ur. Hann ætti bara að sjá, hvem- ig sveitavargurinn hagar sér þarna. Þeir koma þarna oft lykt- andi af fjósalykt og eru yfirleitt fyrstu menn að stofna til slags- mála. Án þess að ég sé að segja, að við úr kaupstöðunum séum einhverjir englar, erum við það þó í samanburði við marga sveitamennina. Annars vildi ég skora á þennan mann að kynna sér málin eitthvað betur áður en hann byrjar á nýjan leik að skrifa um þau. Kaupstaðarunglingur. Hér mun vera átt við þáttinn „í fullri alvöru“, nánar tiltekið grein, sem hét: „Skríllinn hefur völdin“, en þar var skoðun blaðs- ins túlkuð og raunar engu við það að bæta. Bréfritari segir, að menn fari venjulega ekki í sínu bezta stássi í ferðalög. Rétt er það. En það má minna á, að hinn gullni meðalvegur er ennþá til. Það er hægt að koma þokkalega klæddur, þó maður sé ekki í sparifötunum, eða getur það verið, að unglingar almennt eigi aðeins til spariföt og nankins- vinnuföt og ekkert þar á milli. Það, að maður sé á ferðalagi, af- sakar ekki neitt. Vinnuklætt fólk fær ekki inngöngu á sæmilega skemmtistaði í Reykjavík, sama þótt það segist vera á ferðalagi. Alveg sömu reglur ættu að gilda í félagsheimilunum. ER ÞETTA FORSVARANLEGT? Kæra Vika. Fyrir nokkru síðan fór dóttir mín, sem býr í Kópavogi, inn í Reykjavík, og var förinni heitið í verzlun þar, sem stærir sig af því að selja ódýrar vörur. Hún hafði meðferðis buxur af manni sínum, (keyptar í sömu verzlun) og var ætlunin að fá sams konar buxur í verzluninni. Afgreiðslu- stúlkan tók mál af buxunum, fann síðan réttu stærðina og pakkaði henni inn. Dóttir mín tók sínar gömlu buxur, lét þær ofan á sinn plastpoka og stakk síðan báðum pökkunum niður í tösku. Síðan borgaði hún og gekk út. Á leiðinni út sá hún kunn- ingjafólk sitt og heilsaði því. En í sömu andrá víkur sér að henni maður og biður hana um að koma með sér upp á skrifstofu. Hún gerir það, og þegar upp er kom- ið, biður hann um að fá að sjá töskuna. Síðan opnar hann hana og dregur báða pakkana upp úr henni, tekur utan af þeim og spyr, hvort hún hafi ekki ætlað að borga þær, sem í plastpokan- um voru. Hún sagði eins og satt var, að hún hefði keypt þessar buxur hér fyrir ári síðan og þætti fullmikið að eiga nú að fara að borga fyrir þær aftur. Hann fór að skoða þær betur og sá, að þær voru bæði slitnar og óhreinar. Þá lét hann hana hafa þær aftur með þeim ummælum, að það væri nú ekki svo gott að gera við þessu, fólk væri alltaf að stela úr búðinni og það þyrfti að hafa vakandi auga með því. Ekki datt honum-í hug að biðjast afsökun- ar. Dóttir mín er allsendis óvön svona trakteringum og tók þetta mjög nærri sér, svo að hún kom ekki upp orði meira, heldur hrað- aði sér út, áður en hún beygði út af. Á leiðini út sá hún, að kunningjafólk hennar horfði á hana, og flýtti sér út án þess að líta til hægri eða vinstri. Ég sagði, þegar hún hafði sagt mér þessa sögu, að þótt gott væri að geta verzlað ódýrt, væri það þó betra að geta haldið mannorði sínu óskertu. Nú langar mig til að spyrja:

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.