Vikan

Tölublað

Vikan - 05.08.1965, Blaðsíða 30

Vikan - 05.08.1965, Blaðsíða 30
Undir þessu fasi fulltíða manns, fann hún votta fyrir angurværð. —■ Það er gott að sjá þig aftur Barcarole, sagði hún, — við skulum tala saman. — Hefurðu ekki áhyggjur af mannorði þinu? Að fólk fari að stinga saman nefjum um okkur? Hvað ef eiginmaður þinn skorar á mig til einvígis? — Áttu ekki sverð? — Jú, auðvitað. Ekkert er riddaralegri sál ómáttugt. Ég ætla að daðra við yður, Madame. Haldið bara áfram að horfa út um gluggann. Hver sá, sem framhjá fer, heldur að við séum aðeins að dást að garðinum, og lætur sér aldrei detta í hug, að ég sé að úthella hjarta mínu fyrir yður. Hann skoppaði út að glugganum og flatti nefið út móti gluggarúð- unni eins og barn. — Hvert er álit yðar á þessum stað? Hann er fal- legur, er það ekki? Ó, Marquise des Anges, það getur vel verið, að nú séuð þér mikil hefðarkona, en þér hafið enn ekki gleymt vináttu yðar við dverg drottningarinnar! Angelique horfði út í garðinn og lagði hönd sina á öxl dvergsins: — Minningarnar, sem binda okkur saman, eru slíkar, að þær gleymast aldrei, Barcarole. Svo bætti hún við lágum rómi: — E'n guð gæfi að svo væri. Sólin var komin upp. Dagurinn yrði heiðskír, bjartur og ferskur, eins og á vori. Græn lauf álmviðarins glönsuðu eins og smaragðar og vatnið í gosbrunnunum endurspeglaði himinblámann, meðan blómin glitruðu í þúsund litum. Garðyrkjumannahópurinn, sem var tekinn til starfa með hrífur sínar og hjólbörur, var horfinn I allt þetta lita- skrúð. Barcarole talaði með lágri röddu. — Stundum hefur drottningin áhyggjur af því, að hún hefur ekki séð mig allan daginn. Það er vegna þess, að uppáhaldsdvergurinn hennar hefur farið til Parísar til að gjalda öðrum keisara tíund sína. Keisara, sem leyfir ekki, að þegnar hans gleymi honum: Stóra-Coesre, Trjábotni, konungi undirheimanna. Hann á ekki lengur marga þegna á borð við okkur, Marquise des Anges, sem troðum út pyngjur hans af peningum, þangað til þær eru á stærð við melónu. Ég held, að Trjábotni þyki vænt um mig. — Honum Þykir lika vænt um mig, sagði Angelique. Hún sá fyrir sér andlit Trjábotns. Hver hafði grun um gönguferð- irnar, sem hin fagra Marquise du Plessis-Belliére fór stundum alla leið út í Faubourg Saint-Denis? 1 hverri viku flutti húsþjónninn henn- ar, sem hún hafði valið úr hópi þessara fyrrverandi félaga sinna, körfu af fínu víni, kjúklingum og kjöti, í hreiður konungs undirheimanna. •—■ Vertu ekki hrædd, Marquise des Anges, muidraði Barcarole. -— Við kunnum að þegja yfir leyndarmáli. Gleymu því bara ekki, að þú munt aldrei verða ein á hættustund. . .. Ekki einu sinni hér. Hann sneri sér við og sveiflaði hendinni í áttina að stóra, Ijómandi salnum. — Hér! I höll konungsins, þar sem hver og einn er í meiri hættu staddur, en á nokkrum öðrum stað á þessari jörð. Fyrstu hirðmennirnir komu i ljós og földu geispana bak við knippl- ingakragana, meðan þeir drógu tréhælana eftir marmaragólfinu. Þjón- arnir komu með eldivið og tóku að kveikja upp í stóru örnunum. — „Gamla konan“ er væntanleg á hverri mínútu. Sko, sjáðu þarna er hún. Angelique sá konu á tvíræðum aldri, hjúpaða í skikkju. Á gráu hárinu bar hún knipplingaskuplu. Sumir hirðmannanna beygðu hné sín lítið eitt, um leið og hún fór framhjá, en hún virtist ekki taka eftir þeim. Hún hélt áfram sína leið með virðulegum hátiðleikablæ. — Hvert er hún að fara? — Til konungsins. Þetta er Madame Hamelin, gamla barnfóstran hans. Hún heldur enn þeim forréttindum að fá að koma inn i herberg- ið hans á morgnana, á undan öllum öðrum. Hún dregur frá gluggunum og kyssir hann í rúminu og spyr hann hvort hann hafi soíið vel og hvernig honum líði. Svo rabba þau lítið eitt saman. Á meðan eru fyrir- menn þessa heims að aka sér hérna fyrir utan dyrnar. Eftir það hverfur hún og enginn sér hana, það sem eftir er dagsins. Hver veit, hvar hún felur sig annan tíma sólarhringsins. Hún er fugl næturinnar. Á hverj- um degi gnísta prinsar, kardinálar og ráðherrar tönnum yfir því að sjá þessa litilmótlegu mannveru, sem á rætur sinar að rekja til bak- stræta Parisar, verða aðnjótandi fyrstu brosa einræðisherrans á nýjum degi. Á hæla barnfóstrunnar komu þrír læknar í stuttum sloppum með hrokknar hárkollur og ydda, hornótta hatta, sem tákn um háa stöðu Þeirra. Einn eftir annan töldu þeir hjartaslög konungsins, spurðu hvernig honum liði, skiptust á nokkrum latneskum orðum og hurfu svo. Svo komu fyrstu gestirnir — prinsarnir, sem báru konunglegt blóð í æðum. Þegar þeir hneigðu sig djúpt fyrir kónginum, meðan hann steig framúr. Yfirþjónninn rétti honum morgunsloppinn, sem fyrsti yfirþjónn herbergisins hélt reiðubúnum. Hans hágöfgi hafði sjálfur réttinn til að fara í síðu buxurnar. Siðan beygði einn tignarmannanna sig á kné og festi á hann sokkaböndin. Sá heiður að rétta konunginum skyrtuna var sérréttindi fyrsta að- gQ VIKAN 31. tbl. alsmanns ríkisins, og það var stundarbið, meðan hann skálmaði stoltur inn í herbergið í fararbroddi annars flokks. Þegar konungurinn var kominn í skyrtuna, rétti yfirherbergisþjónninn honum hægri man- séttuna og yfirþjónn búningsklefans rétti honum þá vinstri. Svo kom þriðji flokkur — hertogar og markgreifar, jarlar, greifar og barónar — og hneigðu sig djúpt, þeir báru fram hnésíðan jakka konungsins. Yfirþjónn búningsherbergisins hafði þau forréttindi að festa knippl- ingaborðann framan á jakka konungsins, en lávarður hálsklútanna hafði tryggt sér réttinn til að laga borðann og gerði Það. I fjórða flokki voru ráðherrarnir, í fimmta ambassadorarnir. 1 sjötta flokki voru kardinálar og biskupar. Og smámsaman fylltist svefn- herbergi konungsins. Konungurinn leit á hópinn, hneigði sig fyrir hverjum og einum og setti á sig nöfn þeirra sem vantaði. Hann bar fram nokkrar spurningar, til að fylgjast með helztu nýjungum, og virtist ánægður, ef einhver svaraði honum hnyttilega. Og hinir útvöldu hugsuðu um þessar vesal- ings dauðlegu verur, sem neyddust til að standa utan við gullna hliðið, og nutu þess í ríkum mæli að mega horfa á konunginn klæða sig. Angelique horfði á röðina, sem færðist framhjá henni og hvarf inn í það allra helgasta. — Við erum sálirnar í hreinsunareldinum, sagði kona skammt frá henni hlægjandi. Þær voru í sinu bezta skarti og börðust um að vera í fremstu röð, Þegar konungurinn og drottningin færu þarna fram hjá á leiðinni frá kapellunni. Du Plessis-Belliére markgreifi hafði verið í öðrum flokki. Angelique beið til þess að fullvissa sig um, að hann færi inn i konunglega svefn- herbergið. Síðan flýtti hún sér til herbergis hans, og gætti þess vand- lega að villast ekki í þessu völundarhúsi. La Violette var að fægja sverð húsbónda síns og raulaði á meðan. Hann bauðst til að reima lifstykkið á Madame la Marquise, en Ange- lique afþakkaði það á ótvíræðan hátt. Án þess að bíða eftir því að ná í Javotte eða einhverja aðra þjónustustúlku, klæddi hún sig sjálf eins vel og hún gat. Svo Þaut hún til baka og kom I tæka tíð til að sjá fylgdarlið drottningarinnar fara framhjá. Drottningin var rauðnefjuð, þrátt fyrir púðrið, sem hún hafði ausið á listilega málað andlitið. Hún hafði grátið alla nóttina, því konung- urinn ■—eins og hún trúði vinkonum sínum kjökrandi fyrir ■— hafði ekki komið nálægt henni, ekki einu sinni svo mikið sem eina klukku- stund. Þetta var óvenjulegt því konungurinn gætti þess ávallt vel að koma vel fram með því að renna sér upp í rúm konu sinnar að minnsta kosti eina litla klukkustund. Oft var hann þar líka alla nótt- ina, en hann gætti þess að minnsta kosti að koma þar stundarkorn. La Valliére hafði hinsvegar örvað ástríður hans daginn áður í hlut- verki sínu sem Diana veiðigyðja. Föruneyti drottningarinnar blandaðist saman við fylgdarlið La Valli- ére, þegar þeir nálguðust kapelluna. Marie-Thérése hélt höfðinu hátt, þótt Habsborgarahakan hennar titraði af ekkanum, sem hún var að reyna að bæla niður. Ástmærin hneigði sig djúpt fyrir henni. Þegar hún reisti sig upp, sá Angelique óttann í djúpum, bláum augum hennar. Hér, í björtu ljósi Versala, var hún ekki lengur veiðigyðjan, heldur dáhind í úlfakreppu. Angelique vissi, að hún hafði haft rétt fyrir sér; hylli konungsins var þverrandi, ef hún var ekki alveg horfin. Marie- Thérése hafði litla ástæðu til að óttast hana. Skammt undan voru keppinautar reiðubúnir og miklu skeinuhættari. Þegar konungurinn kom aftur út úr kapellunni, fór hann út í garð- ana. Honum hafði verið sagt, að nokkrir kirtlaveikir aumingjar úr nágrenninu hefðu heyrt um dvöl hans í Versölum og safnazt að hlið- unum í von um að konungurinn snerti þá. Konungurinn gat aldrei neitað slíku. Aumingjarnir voru ekki margir, svo þessu varð fljótt lokið. Síðan fór konungurinn til að taka á móti umsóknum í móttöku- sal sínum í höllinni. Ungur maður úr fylgdarliði konungsins ruddist í gegnum fjöldann og hneigði sig djúpt fyrir Angelique. — Hans hágöfgi bað mig að minna Madame du Plessis-Belliére á, að hann vænti návistar hennar þegar við upphaf veiðanna á morgun. — Flytjið hans hágöfgi þakkir mínar, sagði hún stíf af geðshrær- ingu. — Gerið svo vel að segja honum, að aðeins dauðinn hindri mig i að vera þar. — Hans hágöfgi krefst ekki svo mikils, en hann hefur gert það Ijóst, að ef þér skylduð hindrazt, langar hann að vita ástæðuna. — Þér getið fullvissað hann um, að hann muni fá það, Monsieur de Louvois. Það er nafnið yðar, er ekki svo? — Einmitt. — Mig hefur langað að spjalla við yður, væri það mögulegt? Louvois virtist undrandi, en hann sagði, að ef Madame du Plessis vildi bíða í ganginum, gæti hann ef til vill hitt hana þar þegar kon- ungurinn hefði horfið inn í fundarherbergið sitt, eftir að hafa tekið á móti umsóknunum. — Eg mun bíða, en fullvissið hans hágöfgi um, að ég muni verða við veiðarnar á morgun. — Nei, það verðið þér ekki, sagði rödd Philippe í eyra hennar. ■— Madame, eiginkona á að hlýða eiginmanni sínum. Eg hef aldrei gefið yður leyfi til að sýna yður við hirðina. Þér hafið komið hingað gegn vilja mínum. Nú skipa ég yður að hverfa aftur til Parísar. — Philippe, þetta er barnaskapur, svaraði Angelique jafn lágt. — Þetta er barnaskapur og kjánalæti. Hvða rétt hafið þér til að fara svona með mig? — Þér hafið ekki spurt um rétt til að fara með mig að vild yðar. — Látið ekki svona. Látið mig i friði. —• Aðeins með því skilyrði, að þér yfirgefið Versali á stundinni. — Nei. — Þér verðið ekki við veiðarnar á morgun. — Víst! Louvois hafði horfið aftur til fylgdarliðs konungsins, svo hann heyrði ekki deilur þeirra, en þeir, sem í kring voru, horfðu striðnislega á Þau. Hjónabandserjur du Plessis-Belliére voru í þann veginn að verða frægar. Skammt frá þeim var hin unga Marquise de la Valliére með sinn hrokalega, fuglslega vangasvip, og lét sem hún horfði i aðra átt. Til þess að verða ekki að athlægi, fltti Angelique sér að segja: —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.