Vikan

Tölublað

Vikan - 05.08.1965, Blaðsíða 48

Vikan - 05.08.1965, Blaðsíða 48
bíða hér lengur. Það er komið nýtt bréf.Það fannst fyrir nokrum tímum á stól í forsal hótelsins. — Lofið mér að sjá það. — Ég hef það ekki hér, en ég get sagt þér hvað stóð í því. Hann horfði hugsi fram fyrir sig: ,,NÆT- URGALI, FLJÚGÐU HEIM í HREIÐR- IÐ. NÝ FYRIRMÆLI í LOS ANGELES." Það er skrifað á sama hátt og á samskonar pappír og fyrstu skila- boðin. Þetta er að minnsta kosti Ijóst orðað, hreytti Andy út úr sér, — og þér eruð væntanlega ánægður með að losna við okkur. Eða kannske að þér ætlið að handtoka mig, áður en ég kemsf úr borginni? — Nei, þér eruð frjáls eins og fuglinn næturgali ......... Þegar Andy snéri sér við og ætlaði að fara, hélt Bonner áfram: — Hvað um peningana? Ætlið þér ekki að taka þá með yður? Eða eru þeir líka aðeins tilbúningur? An þess að mæla orð af vörum gekk Andy niður að flæðarmálinu og tók töskuna. Hann ætlaði ekki að reyna að útskýra fyrir Bonner, hversu litla þýðingu innihald tösk- unnar hafði fyrir hann, þegar það gat ekki einu sinni bjargað syni hans. Hann vissi fyrirfram, að Bonner myndi heldur ekki trúa því. 5. kafli Fyrst í stað datt Andy helst í hug að fara til Los Angeles undir eins. En þegar hann kom aftur heim á hótelið, var taugaspenningurinn og svefnleysið orðið of mikið fyrir hann. Hann reikaði upp á herberg- ið sitt og kastaði sér á rúmið, án þess að fara úr fötunum. Klukkan var níu, þegar Hub vakti hann með þeim skilaboðum, að leiguflugvél biði á vellinum, og Lissa, Baker, Vecchio og Shirley væru þegar komin af stað út á flugvöll. Afgangurinn af hópnum kæmi með lest seinna um daginn. Vecchio hafði aftur tekið tösk- una með lausnarfénu í sínar hend- ur. Hub og Andy óku beint inn í flugskýli leiguflugfélagsins, í fjarri enda flugvallarins, til að komast undan mögulegum blaðamönnum í flughafnarbyggingunni, en nokkrir höfðu séð til þeirra. Þeir stóðu og æptu sig hása, þegar vélin rann út á flugbrautina. Andy sat hjá Lissu: — Hefði ekki verið réttast að segja eitthvað við þá, bara til að gera þá ánægða? spurði hún. — Blaðamenn eru ekki ánægðir fyrr en þeir hafa rifið hjartað úr brjóstinu á manni. — Mér finnst að við höfum aldrei þurft eins mikið á vinum að halda og nú, Andy. Það voru einmitt svona ómerki- legar hugmyndir, sem hann hafði matað sjálfan sig á allt sitt líf. Nú var hann í fyrsta sinn tekinn að efast um þýðingu þeirra. Sá tími kom alltaf í tilveru hvers og eins, þegar hann neyddist til að standa á eigin fótum. Þetta myndi Lissa ekki geta skilið. Þessvegna sagði APPELSÍN SÍTRÖN L I M E Svalandi - ómissandi á hverju heimili hann aðeins: — Hvernig líður þér í dag? — Að minnsta kosti betur en i gær. Ég held áfram að segja við sjálfa mig að það sé ekki til neins að hafa áhyggjur og gera sér grill- ur. Endrum og eins get ég næstum sannfært mig um, að þetta geti ekki verið satt — að það hafi í raun og veru ekkert gerzt. En svo verður mér allt í einu Ijóst, hvað þetta er óhugnanlega raunverulegt, og þá langar mig mest til að æpa. Augu hennar fylltust af tárum: — Aðal- vandinn með mig er sá, að ég hef aldrei fengið að vera manneskja. I okkar heimi hefur maður svo mik- ið að gera við að starfa fyrir ytri persónuleika, að maðurinn sjálfur, innan í, gleymist. Eftir stutta þögn: — Mér þykir slæmt, hvernig þetta fór í nótt. —Þú heldur vonandi ekki, að ég ásaki þig um neitt, Andy? Ég dáist þvert á móti mjög að því, að þú hefur tekið málið í þínar eigin hend- ur. — Bonner hefur þá hugmynd, að ég hafi sett þetta allt saman á svið til að afla mér umtals og aug- lýsinga. — Hvað ertu að segja! Hann get- ur ekki meint þetta í alvöru! Þetta er að minnsta kosti hugmynd, sem þú verður að venjast, hélt Andy áfram. — Ég býzt við, að við eigum eftir að heyra eitthvað þessu llkt. Lissa rétti úr sér í sætinu og horfði rannsakandi á hann, eins og hún væri eitt andartak - ekki viss um, að Bonner hefði rangt fyrir sér. Svo hristi hún höfuðið: — Enginn myndi taka svo fáránlega ásökun alvarlega. — Ég vona að þú hafir rétt fyrir þér, sagði Andy. — Ég fyrir mitt leyti er ekki eins viss um fólk og ég var fyrir nokkrum dögum. Hann kinkaði kolli í áttinc til Bakers, sem sat og starði dapurlega út um gluggann. — Sjáðu til dæmis Baker. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér, að nokk- uð í veröldinni gæti slegið hann eins harkalega og þetta. — Það kemur mér ekki á óvart, sagði Lissa. — Ég vissi vel að hann var alvarlega ástfanginn af Doreen. — Það er einmitt það sem ég á við, hélt Andy áfram. — Ég ætti einnig að geta hafa séð það .... Baker, bezti vinur minn, sem ég ætti að þekkja betur en nokkurn ann- an .... Ég get ekki að því gert, en ég er að velta því fyrir mér, hve margt annað hafi farið fram- hjá mér. — Konur hafa kannske næmari tilfiningu fyrir slíku, sagði Lissa. — En þú veizt, að ég var ekkert ánægð með samband þeirra. Ég hef alltaf haft hugmynd um, að þetta hafi haft meiri þýðingu fyrir Baker en Doreen — og mér þykir mjög vænt um Baker. — Þú varst aldrei sérstaklega hrif- in af Doreen, skaut Andy inn I. — Mér var svo sem ósköp sama um hana, hvorki til né frá. Endrum LILJU UUJU LILJU BINDI ERU BETRI Fást í næstu búð BOLTA-BUXURNAR. Þekktustu drengjabuxurnar Sterkar og fallegar. Gerðar fyrir stráka á fullri ferð. V_______ J VIKAN 31. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.