Vikan

Tölublað

Vikan - 05.08.1965, Blaðsíða 18

Vikan - 05.08.1965, Blaðsíða 18
 liii IPllllplÉi l||||l|||||||||| liilllfi ||§| 11 ,..: .: ::: . . : ::: :: '' : ’::: W;:y:;mmy.k. ........... mm IIIÍIÉ 'í y^y.- ,\ I London lesa Jieir dagblöðin í biðröðunum, í lestunum og þar sem þeir standa. Þcir eru mestu dagblaðalesarar i hcimi. Hér er einn af þessum sérkennilegu blaðasölum og í baksýn Big Ben. Að neðan: Það þarf hvergi langt að fara til þess að finna „pub“ (public bar) og lengl hefur verið til siðs, að heim- ilisfeður eyddu kvöldinu þar. VIKAN heimsækir íslenzkar fjölskyldur í London og Grimsby íslenzkar fjölskyldur í London eru ekki ýkja margar, en þó eru þar nokkrir menn meS fjölskyldur sínar, ýmist í fastri búsetu, eða um ákveðið árabil. Flestir þeirra starfa hjá íslenzkum fyrirtækjum eins og Flugfélagi Islands, Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna og Sambandi ísl. samvinnu- félaga. Eitt íslenzkt fyrirtæki bætist við í haust, sem er ís- lenzka veitingahúsið í London og ein fjölskylda flytur þang- að í tilefni af því. Og svo er að sjálfsögðu íslenzki ambassa- dorinn og fjölskyldu hans. Það liggur í hlutarins eðli, að það er afskaplega ólíkt að búa í stórborg eins og London borið saman við Reykjavík. Mörgum þeim, sem hér eiga 10 mínútna ferð í vinnu með strætisvagni eða 5 mínútna ferð á eigin bíl, þætti það ó- bærileg tilhugsun að vera hátt í klukkutíma í og úr vinnu, gangandi einhvern hluta, ef til vill með strætisvagni eða neðanjarðarlest ein- hvern spöl og síðan með lest megnið af leiðinni. En allir segja, að þetta venj- ist ótrúlega fljótt. Og það má London eiga þrátt fyrir sínar 10 eða 11 milljónir manna og næstum óhugn- anlega stærð, að hún er ekki ofvaxin mannlegum taugum. T ys gífurlegs um- ferðarþunga og þröng mannfjöldans á aðalgötun- um, er eitthvað fágað og fremur rólegt við mannlíf- ið. Ég þekki enga stórborg, sem hefur þá eiginleika í rík- ara mæli en London. Og London er líka sjarmerandi borg, ef manni leyfist að nota það orð. Fyrir utan fjármála og verzlunarhverfin í miðdepli borgarinnar, er hún næstum græn yfir að líta úr lofti. Þeir kalla það græna beltið og eru mjög harðir í því að viðhalda því. í sumum hverfum leyfist ekki að fella tré nema með leyfi borgaryfirvaldanna. Líkt og Reykjavík, Kópavogur, Silfurtún og Hafnarfjörð- ur eru nú brátt að vaxa saman í eina samfellu, þannig hef- ur London orðið til úr samvexti fjölda smábæja, sem mér Framhald á bls. 37. Hvergi er þokan eins svört og í London. Myndin er tekin snemma að morgni. Fólkið er á leið í vinnu yfir eina af brúnum á Thames.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.