Vikan

Tölublað

Vikan - 05.08.1965, Blaðsíða 31

Vikan - 05.08.1965, Blaðsíða 31
Donald Cnmpell notaSi K.L.G. kerti í Bluebird sinn er hann setti heimsmet í hraSakstri þann 17. júlí. 1964 — 403,1 mílur ó klst. 648,7 km. Öll mælitæki í Bluebird eru og gerS af K.L.G. framleiSandanum Smith & Sons. BLO SSI SbSFb Laugaveg 176 — Sími 23285 Allt í lagi, Philippe. Ég skal fara. Við skulum ekki tala um hað meira. Hún fór þvert yfir ganginn og leitaði skjóls í einu af stóru her- bergjunum, þar sem færra fólk var til að horfa á hana. — Ef ég hefði aðeins stöðu við hirðina, sagði hún hvað eftir annað við sjálfa sig, gæti ég farið eftir duttlungum konungsins, en ekki þessa villimanns. Hvernig hún átti að fara ,að því, og það undir eins, var vandinn. Þessvegna hafði hún gripið tækifærið, þegar Louvois ávarpaði hana. Nú var verzlunarmaðurinn í henni að störfum. Hún minntist þess að hafa heyrt talað um Louvois, sem var mikill hirðmaður og stjórn- málamaður og hafði keypt réttinn til að reka póst og vöruflutninga- áætlun milli Lyons og Grenoble. Þetta hlaut að vera sami Louvois. Hún hafði ekki haldið að hann væri svona ungur, en hún hafði ekki gleymt því, að hann var sonur Le Tellier, ráðherra og fulltrúa konungs i ríkisráðinu. Hún ætlaði að reyna að stofna til viðskipta við hann og tryggja sér stuðning hans og föður hans. De la Valliére markgreifi gekk frá hópi til hóps í leit að Angelique. Fyrst ætlaði hún að stinga af, en svo hætti hún við það. Hún haíði heyrt heilmikið um þennan markgreifa. Hann virtist þekkja hirðina miklu betur en nokkur annar. Hún gæti lært mikið af honum. — Mér fannst konungurinn ekki taka hart á því, þótt þér mættuð of seint til veiðinnar í gær, sagði hann, þegar hann fann hana. Og þessvegna þorið þér að stiga svona opinskátt í vænginn við mig, hugsaði hún. Hún tók að ræða við hann, en þegar hún beindi talinu að stöðu við hirðina, hló hann vorkunnsamlega. — Vesalings stúlka, þér hljótið að vera utan við yður. Þér þyrftuð að drepa tíu en ekki aðeins eina, til að losa þótt ekki væri nema auð- virðulegustu stöðuna. Vitið þér ekki, að allar stöður i svefnherbergj- um konungsins og drottningarinnar eru seldar aðeins fyrir ársfjórð- ung? — Hvað þýðir það? — Að aðeins er hægt að leigja þær i þrjá mánuði i einu. Svo eru þær settar á uppboð á ný. Þetta fer í taugarnar á konunginum, því hann sér stöðugt ný andlit á stöðum, þar sem hann vildi helzt hafa menn, sem væru hans hnútum kunnugir. Og þar sem hann vill alls ekki missa Bontemps, yfirþjóninn sinn, hvað sem það kostar, verður hann stöð- ugt að hjálpa honum, ekki aðeins til að kaupa aftur stöðu sína, heldur jafnvel að borga fyrir réttinn til að mega kaupa hana aftur. Og þetta vekur svo öfund hjá öðrum. —■ Drottinn minn, hvað þetta er flókið! Getur ekki konungurinn varið sig og bundið enda á þessa verzlun? — Hann verður að reyna að gera öllum til hæfis, sagði de la Valliére markgreifi og gaf til kynna, að hvað hann snerti, væru svona venjur óhjákvæmilegar eins og árstíðaskiptin. — Hvernig farið þér sjálfur að? Menn segja, að þér hafið góða aðstöðu. — Það eru ýkjur. Ég hef stöðu sem liðsforingi konungsins, sem hvað launin snertir er einhver vesælasta staða, sem hægt er að hafa. Ég hef fjórar herdeildir til að sjá um, og þar að auki stöðu mína við hirðina og það gæti ég aldrei, ef ég hefði ekki önnur járn í eldinum. Og nú, fagra markgreifafrú, verð ég að yfirgefa yður, því ég býst við, að konunginn sé farið að langa út i garðinn. Louvois kom aftur. Um leið og hann fór framhjá henni, hneigði hann sig lítið eitt og hvislaði að því miður hefði hann orðið að fylgja konunginum til annars erindis, en síðan yrði það honum ánægja að fórna henni fáeinum andartökum, áður en hann þyríti að fylgja kon- unginum til borðs, en það gæti aðeins orðið stutt stund. Angelique varð að samþykkja það. Hún var farin að dást að vinnu- þreki unga konungsins. Hann hafði ekki farið I rúmið fyrr en þrjú um nóttina, en hann var mættur í messu klukkan sex, og síðan hafði hann unnið linnulaust. Þegar Louvois var í þann veginn að yfirgefa hana, stýrði hann henni að ungum manni, sem var svo tötralega klæddur, að hann virtist úr öðrum heimi. Hvítpúðruð hárkolla hans og knipplingaborðinn fram- an á jakkanum, sem honum virtist hvort tveggja framandi klæða- burður, undirstrikuðu mjög hversu sólbrenndur maðurinn var. Hann hneigði sig stirðlega. —■ Já ,sagði hann og staðfesti kynningu Louvois, ég er umboðsmaður- inn frá íle Dauphine. (Síðar Madagaskar). 1 sama bili var hönd lögð á öxl hennar. Henni varð bilt við. Hún leit upp og sá dökkklæddann mann sem hún kom ekki fyrir sig í fljótu bragði. Lág, hás rödd valdsmannleg og óaðlaðandi hvíslaði í eyra henn- ar: — Madame. Þér verðið að gefa mér tækifæri til að tala við yður, undir eins. — Um hvað, Monsieur? spurði Angelique. Allt í einu varð henni ljóst, að þetta var Monsieur Colbert, nýi fjármálaráðherrann og meðlimur æðsta ráðsins. Colbert leiddi Angelique við hönd sér út í horn á svölunum fyrir utan. Á leiðinni benti hann einum aðstoðarmannanna, sem með honum voru, að færa sér innihaldið í stórum poka, sem í voru ýmsar sjóð- bækur. Hann dró fram eina með gulu bandi. — Madame, ég held að þér vitið, að ég er hvorki hirðmaður né aðalsmaður, heldur verzlunarmaður — vefnaðarvörukaupmaður. Nú, gegnum þau viðskipti, sem við höfum átt saman, hef ég komizt að raun um, að þér eruð af aðalsættum, en þér hafið einnig lagt stund á verzlun. Og til þess að gera langt mál stutt, það er þessvegna sem ég leita nú ráðlegginga yðar. Hann reyndi að vera léttmáll, en hafði ekki hæfileikann til þess. Það fauk í Angelique. Hvenær ætlaði fólk að hætta að núa henni þess- ari súkkulaðiverzlun um nasir? Hún beit á vörina, en svo, þegar hún leit á Colbert, sá hún, að þrátt fyrir kuldann var enni hans baðað í svita. Hárkollan hallaðist og hann hafði rakað sig í flaustri þennan morgun. Reiði hennnar þvarr. Af hverju átti hún að vera að setja sig á háan hest? — Ég hef lítillega átt við verzlun, sagði hún. — En ekki nálægt því eins mikilvæga og þá, sem þér fjallið um, Monsieur. Hvernig get ég hjálpað yður? — Ég veit það ekki ennþá, Madame. Ef til vill getið þér sagt mér það. Ég fann nafnið yðar á listanum yfir hluthafa í Austur-India hluta- félaginu. Það, sem vakti athygli mína, var það, að þér voruð aðal- borin. Það setur yður í óvenjulega aðstöðu, og þar sem verzlun yðar hefur blómstrað, datt mér í hug, að þér gætuð frætt mig um nokkur atriði, sem mér eru óljós, varðandi þetta hlutafélag. — Kæri ráðherra, þér vitið eins vel og ég, að hlutir þessa hluta- félags, rétt eins og Hundraðmanna hlutafélagsins, sem stofnað var í sama tilgangi, og ég á einnig hluti í, eru einskis virði. — Ég er ekki að tala um virði þessara hlutabréfa, sem eins og þér réttilega segið er ekki einu sinni skráð lengur, heldur þann hagnað, sem þér hafið haft, meðan hinir töpuðu. — Eini raunverulegi hagnaðurinn minn var sá, að ég komst að því, að það er ekki hægt að fá neitt fyrir ekkert. Og sú reynsla var mjög dýru verði keypt. Allri þessari verzlun var stjórnað af þjófum. Þeir bjuggust við að fá stórkostlegan ágóða fyrir að gera ekki neitt, en staðreyndin var sú, að viðskipti við þessi fjarlægu lönd krefjast alltaf mikillar og erfiðrar vinnu, ef félögin eiga að bera nokkurn ávöxt. VIKAN 31. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.