Vikan

Tölublað

Vikan - 05.08.1965, Blaðsíða 22

Vikan - 05.08.1965, Blaðsíða 22
Skipstiórl á 12 togurum frá Grimsby, Fleet- wood og Hull Sigurður Þorsteinsson er nú kominn á þurrt land og býr í Grimsby ásamt konu sinni Önnu Gunnsteinsdóttur. nUK Þórarins Olgeirssonar, sem margir íslendingar kannast við, eru búsettir í Grimsby nokkrir ís- lenzkir togaraskipstjórar, sem fluttust utan til að freista hamingjunnar og urðu rótgrónir í fiskveiSa- bænum. Einn þeirra er Karl Sigurösson frá Hafnar- firði, annar Þorsteinn Eyvindsson, líka frá Hafnarfirði og Sigurður Þorsteinsson frá Langholti i Flóa. Hann hitti ég að máli sem snöggvast í húsakynnum Boston Deep Sea Fisheries í Grimsby, en SigurSur vinnur þar aS netahnýt- ingum, enda hættur skipstjórn. Hann kvaSst fæddur í Langholti 1901; þaS er í Hraun- gerðishreppnum, ofarlega i Flóanum, og þar finnst mönn- um mikið til þess koma, hvernig þeir tróna yfir „Lágfló- ann“. Það munar víst alltaf tveimur eða þremur fetum á hæðinni. SigurSur byrjaði útróðra hjá Guðmundi ísleifssyni á Háeyri, 1916; þá var Eyrarbakki ekki lengur sá höfuðstaður sem hann hafSi veriS áður. ÞaS var róiS á fimmæringi þarna frá Háeyri og það voru fyrstu kynnin af sjónum. SíSar reri SigurSur hjá Dagbjarti í Garðhúsum í Grinda- vík og það var á sexæringi. Þegar hann ætlaði aS halda sjómennskunni áfram frá Þorlákshöfn, þá kom spænska veikin og hún hafði í för með sér 12 vikna legu fyrir Sig- urð og eins og margir fleiri, var hann nærri dauSa, þegar verst lét. Togaraferill SigurSar byrjaði 1919, þá komst hann sem kolamokari á Gylfa. Eftir nokkra mánuSi i kolamokstrin- um var hann færður yfir i eldhúsið og siðan upp eftir þvi sem menn vantaði. Á togaranum Ara var hann háseti í 3 ár, en fór svo i sjómannaskólann og tók stýrimannapróf 1923. Þá lá leiðin fyrst til Grimsby. Helgi Jónsson frá SkeggjastöSum i Flóa hafði um hrið veriS skipstjóri á brezkum togurum, því það voru fá skip heima í þá tíð, en margir menn. Tækifærin virtust fá og þess- vegna fóru menn og leituðu fyrir sér ytra. SigurSur fór með Helga til Grimsby, staSráðinn í því aS taka einhverntíma við skipsforráSum þar. Hann fékk þó ekki vinnuleyfi þegar til kom vegna atvinnuleysis. Þá vildi svo til, að maður nokkur vestan frá Nýfundnalandi var staddur í Grimsby að kaupa togara og Helgi frá SkeggjastöSum þekkti hann. Þessvegna komst SigurSur á skip hjá honum og fór meS lionum vestur. Hann sigldi á togurum frá Halifax í fimm ár. Það var stutt að sigla út fyrir Nova Scotia og góð mið þar, sem nú hafa verið eyðilögS. Tog- arar frá Boston skröpuðu þar allt upp. Um þetta leyti fékk Sigurður kanadiskan rikisborgararétt og með hann hélt hann til Grimsby að nýju. Það reyndist betri papp. ír en sá íslenzki eins og vonlegt var, en samt varð hann að fara i sjómannaskóla að nýju og taka brezkt stýrimannapróf. Útivistin var orSin nokkuð löng og Sigurður fór heim í or- lof til að hitta frændur og vini. Hann hefur annars sjaldan farið heim til íslands. ÁriS 1932 varð sá merkisatburður í lífi hans, að hann kvæntist Önnu Gunn- steinsdóttur frá Nesi á Seltjarn- arnesi. Þau eiga þrú uppkomin börn, sem öll tala islenzku. Son- ur þeirra er rafmagnsverkfræð- ingur í Sheffield, annar sonur þeirra vinnur við dokkirnar í Grimsby og dóttir þeirra er gift þar i borginni. SigurSur sagöi, aS enda þótt börnin sin töluðu íslenzku, þá byggist hann ekki við þvi, að barnabörnin mundu geta það að heitið gæti. ÁriS 1930 náði SigurSur sínu stóra takmarki: Hann varð skip- stóri á togara í Grimsby. Sá hét Renovia og Siguröur hélt honum norður til íslands og var við veiðar i Faxabugt, þegar flest- allir íslendingar, sem vettlingi gátu valdið, héldu á Þingvöll til að minnast þúsund ára afmælis Alþingis. ____^ Síðar var SigurSur skipstóri á fleiri togurum svo sem Rillston, Tervari, Leichesterhire, North- ern Chief og Fifeshire. Á stríðs- árunum var SigurSur lengst af á Cave frá Fleetwood og allt gekk slysalaust þó tímarnir væru erfiðið. Síðan kom Northern Gifth, Loyal, Lifeguard, Black Vodch og Yardley. Nú er SigurSur genginn á þurrt land og það eru fimm ár síðan hann hætti skipstórn á Yardley. Um tíma var hann með togara frá Hull og þá buggu þau hónin þar. Það var alltaf töluð íslenzka á þeirra heimili, að minnsta kosti fram að striði, þvi þá höfðu þau alltaf islenzkar stúlkur í vist. Tvær þessara Framhald á bls. 43. VIKAN heímsækir íslenzkar fjölskyldur í London og Grimsby. i SUNNAN við London heitir Kent; það er margfrægt landsvæði fyrir náttúrufegurð á brezka vísu, lágar hæSir með trjá- gróðri og jafnvel einstaka tjarn- ir innanum. Allt er þetta fellt og slétt, fágunin uppmáluð, en maður fær það á tilfinninguna, að hin óspillta og upprunalega náttúra sé ekki lengur til. Allt hefur verið snurfusað af hendi mannsins. í Kent eru nokkrir friðsælir bæir, sem nú liafa vaxið saman við Stór- London. Þeir sáu í Mogganum, að það var fariS að tala um Stór-Reykjavik og síðan er Stór-London vinsælt hug- tak. Einn af þessum bæjum er Brom- ley og þar hefur ein íslenzk fjölskylda fundið sér bústað um óákveðinn tíma. ÞaS er Óthar Hanson, sölustjóri Sölu- miðstöðvarinnar í London og kona hans, Elin Þorbjörnsdóttir (hún er dóttir Þorbjörns kaupmanns í Borg). Þau eiga 4 stráka á unga aldri; Pétur Óli er 7 ára og þeirra elztur, næstur er Þorbjörn, 5 ára, Hans Bernhard, 2 ára og Óthar júníór er 4 mánaða. Þau Óthar og Elín höfðu búið i hálft fjórða ár i Ameriku, siðan i fimm ár heima á íslandi, en til London fluttist fjölskyldan um áramótin 1963. Þá hafði Óthar verið ytra i þrjá mán- uði til þess að undirbúa búskapinn og kaupa hús, en það getur orðið mik- ið verk í stórri borg eins og London. Húsið þurfti að uppfylla ákveðin skil- yrði: Fjögur svefnherbergi, stórt eld- hús og auk þess þurfti það að vera með upphitun. ÞaS gekk seint aS finna hús, sem uppfyllti þessar kröfur, en það hafðist og húsið nr. 238 við Cumberland Road i Bromley er bæði glæsilegt ytra sem innra. ÞaS er á tveim hæðum, svefnherbergin uppi, stofa og eldhús niðri og svo bílskúr. Báðar hæðirnar eru eitthvað nærri 170 fermetrar, svo þetta er fremur stórt hús. Upphitunin er með gasi, en einfalt gler í gluggum og aðeins liolrúm í veggjum fyrir einangrun, svo hitinn verður aldrei sá sami í kuldum og hægt er aS hafa með hita- veitu eSa miðstöðvarhitun hjá okkur. Enda sögðu þau, að Bretar mundu lík- lega kafna úr hita, ef þeir kæmu inn i kappkynta, íslenzka stofu að vetrar- lagi. Út aS götunni veit snotur grasflöt og malbikaður stígur heim að dyrum svo sem sjálfsagt þykir þar í landi. Bakdyramegin er aðalgarðurinn; rennislétt grasflöt með drjúpandi grát- viði, en annars hefur verið lögð meg- ináherzla á að gera garSinn að hentug- um leikvelli fyrir tápmikla syni, sem verða eftir því sem Óthar segir, úr- 22 VIKAN 31. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.