Vikan

Tölublað

Vikan - 05.08.1965, Blaðsíða 26

Vikan - 05.08.1965, Blaðsíða 26
FRH. - ÍSLENZKAR FJÖLSKYLDUR í LONDON Frá vinstri: Helga, Guðný Hrafnhildur, Henrik Sv. Björnsson, senði- herra og kona hans Gróa Torfhildur Jónsdóttir. Á myndina vantar Svein son þeirra, sem var að vinna við hvalskurð á íslandi. Helga liefur tekið sem sérgrein Interior Decoration, sem kalla mætti innanhússarkitektúr á ís- lenzku þar til betra orð finnst. Hún liefur auk þess lagt stund á spönsku og frönsku við þennan skóla. Þegar maður kemur i sendi- herrabústað, þá er samkvæmislíf og kokkteilpartý þaS fyrsta, sem manni dettur í hug og Henrik sagSi, aS vissulega færi talsverSur tími í samkvæmislíf, hvort sem manni líkaSi betur eSa verr, enda væru í London samtals 115 sendiráS. ÞaS er einn liSurinn í starfinu aS ná saman fólki, þegar ástæSa þykir til og þaS hefur komiS fyrir, að þau hjónin hafi þurft að hafa stór boS á heimili sinu; 180 manns þegar mest var og svo í garðinum. En þeim þykir æskilegra og miklu persónulegra að efna til smærri samkvæma og bezt þyk- ir þeim að bjóða 14—-16 manns til kvöldverðar. SendiherrabústaSir erlendra ríkja eru margir í Park Street og næstu götum í Myfair, einnig í hverfunum Kensington og Belgravia. Það er að jafnaði stöðug hreyfing á sendiráðsfólki frá einu landi til annars, en samt er um talsverðan kunn- ingsskap að ræða, til dæmis kváðust þau hjónin hafa þekkt dönsku og norsku sendiherra- hjónin, þegar þau komu hingað. ÞaS er sjaldgæft, að konur gegni embættum sendiherra, en þó eru um þessar mundir tvær konur sendiherrar: önnur er frá Costa Rica og hin frá Marocco, sem er merkilegt, þar sem Marocco er meðal þeirra landa, þar sem konur hafa livað minnst rétt- indi. fslenzki sendiherrabústaðurin í Park Street er á fjórum hæðum og mundi víst ekki vera talin þægileg íbúð vegna þess. Þó er lyfta innanliúss. Stofan er heilli hæð ofar en borðstofan; það er gamalt fyrirkomulag i enskum : : : ■■ ■ wmmmA ■: : Inn á milli húsanna er yndislegur garður með tjörn. Hér eru sendiherrahjónin ásamt dætrum sínum á göngu í garðinum. Að ofan: Henrik Sv. Björnsson á skrifstofu sinni í sendiherrabú- staðnum. Að neðan: Frú Gróa við borðið í borðstofunni. Guðný Hrafnhildur lauk námi við þekktan listaskóla í vor. Hér er hún með eitt verka sinna. Hún merkir myndirnar með Níní. húsum af betri sortinni. Á veggjun- um eru málverk eftir íslenzka lista- menn svo sem vera ber á þessum stað. • Þau voru að tala um það hjónin, að fara daginn eftir á veðreiðarnar i Ascot, sem drottningin er ávalt viðstödd. Spurningu um samkvæm- islíf drottningar gagnvart erlendum sendilierrum svara hjónin á þá leið, að drottning hefur einu sinni að vetrarlagi samkvæmi fyrir alla sendiherra erlendra rikja í London og íslenzku sendiherrahjónin liöfðu að sjálfsögSu sótt það. ÞaS er að vísu nokkuð fjölmennt en þó hvergi nærri eins fjölmennt og þau frægu „yard-party“, sem hún heldur að sumrinu í görðunum við Bucking- ham-höll. Þar eru stundum um átta þúsund manns og lialdin þrjú eða fjögur slík á hverju sumri. í miðj- um garði er tjald drottningar og þar er tedrykkja fyrir hana og sendiherra erlendra rikja. Brezki utanrikisráðherrann held- ur líka árlega samkvæmi fyrir sendiherra erlendra ríkja og það er haldið í bústað ráðherrans í til- efni af hinum opinbera afmælis- degi drottningarinnar, sem er ævin- lega haldinn hátíðlegur á laugar- degi í júní og er eiginlega þjóð- hátíðardagur Breta. Þá er haldin hersvning til heiðurs dyrottningu á Horse Guards nálægt Trafalgar Square og fjöldi manns kemur þangað til að vera viðstaddur. íslenzku sendiherrahjónin kváð- ust liafa kunnað prýðisvel við Breta þessi ár og væri því ekki að neita, að sjálfsagt væru þeir nær okkur sjálfum að skapferli en Frakkar. Þó sögðust þau hugsa gott til þess að flytja til Parisar. Auk þess að vera sendiherra ís- lands i London, gegnir Henrik því embætti fyrir Spán, Portúgal og Holland. Ilann tók við þessu em- bætti á öndverðu ári 1961, um svip- að leyti og ríkisstjórnir Bretlands og íslands komust að samkomu- lagi um lausn fiskveiðideilunnar, sem valdið hafði miklum erfiðleik- um i sainbúð landanna eins og allir vita. Henrik sagði, að fljótlega eftir komu sína til London, hafi hann orðið þess var, að Bretar vildu eiga sem bezt samskipti við íslend- inga. Samskipti þjóðanna eru mjög fjölbreytt. íslendingar eiga nú meiri viðskipti við Breta en nokkra aðra þjóð. Gagnkvæm kynni milli landanna hafa aldrei verið meiri en undanfarin ár. Nægir þar að minna á opinbera heimsókn for- seta íslands árið 1963 og íslands- ferð Filippusar prins, þingmanna- heimsóknir og önnur gagnkvæm kynni á sviði viðskipta og menn- ingar. Henrik verður starfs síns vegna að ferðast mikiS; hann er stundum beðinn um að flytja erindi um ís- land á mannfundum og svo fer Framhald á bls. 41. Þau Gróa og Henrik Björnsson eru nú á förum frá London til Parísar til aS taka við embætti þar. Vikan heimsótti þau á heimili þeirra í Park Street 101 í London. Texti: Gísli Sigurðsson. Ljósm: Gísli Gestss. Islenzku sendiherrahjónin í samkvæmisklæðnaði við hátíð- legt tækifæri. VIKAN 31. tbl. 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.