Vikan

Tölublað

Vikan - 05.08.1965, Blaðsíða 10

Vikan - 05.08.1965, Blaðsíða 10
HANNIBAL SNYR EFTIR ÁS«EIR JAE0BSSOH - STÓRORUSTIJR HAFA Æíl Bátarnir mætast innan við Hnífsdal. isfirðingarnir gera tilraun til að ná sínum manni úr höndum Bolvíkinga, en bolvíski báturinn er minni og lið- legri, svo að isfirðingarnir fá ekki færi á að leggja að honum, og taka þeir það ráð að fylgja honum eftir til ísafjarðar. Bolvlkingarnir taka það ráð, að freista þess, að losa sig við Hannibal upp á Norðurtangabryggjuna, en það er bryggjustúfur, sem stóð, og stendur kannski enn, austur úr Norðurtanganum. Það sjá þeir strax, þegar þeir nálgast bryggjuna, að þeir eru komnir ( úlfakreppu heldur slæma og hefur nú taflið snúizt við í höndum þeirra, hvernig sem á því gat staðið. Það var nefnilega ekki enn kominn stöðvartími. En þarna beið þeirra mannfjöldi og þeir sjá strax, að það muni ekki vera þeirra menn, og á eftir þeim er bátur, og bátsverjar á honum þegar gert þeim Ijóst, hvers væri að vænta úr þeirri átt. Hér var samt ekki um annað að ræða en leggjast að bryggju og sjá hvað í skærist. Það sjá þeir að lögregla staðarins stendur á bryggj- unni, enda er tugthúsið skammt frá. Gunnbjörn fylgir fast á eftir að bryggju. Bolvíking- arnir áttu sér ekki undankomu von. Þeir leggjast að bryggjunni. Þeir voru ákveðnir í að koma Hannibal á leiðarenda, hvað sem raulaði og tautaði. En nú bregður undarlega við. Það er sagt að það sé eitt einkenni á okkar ágætu lögreglu, að það séu ævinlega heldur meiri líkur fyr- ir því, að sá sé tekinn fastur sem fyrir árás verður held- ur en hinn sem árásina fremur. Þetta er talið stafa af þvf, að sá sem hrakinn er, hefur hátt og er æstur, en lögreglunni er illa við allan hávaða, og tekur þann sem hæst hefur. Hvað sem um það er, þá skiptir það eng- um togum að Hannibal er handtekinn og tugthúsaður. Ber nú ekki aðilum saman um viðskiptin þarna á Norðurtangabryggjunni og síðan við tugthúsið, nema leikar fara þannig, að herleiðingarmönnum er llka stungið inn. Eru þá allar aðalpersónur leiksins vel geymdar í bili, því tugthús er rammbyggilegt á ísafirði og veitir ekki af eins og síðar kemur í Ijós. Það þarf engan að undra, þó að Hannibalsmönnum á ísafirði þætti það undarlegt tiltæki að tugthúsa Hanni- bal, enda leið ekki löng stund áður en þeim kom ásamt um að frelsa hann úr trölla höndum með illu eða góðu. Safnast þeir nú saman við tugthúsið. — Ef þið sleppið ekki Hannibal brjótum við upp tugt- húsið, sögðu þeir. — Tugthús vort munum vér verja til síðasta blóðdropa, sagði lögreglan eins og skyldan bauð henni og flýtti sér að sleppa Hannibal. Þessi tíðindi öll höfðun nú spurzt um ísafjörð og nú sker íhaldið upp herör með Olaf Kárason í broddi fylkingar, fræga kempu þar um slóðir. Og ekki er Hannibal fyrr frelsaður og horfinn fyrir horn með flokk sinn, en annar flokkur kemur aðvífandi. Ihaldsmönnum er þungt í skapi, eins og íhaldsmönn- um er ævinlega, ef blóðið nær að renna um kalkaðar æðarnar. Og eins og gamlir tarfar eru oft þeim yngri ilIvígari eins er nú þessi flokkur íhaldsins sízt betri við- skipti en flokkur kratanna. — Ef þið sleppið ekki Bolvíkingunum, þá brjótum við upp tugthúsið, sögðu þessir. — Tugthús vort munum vér verja til síðasta blóðdropa, sagði lögreglan og flýtti sér að sleppa Bolvíkingunum. Var þá tugthúsið tómt eins og tugthús eiga að vera, og lögreglumennirnir glaðir, eins og lögreglumenn eiga að vera yfir tómu tugthúsi. Það virtist til lítils og ekki ómaksins vert að tugthúsa fólk þennan sunnudag á ísafirði. Strax og Hannibal er kominn til sinna manna og af- tugthúsaður, þá tekur hann að leggja á ráðin. Hann brá þeim mun hraðar við en Hrafnkell freysgoði, sem hann líktist um margt, að hann mataðist ekki, heldur snýr með lið sitt til skips og heldur umsvifalaust út í Bol- ungarvík aftur. Hann hefur einvala lið og báturinn er Gunnbjörn sem fyrr. Af þessu má öllum landslýð Ijóst vera, hversu ódeig- ur Hannibal er í orrustum. Eftir að hafa verið hrakinn og meiddur og tugthúsaður þennan sama dag, þá hef- ur hann ekki fyrr sloppið úr greipum f jandamanna sinna, en hann efnir til annarrar og væntanlega miklu harð- vítugri herfarar. Flosi, en svo hét Bolungarvíkurbáturinn, sem tók við af Olvi, er kominn út undir Völlurnar, þegar einum Bolvíkinganna verður litið til baka. — Hvað er nú þetta? Er ekki Gunnbjörn á leið á eft- ir okkur? Jú, það var ekki um það að villast, Gunnbjörn kom öslandi á eftir þeim. Bolvíkingarnir keyra nú vélina sem mest þeir mega í von um að ná til heimahafnar á und- an ísfirðingunum. Og skiljum við nú við bátana, að þeir sigla hvor sem betur má út með Oshllð. Gunnbjörn náði ekki Flosa, enda áttu Gunnbjarnar- menn ekkert erindi við bátsverja á þeim báti. Þegar út fyrir hólana kemur, sjá ísfirðingar mann- söfnuð mikinn á Brjótnum, fyllast þeir þá bardagahrolli og fara að dytta að stríðstækjum sínum. Aðalvopn víkinganna var gúmmlslanga ein mikil, lík þeim, sem konur nota við að vökva blómabeð sín, um það bil hálf tomma í þvermál. Atti að tengja hana vél skipsins og sprauta þannig heitu vatni á Bolvíkinga. Vélin I Gunnbirni var ekki nema tæp hundrað hestöfl og vita þeir, sem til þekkja, að hvorki hiti vatnsins né heldur magn þess gat orðið nokkurri skepnu að tjóni, því að þetta er hvorttveggja svo sem maður pissar. Bolvlk- ingum uxu þessar tilfæringar allar mjög f augum. 40 smálesta bátur með 110 hestafla vél þótti mikið skip I þá daga, og það var ómögulegt að vita hvíllkur firna kraftur kynni að búa I þessari slöngu, sem ísfirðingarn- Þeir Iétu bátinn síga upp að brimbrjótnum og tveir fii- efldir héidu um hið ógurlega vopn, vatnsslönguna. Það fór að koma óhugur í liðið á brimbrjótnum. ir munduðu og héldu tveir sam- an. Ekki dugði nú minna á slíkt voðavopn. Höfðu nú ísfirðingarnir upp stór orð og heitingar hverir við aðra, og skorti ekki frýjunarorð- in. Það skildi ekki standa steinn yfir steini í þessu bölvaða þorpi um það þeir sigldu aftur frá landi. Menn voru fölir en ákveðnir líkt og þeir menn, sem tekið hafa stórar og örlagaríkar ákvarðanir og eru ráðnir í að leggja líf sitt við framkvæmd þeirra. Margur fullhugi var í þessum hópi. JQ VIKAN 31. tbi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.