Vikan

Tölublað

Vikan - 05.08.1965, Blaðsíða 44

Vikan - 05.08.1965, Blaðsíða 44
VEGGDOSIR Umboðs- og heildverzlun - Skipholti 1 5, Símar 10632 - 13530 Johan Rönnlng hfl. Hinar vinsœlu raflagnadósir ávallt fyrirliggjandi hjá eftirtöldum umboðsmönnum: ísafjörður: Akureyri: Seyðisfjörður: Vestmannaeyjar: Reykjavík: Neisti hf. Véla- og raftœkjasalan hf. Leifur Haraldsson Haraldur Eiríksson hf. Johan Rönning hf. Vögguvísa fyrir morð- ingjann Framhald af bls. 5. mér til um afganginn. Þeir hafa valið fremur eyðilegan stað, þar sem peningarnir skulu afhentir, er það ekki rétt? Andy kinkaði kolli. — Þetta hélt ég. Herra Paxton, mér finnst að þér ættuð að láta mig fara með peningana. — Ég get það ekki, Hub. Ég hef það á tilfinningunni, að þetta sé ekki aðeins spurning um peninga, herra Paxton. Ég held, að þetta sé einhver, sem hefur horn í síðu yð- ar. Andy lagði höndina á sterklega öxl lífvarðar síns. — Ég þakka yður fyrir umhyggju yðar, Hub. Ég held, að ég sé ekki í beinum háska, en sé sú raunin — þá verð ég að taka þá áhættu. — Allt í lagi. Þér ákveðið hvort sem er hraðann. En gerið sjálfum yður og mér greiða. Aðeins til þess að þér séuð ekki alveg aleinn .... Andy leit í framréttan hramm líf- varðarins. Hub rétti honum skamm byssuna sína. Þeir voru komnir að hótelinu. Andy bað um að fá töskuna. Hann fékk hana og hélt á henni upp í herbergi konu sinnar. Lissa var föl en virtist róleg og fyllilega með sjálfri sér. Ég var einmitt að vona, að þú kæmir, sagði hún. — Svo hélt hún hikandi áfram. — Ed Thorn- burg sagði mér frá skemmtuninni í kvöld, Andy. Ég varð alveg utan við mig. Það hlýtur að hafa verið hræðilegt fyrir þig. — Það skiptir engu máli núorðið. Hann lagði töskuna á rúmið og opnaði hana. — Það .... Það .... er varla hægt að trúa því, að það séu til svona miklir peningar, sagði Lissa. — Það er að minnsta kosti hrein heppni, að ég gat útvegað þá, sagði Andy. — Ég get ekki látið vera að hugsa um það, að ef við hefðum ekki átt svona mikla peninga, lægi Andrew nú öruggur í rúminu sínu, sagði Lissa beizklega. — Börnum fátækl- inga er aldrei rænt. — Hub álítur, að það sé annað en peningarnir sem eiga hér hlut að máli. Að þetta sé einhver, sem hatar mig. — Ég get ekki ímyndað mér, að neinn geti hatað þig, Andy. — Kærar þakkir. Stundum hef ég verið sannfærður um að þú gerðir það. — Hvað sem vera kann á milli okkar, Andy, þá er það að minnsta kosti ekki hatur. Stundum hef ég átt afar erfitt með að bera virð- ingu fyrir þér. En það getur hafa verið fullt eins mikið mér að kenna. Og þar að auki skiptir það ekki máli nú. Andy lokaði tösunni og leit á úrið sitt. Klukkan var næstum tvö. — Það er víst bezt, að ég fari að koma mér af stað, sagði hann. Hún leit alvarlega á hann. — Þér þykir raunverulega vænt um Andrew, er það ekki? — Jú, andskotinn eigi þaði Andy tók töskuna og gekk fram á gang- inn. Lissa stóð kyrr í dyrunum og horfði á eftir honum. Þegar hann lagði af stað niður stigann, sagði hún lágt: — Guð veri með þér, Andy. Eins og málin stóðu, var það miklu bet- ur viðeigandi heldur en þetta venju- lega: — Gangi þér vel. Andy fann að honum hlýnaði um hjartaræt- urnar. (Gardisette) fallegar sisléttar gardinur Gardisettc hefir alla kosti: * Ljós og sólekta * Síslétt * Teygist ekki * Auðvelt í Þvotti * Krumpast ekki * Auðvelt að sauma * Mölvarið * Lítur út sem nýtt órum saman * Dregur ekki í sig tóbaksreyk * Einstæð óbyrgð: Verksmiðj- an óbyrgist yður fullar bætur fyrir hvern meter, ef Gardisette gluggatjöld krumpast eða þurfa straujun. VIKAN 31. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.