Vikan

Tölublað

Vikan - 05.08.1965, Blaðsíða 33

Vikan - 05.08.1965, Blaðsíða 33
Skörpu drættirnir, sem svefnleysið hafði grafið í andlit Colberts, mýktust í einskonar bros, sem kom fremur fram í augunum en á vörunum. — Það, sem þér hafið nú sagt mér, er mjög líkt minu eigin kjörorði: — Eíkkert án vinnu. — „Því meira erfiði, því ánægjulegri árangur". Angelique romsaði þessu upp úr sér og benti á hann með einum fingri: ■—■ „Lagni gerir vinnu að leik“. Bros breiddist yfir andlit fjármálaráðherrans og gerði hann næstum þægilegan á svip. — Ég heyri, að þér kunnið jafnvel orðalag mitt úr skýrslunni um nefnt hlutafélag, sagði hann. — Mér þætti gaman að vita, hvort nokkur hluthafi hefur nennt að lesa hana. — Mig langaði til að vita, hvað svo reyndur maður, sem þér eruð, álituð um félagsskapinn. Fyrirtækið virtist svo rökrétt og eiga svo mikla möguleika. ■—■ Hvernig datt yður í hug, að slíkt fyrirtæki gæti heppnast? spurði fjármálaráðherrann snöggt. Svo gerðist hann á ný þurrlegur og til- breytingarlaus, um leið og hann taldi upp leyndar eignir Madame du Plessis-Belliére, alias Madame Morens: „Allt skipið Jóhannes sklrari, vopnað með tólf fallbyssum til að verzla og flytja heim kókó, pipar ok krydd, ásamt dýrmætum viði frá Martinique og Santo Domingo.. . . — Rétt, sagði Angelique. Ég varð að halda súkkulaðiverzluninni gang- andi. — Og þér settuð sjóræningjann Guinan yfir það. — Það er rétt. — Var yður ókunnugt um, að þegar þér tókuð hann í yðar þjón- ustu, haíði hann áður unnið fyrir Fouquet, sem þá var i fangelsi? Voru yður ljósar alvarlegar afleiðingar af slikum verknaði, eða ráð- lagði Fouquet yður að fara þannig að? — Ég fékk aldrei tækifæri t.il að tala við Fouquet, sagði Angelique. — Ég held, að hann hafi verið hættulegur maður, vegna þess að mikil auðæfi hans færðu honum völd. Hann misnotaði það. En það mátti hann eiga að hann kunni að velja sér aðstoðarmenn. Einskær tilviljun færði Guinan upp i hendur minar. Hann var fyrirmyndar sjómaður og góður verzlunarmaður. Hann var þá í felum og mjög áhyggju- fullur yfir að hafa tapað verndara sínum. Mér fannst hann vera sá eini, sem gæti bjargað því, sem ég hafði lagt fram, eftir að Austur- Indía hlutafélagið fór á hausinn, en þar með hafði ég tapað miklu fé. Ég réði hann í þjónustu mína. Óreiða fer í taugarnar á mér. Þar að auki hafði ég orðið fyrir áhrifum frá æðri stöðum. — Hvað eigið þér við? — Konunginn. Hann refsar þeim, sem hann dæmir seka, en hann lætur ekki hæfileikamenn sleppa sér úr greipum. Ég gerðist svo djörf að ráða sjóræningja í þjónustu mína, en ég var reiðubúin að láta hann af hendi við konunginn ef hann hefði krafizt þjónustu hans. Hún hafði talað sig heita, en þegar hún lauk máli sínu, brosti hún heillandi brosi. Samt var langt frá að henni liði vel. Colbert hafði verið mikill övinur Fouquets og hann hafði lymskulega sett upp gildruna, sem Fouquet féll að lokum í. Allt, sem Fouquet hafði aðhafzt, hafði nú verið dregið fram i dagsljósið. — Skipið, sem þér senduð til að verzla i Ameríku -— hversvegna senduð þér það ekki til Indlands? spurði Colbert slóttugur. — Ég hafði hugsað mikið um það. En eitt franskt skip hefði ekki komizt leiðar sinnar, og ég hafði ekki efni á fleiri skipum. — En Jóhannes skírari sigldi til Ameríku án þess að verða fyrir nokkru óhappi? — 1 Ameríkusiglingum þarf ekki að óttast sjóræningja. En sjóræningjar leyfa engu einu skipi að fara fram hjá Cape Verdeeyjum. Ef skipið er ekki stöðvað, þegar það fer, er það bara gripið, þegar það kemur til baka. — Hvernig stendur á því, að hollenzk og ensk Austur-Indiaskip eru ekki ónáðuð? — Þau sigla í hópum. Tuttugu eða þrjátíu, nokkuð stór skip, fara frá Liverpool eða Haag saman, og fylgjast að. -— Hversvegna fara Frakkar ekki eins að? — Monsieur, ef þér vitið það ekki, hvernig í ósköpunum ætlizt þér til, að ég viti það? Ef til vill er það vegna skapferlisins, eða fjárhags- ins. Hvernig gæti ég til dæmis, alein, stofnað flota? Frakkar þurfa á birgðastöð að halda á miðri leið til Austur-Indía. — Á Ile Dauphine til dæmis? öll réttindi áskilin — Opera Mundi, Paris. Frh l næsta blaói. Alein alla nóttina ina gæti ímyndað sér að tvær Indíónabeinagrindur lægju rétt við fætur mér, í opinni gröf. Nú sé ég að hin sanna mynd af því sem skeður, er aðeins í hugar- heimi okkar, og að ekkert er eins og það lítur út fyrir að vera. Það er annars alltof erfitt að hugsa svona háfleygt. Hlutirnir skírast ekki hót og kvefið versnar stöðugt .... Ég ætla ekki að gera neitt róttækt. Ég vil bara að við Danny verðum hamingjusöm. En verðum við ham- ingjusöm, nema að ég hætti að jagast við hann . . ? En hvernig á ég að hætta því, nema þá að ég skipti mér ekkert að því hvernig hann hagar námi sínu . . . . ? Og á ég ekki að gleyma í bili myndinni af garðinum, sem er fullur af börn- Framhald af bls. 13. um á þríhjólum . . ? Skildi Indíána- konan hafa rifizt við manninn sinn, og skipað honum að koma heim með betri skinn ..? Eða hjúfraði hún sig upp að honum á kvöldin, og fullvissaði hann um að hún væri hans í blíðu og stríðu, vegna þess að hún elskaði hann , . ? Ég veit ekki Ef ég hefði gifzt Barton, eða þá farið heim til mömmu, yrði ég svo einmana að ég myndi deyja. Ég get ekki hugs- að mér lífið án Danny. Hann er einasti vinur minn og við eigum enga aðra vini, í öllum heiminum. En er þá Danny vinur minn? Hvern- ig getur hann þá látið mig sitja í glugga heilt kvöld og biðja til guðs, að hver bíll, sem ekur um götuna, Framhald á hls. 36. '6. FLOGIÐ STRAX FARGJALD GREITT SÍÐAR r i Y//j Ú Danmötk - Búlgaría 14.8.-2.9. 20 daga ferð YYY///. Fararstjóri: Gestur Þorgrímsson. 14. ágúst: Flogið til Kaupmannahafnar og dyalist þar í 3 daga. 17. ágúst: Flogið til Sofia, en þaðan farið til Sólarstrandarinnar við Svartahaf. Nessebur og dvalist þar í hálfan mánuð. Farið þaðan aftur til Sofia og flogið 30. ágúst til Kaupmannahafnar og dvalist þar í 3 daga. 2. september: Flogið til Keflavíkur Búlgaría er eitt þeirra landa sem ferðamanna- straumurinn á síðastliðum árum hefur aukist til í ríku mæli enda eru baðstrendur þar síst lakari e.n í Rúmeníu og náttúrufegurð mikil. Búlgarar hafa byggt fjöldann allan af nýtízku hótelum undanfarin ár og verðlag er þar mjög gott. Búlg arar skipuleggja ferðir til nágrannalandanna eins og Rúmenar t.d. til Istanbul með skipi og er verð þar mjög gott. Sömuleiðis er um fjölda ferða að ræða innanlands á mjög hagkvæmu verði. Enginn vafi er á að Íslendíngar eíga eftir að auka komur sínar til Búlgaríu á næstu árum enda eru viðskipti landanna í örum vexti. Hafið samband við okkur sem fyrst. LAN □ s a N nr i FERÐASKRIFSTOFA Skólavörðustíg 16, II. hæð SIMI 22890 BOX 465 REYKJAVÍK

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.