Vikan - 02.09.1965, Síða 7
mér. Ég er ein af þeim ólánssömu
konum, sem eru hjólbeinóttar.
Nú langar mig að láta brjóta upp
á mér fæturna, en veit ekki hvort
það muni vera mjög dýrt. Getur
þú ekki, Póstur góður, sagt mér
hvort það er mjög dýrt og taki
langan tíma og svoleiðis.
P.S. Vonast eftir svari fljótt.
X.
Við hringdum i Benedikt Jak-
obsson, íþróttakennara, og spurð-
umst fyrir um æfingar, sem gætu
rétt bogna leggi. Hann kvað
mögulegt að rétta eða að minnsta
kosti laga eitthvað leggi á börn-
um, sem ekki væru orðin full-
vaxin. — Hins vegar, sagði Bene-
dikt, — er ómögulegt að rétta
leggina eftir að lengdarvöxtur er
hættur. Aftur á móti ber minna
á þessum ágalla ef vöðvar eru
ekki mjög rýrir og ef fólk er ekki
of horað, og því hægt að bæta
dálítið úr skák með því að hreyfa
sig mikið og halda vöðvum í
þjálfun.
Svo höfum við líka heyrt að
með læknisaðgerðum megi bæði
rétta bogna leggi og eins stytta
þá ef fólk kærir sig um. Ekki
vitum við hvort slíkar aðgerðir
hafa farið fram hér á landi eða
hvað þær muni kosta. En til þess
að fá allar upplýsingar um þessi
mál, skalt þú snúa þér beint til
læknis, og þá gjarnan skurðlækn-
is.
JÓN SIGURÐSSON, GÍTARLEIKARI.
Kæri Póstur!
Það lá við, að við fengjum slag,
þegar við lásum Vikuna, sem
kom út 12. ágúst. Því að í grein-
inni, sem fjallaði um útlendinga
á Austurvelli, var mynd af ung-
um manni, sem var að spekúlera
í, hver Jón Sigurðsson væri. Við
erum alveg viss um, að sá maður
sé sólógítaristi í The Shadows,
Hank Brian Marvin. Vitið þið
nokkuð nánar um þetta? Hvað
segja annars aðrir Shadowsaðdá-
endur?
Kær kveðja, Glassóklíkan.
Ég hef aldrei heyrt þess get-
ið, að Jón Sigurðsson hafi Iagt
stund á gítarleik hjá Shadows,
hvað þá að hann hafi nokkurn
tímann heitið Hank Brian Mar-
win. Það hlýtur að vera eitthvert
misminni hjá ykkur. En að öllu
gamni slepptu, þá er náunginn
(útlendingurinn að segja) alveg
furðulega líkur þessum fræga gít-
arleikara. Hvort þetta er hann,
vitum við ekki með visssu, en
heldur þykir okkur það þó ótrú-
legt, að hann hafi komið hér til
fslands og enginn skuli hafa veitt
honum eftirtekt, ja nema þá ljós-
myndarinn á Vikunni, en v|ið
reynum alltaf eins og þið vitið
að fylgjast með öllu markverðu,
sem er að gerast í heiminum,
hvort sem er utanlands eða inn-
an.
SVAR TIL UPPGEFINNAR.
Það var verst, að þú skyldir
ekki láta okkur vita, hvað það
væri sem amaði að hjá þér. Þá
hefði heldur verið von til að við
gætum hjálpað. Það er nefnilega
ekki sama, hver er og hvaða mál
það er, sem fólk þarf við. Sá,
sem getur verið góður við þetta,
þarf ekki endilega að vera góður
við hitt. En væri ekki reynandi
hjá þér að ræða þessi mál við
prestinn þinn?
... í yndis-
legum
ilmkremum
I1IN SÉRSTÖKU ILMKREM FRÁ AVON.
Sex ilmtegundir — indælar, mildar og lokkandi,
við hæfi hverrar konu. Svalandi, heit og rómantisk
áhrif. Við öll tækifæri er ILMKREM ávallt það bezta.
Aðeins ögn á hndleggi háls og herðar — kremið
hverfur, en ilmurinn verður eftir lengi — lengi.
VIKAN 35. tbl. rj