Vikan - 02.09.1965, Síða 17
Það þarf ekki að leggja hart að sér
við undirbúninginn.
Og nokkrar bolbeygjur með bein hné.
Skyldu þeir leika þetta eftir marg-
ir knattspyrnumennirnir?
En Jón æfir fleiri greinar en hástökk. Hér
kastar hann kringlunni.
Þegar keppninni var lokið, áttum við Jón stutt rabb saman, þar sem
hann sagði mér frá liinu helzta, sem á daga hans hefur drifiS i íþrótta-
málunum. Jón er fœddur 21. júní, 1941 i Reykjavik og hefur hann
alltaf átt þar heima. Hann byrjaSi aS æfa iþróttir 10 ára gamall meS
Vikingi, en þó ekki frjálsar iþróttir, heldur knattspyrnu. Hann keppti
Framhald ó bls. 20.
VIKAN 35. tbl. -yj
lagSi af staS upp i loftiS. Til óallrar hamingju varS ráin fyrir mér
á ieiSinni upp og ég tók liana meS mér í leiSinni. í næsta stökki fannst
mér vissara aS fara úr frakkanum. En enn fór á sömu leiS, ég felldi
aftur. Og nú átti ég aSeins eina tilraun eftir. Einhverjar illmálgar
raddir voru uppi um þaS, hvort ekki væri rétt aS lækka. Ég lét sem
ég heyrSi þær ekki, snaraði mér úr jakkanum og bjó mig undir aS
stökkva. Og þar kom aS þvi. Ég komst yfir. Áhorfendur voru orSnir
nokkuS inargir og fögnuSu þeir þessu afreki mínu með lófaklappi.
IleiSri mínum og Vikunnar var borgið i bili. Nú þótti mönnum ekki
hæfa, aS ég væri aS reyna við einhverja barnaskólahæS, og hækk-
uSu upp í 1,82. Ég var orðinn vígreifur af síðasta stökki og lagði þvi
ótrauður í þetta. En því miður, ég felldi nokkuð gróflega, og enn heyrð-
ust raddir, sein sögðu, að ég hefði lieldur átt aS reyna aS fara undir
rána en yfir. ASrir voru ákaflega lijálpfúsir viS að leiðbeina mér,
sumir sögðu, að ég ætti að halda hærra um stöngina og aðrir sögðu
mér að halda lægra. Ég þakkaði þessar ágætu leiðbeiningar og lagði
af stað í annað sinn. Ég tók lengra tilhlaup en nokkru sinni áður,
svo langt að það lá við að ég væri uppgefinn af hlaupunum, þegar ég
kom að holunni. En upp fór ég og komst upp. Upp, sagði ég, vissu-
lega komst ég það, en heldur ekki meira. Þegar ég var beint yfir ránni,
var krafturinn búinn og ég hlunkaðist klofvega niður á liana og braut
hana í fallinu. Og þar meS var keppninni lokið af skiljanlegum ástæS
um með sigri Jóns, scm var vel að lionum kominn. En ég lenti í öðru
sæti næst á eftir honum. Jón kom til min eftir að ég var risinn á fætur
og þakkaði mér fyrir harða og drengilega keppni. Ég þakkaði fyrir
á móti og sagðist vona, að við ættum einhvern tima eftir að etja saman
hestum okkar á nýjan leik. Sem sagt keppninni var lokið með glæsÞ
legum sigri Jóns, sem hafði stokkið 2,07 metra, 55 cm. hærra en næsti
maSur komst á stöng. Ég var að vonum dálítið vosvikinn yfir ósigr-
inum, ég var nefnilega búinn að hugsa mér, fyrir keppnina, að þessi
grein bæri nafnið „Þegar ég sigraði Jón Þ. Ólafsson", eða þá i versta
tilfelli: „Yfir tvo metrana með Jóni.“ En sú grein verður vist að biða
enn um sinn. Og svo er nú engin skömm að þvi að vera i öðru sæti
á eftir fslandsmeistaranum. Jafnvel þó maður noti stöng.
Það þarf að vinda líkamann til að
liðka hann upp.
Leikfimiæfingarnar eru veigamikill
þáttur í þjálfuninni.