Vikan

Issue

Vikan - 21.10.1965, Page 2

Vikan - 21.10.1965, Page 2
 . R- : : ; : • . . ........ ■ ' ■ ■ ' ■ ■ : . : KING IGA^ETTES HAB5E IN U.S.A. K'Ss'á'4 * ; • ;. ; ■; • Í ■ Bezta tóbakið veitir mesta ánægju. REYKIÐ CHESTERFIELD! í FIILLRI ALVÖRU Bítilæði Hingað til lands berast iðu- lega fréttir frá öðrum löndum, um svo og svo mikil skrílslæti unglinga í sambandi við skemmt- anir táningahálfguða, svo sem ýmiskonar bítlategunda. Við og við hafa svona hálfguðategundir slæðzt hingað, rétt eins og sjald- gæf fiðrildi á sumrin, og eftir- myndir íslenzkar hafa efnt til samkoma í höfuðborginni, og jafnan hafa því fylgt skrílslæti nokkur. Nýlega bárust hingað fjórir bítlar af tegundinni KINKS, og héldu skemmtanir í Austurbæjarbíói. Fyrsta sam- koman var haldin heldur snemma kvölds, og þá komu svona venju- legir unglingar. Sú gerðin, sem kemur hálfslompuð og sötrar sitt brennivín meðan á skemmtun stendur, mætir yfirleitt ekki fyrr en á síðustu sýningum. En á þessari fyrstu sýningu voru sænskir myndatökumenn frá því þarlenda sjónvarpi, gengu um salinn og beindu ljósum sínum og vélum að hóp og hóp í einu. Þeir voru hér að taka heimildar- kvikmynd um það, hvernig ís- lendingar skemmtu sér. Þá bar svo við, að hóparnir fengu bítil- æði einn og einn í einu, meðan Ijósin léku um þá. Svo datt allt í dúnalogn, og allar síðari sýn- ingar, hvort sem setnar voru af flöskugestum eða ekki, fóru frið- samlega fram. Þýðir þetta ekki, að ungling- arnir okkar séu í eðli sínu frið- samlegir og eðlilegir, þótt hins vegar megi óneitanlega múgsefja fólk á öllum aldri, og unglingar séu óneitanlega móttækilegri fyrir sefjun en fullorðið fólk? Er ekki kominn tími til að hætta að bölsótast yfir æskunni, en beina þess í stað athyglinni að þeim æsingamönnum, sem skella kastljósum sínum, eiginlegum og óeiginlegum, beint íandlitþeirra, sem fremur þarf að leiða en blinda? S.H. 2 VIKAN 42. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.