Vikan

Tölublað

Vikan - 21.10.1965, Blaðsíða 4

Vikan - 21.10.1965, Blaðsíða 4
SANAMAT nuddtækin frá Sanamat-verksm. Frankfurt/Main sameina alla beztu kosti slíkra tækja í sam- ræmi við nýjustu tækni. Stillan- legur vibrationsstyrkleiki og 7 fylgihlutir auðvelda margskon- ar notkun — auka vellíðan, eyða þreytu, mýkja og styrkja. Örugg gæði. — Mjög hagstætt verð. — Ábyrgð á hverju tæki. 3 gerðir fyrirliggjandi. EINKAUMBOÐ: Verzlinin LAMPINl Laugavegi 68 Sími 18066. ÖR TORffhHÍK Nu er það komið, VO-5 vinsælasta shampoo Bandaríkjanna, sem gerir hárið nákvæmlega ems o : þér viljið hafa það. Stendur hárið venjulega út í loftið eftir þvottinn? Ekki lcngur. Ekki með VO-5. Gerið VO-5 að yðar shampoo —• og það verður barnaleikur að leggja hárið. VO-5 með 5 starfrænum efnum: 3, sem gera bárið hrcint, glansandi og vellykt- andi. 2, sem gera hárið mjúkt og viðráð- anlegt — eins og þér viljið hafa það. EIN KAUMBOÐ: <J. P. GUÐJÓNSSON H.F. Skúlagötu 26. — Sími 11740. * ~ FARÐU VARLEGA! Kæri ráðgóSi Póstur! Ég skrifa í mjög mikilli von um að fá svör við þeim spurn- ingum sem ég ætla að biðja þig að svara og Please! svaraðu án útúrsnúninga. í sambandi við böll og herra. Finnst þér ekki svolítið dónalegt af dömu að afþakka dans, jú það er enginn efi — en ef strákur borgar miðann á ballið og situr við sama borð og svo framv. En síðan kemur venjulegur strákur og bíður upp í dans en áhugann vantar hjá dömunni til að dansa við hann, því hugurinn snýst um þann sem bauð inn, getur daman verið þekkt fyrir að segja nei takk? eða hvaða skýr- ingu getum við gefið? í sambandi við gullhamra og hrós. Sumir strákar eru gæddir þeim eiginleikum eða óeiginleik- um að slá „gullhamra" og þá erum við oft með orðin á vörun- um: Þú ert draumur! eða eitt- hvað líkt því en alla vega finnst mér aðrar stelpur muni aldrei segja slíkt, svo ég sleppi öllu þannig en oft hef ég áhuga á að segja: Mér þykir óskaplega vænt um þig, ef þú segðir mér upp færi ég alveg í drasl! éða eitt- hvað, sem kallast hrós og er meining. Hvers vegna er yfirleitt sagt: í guðanna bænum láttu hann (kærastann) ekki vita að þú vilj- ir ekki missa hann? Þetta eru sjálfsagt kjánalegar spurningar en spurt í fullri al- vöru og fáfræði. Geturðu frætt mig á því hvern- ig ég get gleymt að vera þvinguð á böllum en ég veit að ég dansa ekki vel og finnst mjög leiðin- legt. Nú er ég víst heldur frek á plássið í Póstinum en elsku Póst- ur, hjálpaðu mér og svaraðu þessu fyrir mig og það fljót- lega. Með fyrirfram þökk. Ein af þeim fáfróðu. P.S. Hvernig er skriftin? Mér mundi aldrei koma til hug- ar að snúa út úr svona skemmti- legu bréfi, Fáfróð mín, og alveg sérstaklega vegna þess að þín vandamál snerta fjölmargar aðr- ar ungar stúllcur. Við skulum þá fyrst afgreiða spurninguna um hvort rétt sé að afþakka dans í ýmsum tilíellum. Auðvitað hafa allar stúlkur full- an rétt á því, en það er hreint ekki sama hvernig það er gert. Athugaöu það, að þegar strákur gengur til stelpu og býður henni upp, er hann í flestum tilfellum dauðfeiminn og hræddur við • móttökurnar, þótt hann reyni að manna sig upp og láta ekki á því bera. Þaö eru gömul sann- indi að margur fer að drekka vín bara í þeim eina tilgangi að afla sér kjarks til að bjóða upp stúlkum á böllum. Það er þessvegna mikið sálarlegt áfall fyrir karlmenn, þegar þeim er neitað um dans. Þeir halda að allir viðstaddir horfi á sig undr- unaraugum og geri grín að sér þegar þeim er neitað. Þetta brýzt stundum út í reiði, eða dónaskap, þegar þeir eru að reyna að halda virðingunni gagn- vart sjálfum sér og öðrum. Það þarf mikla nærgætni og innsýn til að aíþakka dans ef vel á að fara. Oftast er þó hægt að gera það þannig að herrann taki það ekki illa upp ef vilji er fyrir hendi. Stúlkan brosir þá til herr- ans, kemur með einhverja afsök- un, sem hljómar sennilega, segir við hann nokkur orð, bendir hon- um e.t.v. á að koma seinna _____ sem hann þorir þó varla — og ef þannig stendur á má gjarnan bjóða honum að setjast augna- blik við borðið og rabba við hann smástund. Það þarf þunnan herra til að skilja ekki slíka neitun, ef vel er á haldið. Ef þú ert á dansleik með pilti, sem hefur boðið þér, þá er það algjört skilyrði fyrir því að þú getir með góðu móti dansað við annan, að hann spyrji fyrst herr- ann þinn svo þú heyrir til, hvort hann megi dansa við þig. Ef hann er ekki nægilega kurteis til þess, þá átt þú sjálf að spyrja þinn herra hvort þú megir dansa við náungann. Ef boröherrann þinn þekkir þig vel, þá veit hann oftast sjálf- ur hvort þú vilt dansa við aðra eða ekki, og tekur þá af skarið fyrir þig. Þetta getur þú hæg- lega notað þér og sagt við hann þegar þú sérð einhvern koma til þín, að þennan viljir þú elrH dansa við. Allavega þá skaltu aldrei segja „Nei, takk“, eða annað álíka þurrt og stuttaralegt. Það veldur þér óvinsælda, ekki aðeins hjá 4 VIKAN 42. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.