Vikan

Útgáva

Vikan - 21.10.1965, Síða 18

Vikan - 21.10.1965, Síða 18
Kringluleita stúlkan, sem var að dansa „Bug“ leit út eins og hún hefði misst ísmola niSur í hálsmálið á blússunni sinni, og krafsaði ofsalega til að ná í hann. Diskotek um (Disc-Jockey eða Disqu- arie), sem venjulega eru í af- síðis klefum. Þeir reyna að stjórna hávaðanum eftir geðs- lagi gestanna og framkomu. Slim Hyatt, sem stjórnar Shepheards klúbbnum segir: —Eg þoli ekki að sjá fólk sitja og stara út í loftið, ég vil hafa það á stöðugri hreyfingu. Go-Go klúbbarnir sem fara frekar eftir venjum frá Holly- wood en Paris hafa oftast þann háttinn á að nota jöfn- um höndum hljómsveitir og hljómplötur. Þeir láta líka vellimaðar stúlkur í stuttum pilsum sýna danssporin á upp- hækkuðum pöllum. En þeir sem haldnir eru diskótek-æði, þurfa yfirleitt ekki á leiðbeiningum eða hjálp að halda, þetta kemur ósjálf- rátt. — Það er ekki hægt að komast hjá því að dansa hér, segir Killer Joe og pantar sér nýjan drykk. — I fyrsta lagi er dansinn of auðveldur til að sitja hjá, í öðru lagi er hann of æsandi til að dansa ekki og í þriðja lagi skemmt- ir pakkið þarna á gólfinu sér svo stórkostlega, að það er útilokað annað en að æsast með því.... Piro bendir á ösina á gólf- inu og segir: — Það sem þetta fólk er að dansa eru ósköp einföld tilbrigði af „Twist“. Allir diskótek dansar eru ættaðir frá Twist, og allir geta dansað Twist. Tíu ára börn geta lært það af sjón- varpinu. Sjáið þið þessi tvö þarna, þau eru að dansa Frug, hann bendir á par á gólfinu. — Þau rokka ekki, eins og í Twist, en sjáið þið hvernig þau hreyfa sig í mjöðmunum? Standa fast í fæturna, öll hreyfingin er í mjöðmum og fótleggjum. Og svo þessi tvö, þarna, þau hreyfa handleggina eins og þau séu á hestbaki. Það heitir Hitch-Hiker. Sko, þau dansa „Frug“ og benda með höndunum, eins og þau séu á hestbaki. — Einfalt? Þarna er „Surf“. Sjáið það. Þau dansa „Frug“ og láta eins og þau séu á sjóskíðum, fjöðr- uð í hnjánum, til að standa ölduna, vagga sér til hliðanna til að halda jafnvæginu. Nú skipta þau yfir í „Swim“, sko þau „crawla“ með hand- leggjunum. Þarna yfirfrá er »Eug“. Kringluleita stúlkan, sem var að dansa „Bug“ leit út eins og hún hefði misst ísmola niður í hálsmálið á blússunni sinni, og krafsaði ofsalega til að ná í hann. — Ja-á, sagði Piro og hall- aði sér aftur á bak í stólnum, — nú geta stúlkurnar dansað og hreyft sig eins og þær vilja. Þær hljóta að elska þessa dansa. Þær gátu ekki verið svona óháttbundnar áður en „Twist“ kom til sögunnar. Þær hljóta að hafa bölvað í hljóði í mörg ár, þegar þær voru dregnar fram og aftur af karlmönnum, sem kannske lítið sem ekkert kunnu að dansa og tröðkuðu á tánum á þeim heilu kvöldin. Nú mega þær tjá sig eftir vild, alveg óhindraðar! Kjánaleg stífni karlmanna fer í taugarnar á KiIIer Joe. — Jafnvel þótt þeir séu í einkatímum hjá mér eru þeir feimnir og hræddir um virð- ingu sína. Þeir vilja ekki slappa af, þeir eru miklu hræddari en konur um að verða sér til skammar. Hertoginn af Windsor var einn af nemendum hans: — Bezti náungi, hertoginn. Ég varð að kenna hértogahjón- unum í anddyrinu á íbúð þeirra á Waldorf Astoria, það var eini staðurinn sem ekki var teppalagður. Hann var dálítið stirður í fyrstu, eins og hann væri hræddur um að hann gæti ekki beygt sig. En þegar ég var búinn að koma honum í gang, var allt í lagi. Ein af nemendum hans var hin fræga enska dansmær Dame Margit Fonteyn: — Sybil Burton kom með hana, sagði Joe. — Alicia Markova var líka hjá mér. .. . Ray Bolger bað hann einu sinni um leiðbeiningu. — Ég var búinn að þekkja hann í mörg ár. Ég sagði: „Hvern fjandann ertu að gera hér, Ray!“ Hann sagðist vera að fara í bless- party og var svo hræddur um að einhver bæði hann um að dansa Twist. Hugsið þið ykk- ur, hann kunni ekki að twista! Hann kom auga á slöngu- lega, dökkhærða stúlku, sem hreyfði sig með krampakennd- um hnykkjum. — Sko þessa, sagði hann. —- Hún er að dansa „Asna“. Er hún ekki stórkostleg? Efri búkur hans hreyfði sig í stíl við hennar hreyfingar. — Haltu áfram, elskan, sagði hann. — Ó, drott- inn minn, sjáið þið hvernig hún klifrar upp í bananatré .... Að lokum sýndi Killer Joe að hann gat ekki annað en dansað á svona diskótek- kvöldi. — Ég verð að ná mér í mótdansara, sagi hann og var þotinn.... Á dansgólfinu er Killer Joe 10 feta hár og almennings- eign, annars er hann fimm fet og sex þumlungar, vegur 130 pund og er sjálfs síns herra. Hann vill hafa hárið slétt svo hann klístrar það niður með feiti, þótt það sé hálfgerð dauðasvnd. Þung austurlandalykt ósar frá hon- um og hann er hlaðinn gulli, stórir gullermahnappar, stórt gullarmbandsúr, stór gull- hringur (með upphleyptum Framhald á bls. 30.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.