Vikan

Útgáva

Vikan - 21.10.1965, Síða 50

Vikan - 21.10.1965, Síða 50
APPELSÍN SfTRÖN L I M E Svalandi - ómissandi á hverju heimili eða á afmælisdegi sínum 1966. Paul virðist vera mjög hægur og ró- legur, en hann hefur tilhneigingu til að gera sér upp eitt og annað og leyna því, að innst inni er hann mjög óöruggur um sjálfan sig. Vin- ir og vandamenn verða í sífellu að telja í hann kjarkinn til þess að hann geti staðið í sínu stykki. Sem stendur er um tveggja ára tímabil að ræða hjá Paul, en á þessu tíma- bili munu hæfileikar hans njóta sín bezt, og hann ætti því að nota tímann og „hamra meðan járnið er heitt". GEORGE George Harrison er fæddur 25. febrúar 1943 í fiskmerkinu. Stjörnu- fræðilega séð er hann leyndardóm- ur hljómsveitarinnar. Þessi bítill hefur undarlegt hugboð um allt. Þegar hann einsetur sér að ná ein- hverju takmarki vinnur hann að því, svo lítið ber á, án þess að hinir komist á snoðir um það. George vill sjá góðan árarigur af öllu, sem hann tekur sér fyrir hend- ur. í umgengni sinni við það kven- fólk, sem honum geðjast að, er hann hinn hægláti og jafnframt hik- andi unnandi, en hann fær alltaf það, sem hann vill. Hann verður fyrst ástfanginn fyrir alvöru 1965, en það verður ekki fyrr en 1967 til '68 að hann finnur hamingjuna. George kann vel að vega og meta allar aðstæður, hann veit, hvernig hann getur fundið fegurð og hrynj- andi í öllu, sem hann tekur sér fyr- ir hendur, og hann hefur sérstaka hæfileika til að sameina hið list- ræna hinu raunhæfa. George er góðhjartaður og hann trúir því, að þeir, sem honum þykir vænt um, séu betri en þeir eru í raun og veru. Þótt hann sé yngstur Bítlanna, er hann sá þeirra, sem hefur heilbrigð- asta dómgreind. RINGO Richard Starkey (Ringo Starr) fædd- ist 7. júlí 1940 og heyrir til Krabba- merkinu. Hann er mjög einstreng- ingslegur og vildi helzt, að allur heimurinn snerist aðeins um hann. Á sviði kemur hann vel fyrir sjónir, hann er fullur af lífi og fjöri, en ( einkalífi sínu er hann hlédrægur. Verði hann fyrir gagnrýni, dregur hann sig inn í sína skel og bíður aðeins eftir því andartaki, þegar hann getur komið fram hefndum. Þegar óvinurinn á sízt von, býst hann til árásar og hann ber ætíð sigur úr býtum með sinni beittu fyndni. Ringo hefur kynnzt ýmsu á lífsleiðinni, hann man tímana tvenna. Nú hefur hann aðeins á- huga á því, sem varðar hljóm- sveitina. Hann vill ekki láta plata af sér einn einasta bita af kökunni. Þegar fram líða stundir mun Ringo verða ráðsettari en hann er nú. Hann mun finna meira öryggi og hann verður án efa klókur fjár- aflamaður í viðskiptalífinu. ★1 Hvítkálsgratín með lauk og osti. Frcmur lítið hvítkálshöfuð, vatn, salt. Jafningur: 2 matsk. smjörl., 1 lítill laukur, 3 matsk. hveiti, mjólk, e.t.v. I eggjarauða, salt, pipar, rifinn ostur, rasp, smjörlíki. Skerið kálið í lengjur og látið það sjóða í vatninu þar til það er meyrt. Flysjið og saxið laukinn og steikið hann í feitinni þar til hann er mjúkur og hætið hveitinu í. Jafnið upp með mjólkinni þar til jafningurinn er frekar þunn- ur. Kryddið með salti og pipar. Látið renna vel af hvítkálinu og setjið það í smurt, eldfast fat. Hellið jafningnum yfir, en áður hefur rifna ostinum verið bætt í hann. Stráið dálitlu raspi yfir og setjið nokkra smjörbita ofan á. Setjið inn í ofn og látið bakast þar til það er fallega ljósbrúnt. Stráið saxaðri per- silju yfir áður en kálið er borið á borð. Grænkálsjafningur. Nokkrir grænkálsleggir, 4 — 5 soðnar kartöflur, 2 matsk. smjörl., 1þykkur rjómi, salt, pipar, svolítið kjötsoð. Skcrið kálið í smábita og sjóðið það í upp undir klukkutíma í söltu vatni. Vindið síðan úr því vatnið i þurrum dúk, þannig að það vcrði cins þurrt og hægt er. Hakkið það í hakkavél með kartöflunum. Bræðið smjörið og setjið grænkálsjafninginn í. Þynnið út með rjómanum og kjötsoðinu og kryddið eftir smckk með saltinu og piparnum. Blómkál með sardínusmjöri. 1 stórt blómkálshöfuð, vatn, salt, sítrónusafi, múskat, 200 gr. brætt smjör, Vz — 1 tesk. marðar sardínur, saxaður graslaukur. sjóðið kálið með sitrónusafanum og múskatinu og látið renna vel af þvf. Varizt að sjóða það of mikið. Bræðið smjörið og blandið sardínunum í það og licllið því yfir blómkálið, sem þarf að standa á frekar djúpu fati. Söxuðum graslauk stráð yfir. Hvítkál á kínverskan hátt. 1 meðalstórt hvítkálshöfuð, 2Vi dl. saxaðir sveppir, 1 grófsöxuð paprika, salt (e.t.v. örlitið sykur, nokkur korn) svolítið kjötsoð, % dl. matarolia, 1 stór laukur. Hakkið laukinn og skerið hvítkálið mjög smátt. Stcikið fyrst laukinn og svcppina um stund i oliunnl og bætið síðan livítkálinu og paprikunni f. Krydd- ið með salti og e.t.v. örlitlum sykri. Hellið það miklu kjötsoði yfir að kálið soðni, en það má ekkl verða alveg lint. Jafnið upp með svolitlu kartöflumjöll. Gott cr að nota þennan jafning með steiktu eða soðnu kjöti eða pylsum eða jafnvel steiktum fiski. Rauðkálssalat. Skerið kálið í mjög þunnar og litlar ræmur og blandið því í þennan vökva: sítróna, vatn, salt, og hunang og svolitið af negul, hve mikið af hverju eftlr smekk. Notizt með kjöti. Blómkál í ofni. 2 blómkálshöfuð, vatn, salt, rifinn ostur, 3 — 4 tómatar, rifin múskathncta, persilja, 3 — 4 matsk. brætt smjör. Sjóðið blómkálið, sem hefur verlð skipt i smábita, en látið það ckkl alveg meyrna. Látið renna af því og setjið í eldfast mót. Kaðið tómatsneiðum ofan á það og stráið nógu af rifnum osti á milll og ofan á. Kryddið með saltinu og múskatinu. Hellið dálitlu bræddu smjörl yfir og stráið raspi ofan á og lcggið smjörbita á víð og dreif. Setjið í heitan ofn þar til rétturinn hefur fengið á sig lit. Skreytið með saxaðri persillu, en ágætt er að nota þetta blómkál með medisterpylsum eða bera það fram tómt með sveppasósu. Til þess að losna við lciðinlega kállykt, þegar verið er að sjóða kálið, má vefja það inn í málmpappír og setja það þannig i pottinn. Sumir sctja þykka brauðsneið ofan á og segja að lyktin fari við það, enn aðrir smjörbita í vatnið. Til þcss að gera blakkt blómkál hvitt á ný, er ágætt að láta það liggja um stund í ediksblöndu (1 matsk. edik í 1 1. vatns) og hclla svo blöndunni af áður en kállð er soðið. gQ VIKAN 42. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.