Vikan

Issue

Vikan - 16.12.1965, Page 28

Vikan - 16.12.1965, Page 28
anna, sem sumir hverjir neituðu þeim um að flytja mál fyrir réttinum með slíka „höf- uðprýði". Þó sýna opinber ensk skjöl, að í desember 1529 greiddi leyndarráð Hinriks 8. hvorki meira né minna en 20 shillinga fyrir hárkollu handa hirðfífli konungs. Á ríkisárum Elísabetar miklu voru hár- kollur almennt komnar í notkun meðal kvenna. Og drottningin sjálf, ásamt stöllu sinni, Maríu Skotadrottningu, bar hárkollu við ýmis tækifæri. Og á dögum Karls I var svo komið, að konum var talið lítt sæmandi að notast við sitt eigið hár, það skyldu þær hylja undir ábúðarmikilli hárkollu. Gerðu konur þess tíma sitt bezta til að verða ekki eftirbátar karlmannanna á því sviði. Mjög fór að draga úr glæsileik hárkoll- anna á valdatímum Loðvíks 15. Þær voru nú minni og til muna gisnari. Má segja, að þær hafi þannig fylgt konungsveldinu, sem hrakaði mjög um þetta leyti. Þrátt fyrir það voru um þessar mundir ekki færri en 45 gerðir af hárkollum í daglegri notkun. En hver gerð hafði sitt heiti og stíl. Þegar Loðvík 16. kom til valda, var hár- kollufaraldurinn enn svo mikill, að hver at- vinnustétt og aldursskeið bar hárkollu af sinni sérstöku gerð og útliti. Var sagt, að jafnvel hinir aumustu þjónustumenn vog- uðu sér ekki út fyrir dyr án hárkollu. Ekki er vitað með vissu, hvenær hárkoll- ur voru fyrst teknar til notkunar í leikhús- um, en líklegt er talið, að það hafi gerzt um svipað leyti og þær héldu innreið sína í sam- kvæmislífið. í dag eru þær taldar ómissandi á sviði, í kvikmyndum og í sjónvarpi, og iVleö Biátríð grestt - inni I skáp Og ekki má gleyma karlmönnunum. Hér er Margrét að búa Val Gíslason inn á leiksviðið. Hann hefur fengið frampart úr kollu, sem grcidd er saman við hans eigið hár, og það er einmitt þetta, sem sumir karlmenn fá sér til afnota í einkalífinu, þegar hárið er farið að þynnast að framan. Það má gera ýmsa galdra með einni fléttu, og hamingjan má vita, hvað varð íir henni þessari á höfði Brynju Benediktsdóttur, leik- O konu, þegar Margrét hafði farið æfðum höndum um verkið. .... lw"»~ i O Á þessari mynd er tekið að setja topp á höfuð Brynju .. . O' • • • og hér er verkið fullkomnað.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.