Vikan

Tölublað

Vikan - 16.12.1965, Blaðsíða 28

Vikan - 16.12.1965, Blaðsíða 28
anna, sem sumir hverjir neituðu þeim um að flytja mál fyrir réttinum með slíka „höf- uðprýði". Þó sýna opinber ensk skjöl, að í desember 1529 greiddi leyndarráð Hinriks 8. hvorki meira né minna en 20 shillinga fyrir hárkollu handa hirðfífli konungs. Á ríkisárum Elísabetar miklu voru hár- kollur almennt komnar í notkun meðal kvenna. Og drottningin sjálf, ásamt stöllu sinni, Maríu Skotadrottningu, bar hárkollu við ýmis tækifæri. Og á dögum Karls I var svo komið, að konum var talið lítt sæmandi að notast við sitt eigið hár, það skyldu þær hylja undir ábúðarmikilli hárkollu. Gerðu konur þess tíma sitt bezta til að verða ekki eftirbátar karlmannanna á því sviði. Mjög fór að draga úr glæsileik hárkoll- anna á valdatímum Loðvíks 15. Þær voru nú minni og til muna gisnari. Má segja, að þær hafi þannig fylgt konungsveldinu, sem hrakaði mjög um þetta leyti. Þrátt fyrir það voru um þessar mundir ekki færri en 45 gerðir af hárkollum í daglegri notkun. En hver gerð hafði sitt heiti og stíl. Þegar Loðvík 16. kom til valda, var hár- kollufaraldurinn enn svo mikill, að hver at- vinnustétt og aldursskeið bar hárkollu af sinni sérstöku gerð og útliti. Var sagt, að jafnvel hinir aumustu þjónustumenn vog- uðu sér ekki út fyrir dyr án hárkollu. Ekki er vitað með vissu, hvenær hárkoll- ur voru fyrst teknar til notkunar í leikhús- um, en líklegt er talið, að það hafi gerzt um svipað leyti og þær héldu innreið sína í sam- kvæmislífið. í dag eru þær taldar ómissandi á sviði, í kvikmyndum og í sjónvarpi, og iVleö Biátríð grestt - inni I skáp Og ekki má gleyma karlmönnunum. Hér er Margrét að búa Val Gíslason inn á leiksviðið. Hann hefur fengið frampart úr kollu, sem grcidd er saman við hans eigið hár, og það er einmitt þetta, sem sumir karlmenn fá sér til afnota í einkalífinu, þegar hárið er farið að þynnast að framan. Það má gera ýmsa galdra með einni fléttu, og hamingjan má vita, hvað varð íir henni þessari á höfði Brynju Benediktsdóttur, leik- O konu, þegar Margrét hafði farið æfðum höndum um verkið. .... lw"»~ i O Á þessari mynd er tekið að setja topp á höfuð Brynju .. . O' • • • og hér er verkið fullkomnað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.