Vikan


Vikan - 24.03.1966, Blaðsíða 4

Vikan - 24.03.1966, Blaðsíða 4
Nútíma kona notar Yardley fegrunarvörur Yardley fegrunarvörur eru fram- feiddar fyrir yður samkvaemt nýjustu taekni og vtsindum, eftir margra ára rannsóknir og til- raunir ( rannsóknarstofum Yardl- ey í London og New York. Yardley veit a8 þess er vænst af yður, sem nútíma konu, a8 þér lítið sem bezt út, án tillits til hvar þér eruð eða hvernig yður líður. Þess vegna býður Yardley yður aðeins hin réttu andlitsvötn og krem, hvernig svo sem húð yðar er og Yardley tízkulitirnir ( varalitum, augnskuggum og make up, sem fara yður bezt. BIÐJIÐ UM YARDLEY í NÝJUSTU PAKKNINGUNUM. Innflytjandi GLÓBUS h.f. MILUGONGUSKIP. Kæra Vika! Mig langar til að biðja þig að segja mér hvaða próf maður þarf að hafa til að geta verið skips- þerna og hvað gamall, og mat- reiðsla eða hvað með hana? Hvað heita skipin sem ganga á milli? Þarf maður að kunna málin vel? Er gott kaup? Hvað eru marg- ar þernur á hverju skipi? Mig er farið að langa svo mikið að vera þerna þótt ég sé ekki göm- ul enn. Með fyrirfram þökk fyrir allt gamalt og gott. Sallí K. P.S. Bið að heilsa Gullrassi. Sama S.K. Mér vitanlega er ekkert próf skil- yrði til að geta orðið. skipsjóm- frú eða skipsþerna, en skipafélög- in vilja helzt ekki ráða alltof mikla unglinga í þessa erfiðu ábyrgðarstöðu. Það er sjálfsagt fyrir hverja fullvaxta stúlku að kunna að matbúa allan algeng- asta mat og helzt dálítið meira. Skipin, sem ganga á milli, hljóta að heita milligönguskip. Nokkur kunnátta í ensku og Norðurlanda- málum, hlýtur að vera lágmark, en ég efast um, að kaupið þyki neinn munaður. Þernufjöldinn á hverju skipi er mjög mismun- andi, eftir stærð skipanna og ætl- unarverki. Þú getur sjálfsagt orðið þerna með tímanum, þótt þú sért ekki gömul enn. Við þökkum þér sömuleiðis fyrir allt gamalt og gott og GuIIrass biður kærlega að heilsa þér. HVERJU VÆRI BREYTT? Reykjavík, 25. febrúar, 1966. Hr. ritstjóri, Gísli Sigurðsson, Vikublaðið VIKAN, Skipholti 33. Reykjavík. Við höfum lesið grein yðar „f fullri alvöru“ í 8. tbl. VIKUNN- AR. Tónninn í greininni undrar okkur því þér megið trúa því, að ekki skortir viljann til að hafa nægilegt úrval fyrii við- skiptavinina. Hvað okkur varð- ar, í Tízkuverzluninni GUÐRÚN h.f., vildum við aðeins óska þess, að við hefðum fjárráð til að kaupa inn nógu marga verð- og gæðaflokka til að fullnægja ósk- um sem flestra neytenda, en margt hefur stuðlað að því að á undanförnum árum hefur geng- ið á ýmsu með verzlanir einsog okkar. Við biðjum yður þess vegna að líta í eigin barm. Ætli ykkar vandamál sé ekki nokkuð svipaðs eðlis einsog okkar, eða hversvegna eru dönsku vikublöð- in betur prentuð, með fjölbreytt- ara lesefni og ódýrari en þau ís- lenzku? Við vitum hversvegna þetta er og ef þér hefðuð munað eftir þessu sjálfur, þegar þér skrifuðuð fyrrnefnda grein yðar, erum við viss um að þér mynduð hafa sleppt henni. Virðingarfyllst, Tízkuverzlunin GUÐRÚN h.f. Ragnar Borg. Það gleður mig hr. kaupmaður, að þér skulið hafa lesið pistil- inn — og tekið hann til yðar. Þó var hann vitaskuld alls ekki meintur til yðar fremur en kollega yðar. Að minni hyggju mundi það varla breyta miklu, hvort þið hefðuð næg f járráð til að kaupa inn marga verðflokka. Það sem máli skiptir fyrir flesta kaupendur er það, að óhæfileg- ur verðmunur sýnist vera á þess- um vörum í smásölu erlendis og hér. Og það jafnvel þótt við tök- um með í reikninginn, að toll- ur á þessum vörum er 90% og álagning (á að vera) 40%. Samt kaupið þið þessar vörur að sjálf- sögðu ekki í smásölu erlendis. Samanburðurinn á aðstöðu okkar er út í hött. Þér flytjið inn fullunna vöru, en við aðeins hráefnið. íslenzk blöð eru unnin af ÍSLENZKUM FAGMÖNNUM. Það er á leiðinni annar pistill „I fullri alvöru“, þar sem þetta verður betur útskýrt og ég bið yður að viðhafa þolinmæði þang- að til. Ég vona þá, að þér sjáið betur muninn og einnig það, að greinin um kaupmennina hefði jafnt verið skrifuð með það í huga. Virðingarfyllst, Gísli Sigurðsson, ritstjóri. Kæra Vika! Mér datt í hug að senda ykk- ur eina gamla, sanna og broslega sögu, ef þið kynnuð að hafa ^ VIKAN 12. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.