Vikan


Vikan - 24.03.1966, Page 15

Vikan - 24.03.1966, Page 15
Ringo Starr er nýlega búinn að leggja sér til skegg, með fullu samþykki frúarinnar. Nú er bara eftir að vita hvort það verður lagt á mannkynið að sjá alla þessa hárprúðu pilta með skegg í ofanálag! Áður en komizt yrði að muster- inu til að saga það niður, varð að sprengja frá því hundruðþús- undir tonna.af sandsteini. Nú hífa þeir Farao upp Það er sjálfur Ramses annar, sem hlýtur þessa meðferð, sá sami faraó, sem var svo nízkur á kaup við g-yðinglega verka- menn sína, að þeir gerðu stræk og ösluðu frá honum yfir Rauða- hafið. Ramses þessi lét meðal annars reisa sér hellamusteri eitt mikið við Abú Siubel, skammt frá núverandi landamærum Eg- yptalands og Súdan. Þar eru meðal annars tröllauknar högg- myndir af Ramsesi sjálfum og drottningu hans. Musteri þetta var fyrir löngu komið á kaf í foksand, er enskur fornleifafræð- ingur fann það 1817. Það var síðan grafið upp og hefur síðan verið mikið augnagaman fyrir túrista. Svo kom Nasser til skjalanna með sína Assúanstíflu, sem hlaut að hafa í för með sér, að muster- ið færi í kaf. Þetta þótti flestu menningarlega þenkjandi fólki mikið mein, sem von var til, og gekkst UNESCO, sem hefur með kúltúrmál að gera fyrir Samein- uðu þjóðirnar, fyrir framkvæmd- um til að bjarga musterinu. Hef- ur fjárhæð, sem svarar til tólf til þrettán hundruð milljóna ís- lenzkra króna, verið lögð fram til verksins. Sex fyrirtæki frá ýmsum þjóðum eiga hlut að framkvæmd þessari og hafa í vinnu fimmtán hundruð manna frá sextán þjóðum. Musterið, sem grafið var um sexítíu metra inn í bergið, er sagað sundur í smástykki — með handsögum! Vélsagir má ekki nota, því titringurinn frá þeim gæti vildið miklum spjöllum á hinum verðmætu fornleifum. Stykkin eru svo númeruð og flutt þangað sem musterið skal hlaðið upp úr þeim að nýju — um kíló- meters vegalengd frá stíflunni. ■33tlað er að verkinu verði end- anlega lokið 1968. Þetta er Sandra Spence, sautján ára gömul skólastúlka, sem sagt er að sé fyrsta ást brezka ríkis- arfans. Ánægður faðir Passer hefur eignazt dóttur, sem hlaut nafnið Josefine. Hapn er mjög natinn við tát- una og verður ekki skota- skuld úr því að sldpta um bleyju á henni. Hann segir að hún hafi erft augun frá móð- ur sinni en fæturna frá sér, svo að hún verði ekkert í vandræðum í framtíðini. Charles prins sendur að heiman „Charles elskar Söndru“, stendur skrifað á húsvegg í skozka bænum Elgin, sem er rétt hjá skólanum Gordons- toun, þar sem krónprins Breta stundar nám. Það er sagt að það sé í og með ástæðan fyrir því að prinsinn hafi verið sendur til Ástralíu. Stúlkan heitir Sandra Spence og er sautján ára gömul skóla- stúlka, dóttir lögfræðings í Elgin. Einn af þekktustu borgurum þessa bæjar er Al- astair Georg Mitchell og hann er kunnur konungsfjölskyld- unni um tuttugu ára skeið. Hann segir: — Það er lítill vafi á því að það er vegna Söndru að Charles prins hefur verið sendur til útlanda þetta skólaár. Allir bæjarbúar vita um það og sömuleiðis fólkið við Gor- donstoun skólann. IConungs- fjölskyldan vill ekki að prins- inn sé bendlaður við nokkra stúlku, hvað þá stúlku af borgaraættum, meðan hann er svo ungur að árum. Það er vonandi að móður hans verði að ósk sinni, að drengurinn gleymi ástinni sinni í ástr- alska skólanum, annars getur hann átt á hættu að verða sendur út í auðnina. Opin- berlega er sagt að hann sé þarna í stúdentaskiptum, en þetta er í fyrsta sinn sem nokkur meðlimur brezku kon- ungsfjölskyldunnar er sendur í útlendan skóla. \ V,

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.