Vikan


Vikan - 24.03.1966, Blaðsíða 43

Vikan - 24.03.1966, Blaðsíða 43
APPELSÍN SÍTRÓN LIME Svalandi - ómissandi á hverju heimili Sufifíesk annan kurteislega í friði. Vináttan er næsta skrefið, og það tekur tíma, en ef æsingjaseggir, ribbaldar og annar óþjóðalýður af báðum litum heldur sig í burtu, hef ég engan efa um að að þv( kemur. Börnin verða til að flýta fyrir þessu, því þau verða að ráða úr sínum vandamálum fyrst. Það er í eðli barna að vera forvitin, vin- gjarnleg og óþolinmóð. Ein vin- kona mín, sem býr hér í McGregor Place á fimm börn, þar á meðal eru tvær telpur 7 og 9 ára. í húsi einu við sömu götu býr negrafjöl- skylda, sem 3 börn tilheyra, þar á meðal 6 ára gömul telpa. Einn daginn voru hvítu telpurnar að svippa í innkeyrslunni heima hjá sér, en svarta telpan var að hjóla í götunni. Varð henni oft litið til hvítu telpnanna og leið ekki á löngu unz hún stoppaði og spurði hvort hún mætti taka þátt í svippuleik þeirra. Sú yngri, sem verið hefur í' skóla með svertingjum frá því hún hóf sína skólagöngu 5 ára gömul, fann ekkert athugavert við svörtu telpuna svaraði aðeins játandi, sú eldri aftur á móti hafði heyrt nóg um svertingjavandamál til að vera ekki alveg viss hvort þetta væri nú allt í lagi, svo hún hljóp inn til að spyrja mömmu, og þar með voru hin aldagömlu svertingjavandamál komin alla leið heim til vinkonu minnar og tími sálarrannsókna og skoðanakannana og heildarálykt- ana runnin út, hún varð að svara dóttur sinni. Svarið var ekki auð- velt. Ef hún leyfði sér að fara eft- ir hjarta sínu yrði svarið játandi, þvl hún hafði enga löngun né á- stæðu til að særa þessa 6 ára gömlu telpu með að senda hana í burtu á þeim forsemdum að hör- und hennar væri svart, en heilinn komst ( spilið og samkvæmt henn- ar praktisku hugsun var heldur ekki rétt að særa hennar eigin dóttur, með að láta hana leika með svert- ingjatelpunni, en missa svo vin- skap sumra af hennar hvítu vin- konum vegna þess að foreldrar þeirra mundu ekki láta þær leika við dóttur hennar ef það fréttist að henni væri leyft að leika með negrum. Vinkona mfn tók það ráð ( vandræðum slnum að skýra málið eins einfaldlega og hún gat fyrir dóttur sinni og láta hana ákveða fyrir sig sjálfa. Telpan hugsaði málið í nokkrar sekúndur og svo kom svarið: „En mamma, ef ég segi nei við negratelpuna, mundi það vera af þv( að mér finnst hún of lítil til að leika við mig, ekki af því að hún er svört, þó hún kynni að halda það, svo f raun- inni verð ég að segja já við hana, af því að hún er svört, til þess að særa hana ekki. Þetta er alltof flókið, þegar ég fer að hugsa um það eins og þú gerir mamma, svo ég ætla bara að hugsa um það eins og ég geri. Ég ætla að leika við hana í dag og ef okkur fellur vel, þá verðum við vinkonur. Hvað hinar vinkonur mfnar snertir, þá trúi ég bara ekki að foreldrar þeirra hugsi svona asnalega, því þau eru nú fullorðið fólk. Ég held, að þeg- ar þau sjá, að ég má leika við negra og er enn heil á húfi, þá leyfi þau sínum stelpum að gera það líka". Þar með hafði þessi níu ára gamla telpa þorað að gera sitt til að leysa vandamál, sem full- orðna fólk þjóðar hennar hefur ver- ið að glíma við í áratugi. Aratugi af úreltum erfðavenjum og ótta við allar breytingar, ótta við hið ó- þekkta. Það er þessi ótti við að húsið falli í verði, þegar negrarnir flytja í hverfið, við að negrabörnin komi með lús og óþrifnað í skól- ana væri þeim leyfður aðgangur að þeim, ótti við að nágrannar og vinir útskúfi sér úr þjóðfélaginu, ef það fréttist að maður sé „negra- vinur", ótti við að ef negrum væri veitt sama þjónusta í matsölustað og þeim hvítu, þá fari þeir hvítu, og maður sitji svo eftir með tóma negra sem vini og viðskiptamenn, ótti við að negrar hafi ekki nóg vit og menntun til að kjósa fær- asta manninn í opinberar stöður. Það er þessi ótrúlegi, óeðlilegi, en auðskildi ótti, sem heldur aftur af hinum hvíta almenningi, þegar til lausnar negravandamálanna kem- ur, en ekki neitt hégómlegt ógeð á litarfari hörunds negranna. Þessi ótti verður að hryllingi, þegar til giftingamála kemur. Ég þekki eng- an hvítan mann, sem mundi taka það í mál að samþykkja að dóttir hans giftist negrapilti, það mun taka langan tíma og margar kyn- slóðir að útrýma þeirri tilfinningu. í Tímariti Máls og Menningar, 25. hefti 1. árg. 1964 er grein eft- ir Mr. James Boggs er nefnist „Bandarísk bylting" og fjallar hún um negravandamál Bandaríkjanna. í þeirri grein er á meðal margra undarlegra hugmynda, þeirri „stað- reynd" haldið fram, að „Negrarn- ir hafi lyft bandarísku þjóðinni á herðum sér og gert hana að iðnað- arstórveldi". — „Hver einasti inn- flytjandi sem steig á land klifraði í rauninni um leið uppá bak negr- anna". Það eru fullyrðingar sem þessar, á báða bóga, sem hafa margfaldað hatrið og vandræðin milli kynþáttanna hér í landi. Á árunum 1860—1910 stigu hér á land yfir 22 milljón evrópskir innflytjendur. Þetta fólk var ungt, hraust og hugrakkt, sem margra hluta vega yfirgaf land sitt f leit að betri lífsskilyrðum. Ég er hrædd um, að nokkuð margir þeirra góðu manna mundu umturnast f gröf sinni, ef þeir sæu því haldið fram, að þeir hefðu legið f ómannúðlegri leti og látið negrana sjá um að gera landið að stórveldi. Enda þarf ekki annað en að líta á fólksfjölda- tölurnar til að fá smáhugmynd um hversu fráleit slík hugmynd er. Ár- ið 1910 voru í þessu landi rúmlega 81 millj. hvítir menn, en rúmlega 8 millj. negrar. Það hlýtur að segja sig sjálft að 8 millj. manns getur ekki séð fyrir 81 millj. og byggt stórveldi f tómstundum sfnum. Auðvitað voru plantekrur Suðurs- LILUU LILUU LILJU BINDI ERU BETRI Fást í næstu búð ins með sínu þrælahaldi sterkur liður í efnahagsmálum þjóðarinn- ar, fyrir borgarastyrjöldina, en eft- ir þau átök var Suðrið í rúst og það má ekki gleymast með Suðr- ið tapaði því stríði. Það er dýrara að tapa strfði en að vinna. Að segja að Suðrið hafi hjálpað Norðr- inu með fjármagn til iðnvæðingar, er eins og að segja að Þýzkaland hafi gert Frakklandi endurreisnina kleifa eftir seinni heimsstyrjöldina, með fjármagni sínu. Mr. James Boggs heldur því samt fram að Norðrið og Suðrið hafi ÁLFHEIMAR 6 SÍIVII 33378 RE YKJAVÍK VIKAN 12. tW.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.