Vikan


Vikan - 24.03.1966, Blaðsíða 18

Vikan - 24.03.1966, Blaðsíða 18
HUNDELTIR OG VEIDDIR í AMAZON- SKOGUNUM ^j Þeir eru á bronsaldarstigi og sumir kannske tæplega það. Stundum reyna þeir að verjast ásælni með eiturörvum sínum, en þá eru bysurnar látnar tala. Engin hjálparstofnun gerir neitt til að verða þessum hrjáðu Indí- ánum að liði, en margir gera sér að leik að drepa þá. Til er það land, þar sem menn eru eltir og veiddir eins og villidýr. Þetta land er græna vítið við Amazonóna, Amazónía. Þar hefur franskur maður að nafni Paul Lambert hafzt við í eitt ár. Hann segir frá þessu hryggilega ástandi og orð hans eru áskorun um að þessu fólki skuli komið til biargar. Sá sem lagt getur fram eyru af indíánskum manni, nýskorin af, volg og blóðug, hann fær sín laun: 1000 til 1500 franka. Þetta er taxtinn fyr- ir það að myrða Indíána á hinum miklu landeignum brasilískra stór- gróðamanna. Það var í Manaus, höf- uðborg þessa héraðs, sem þetta gjald var ákveðið. Paul Rivet, frægur mannfræðingur og sá maður sem stofnsetti Mannfræði- safnið í París, kærði bandaríska menn, sem hann nafngreindi, menn sem voru að leita að steinolíu í Colombíu, fyrir að hafa farið á Indíánaveiðar um helg- ar. Svo var frá skýrt í frönsku viku- blaði, að bandarískir flugmenn, sem þátt tóku í þessari styrjöld, og dvöld- ust í Suður-Ameríku, hefðu beint úr lofti skotum sínum að þorpum frið- samra indíána. En fyrir stuttu fundu menn úr flugher Perú, að miklu hand- hægara mundi að viðhafa napalm- sprengjur, en að hafa fyrir því að reyna að sæta lagi til að komast að friðsamlegum samskiptum við þessa ó- þekktu Indíána. Árið 1500 sté portú- galskur maður að nafni Cabral í fyrsta sinn svo kunngjört væri, fæti á land I Brasilíu. Þá var gizkað á að indíán- ar í Amazoníu væru tvær milljónir eða þar um bil, en fjórar þar fyrir utan. Nú sem stendur eru ekki eftir nema 300.000 í Amazoníu, og tæplega 80.000 í Brasilíu. Óðar byrjuðu mann- veiðar, en Indíánar flýðu undan. lengra og lengra inn í frumskóginn, en þar var einnig hættulegt að dvelj- ast og mátti helzt aldrei sofna, en ófrið gat borið að hvenær sem var. Svona dóu þessir menn, örmagna, hundeltir, eins og veiðidýr, sviknir af hvítum mönnum, sem lofað höfðu þeim viðurværi og griðum. í upphafi var þetta nokkurskonar paradís. Flokkarnir settust að þar sem lífvænlegast var, við beztu árnar, og þurftu ekki annað að gera en að tína af trjánum gómsæta ávexti eða að veiða ( straumlygnum ám sem fullar voru af fiski. En þegar Portúgalar komu byrjaði skemmtunin. Ef Indíánar dóu ekki af refsingum þeim, sem hinir nýju herr- ar létu sér sæma að leggja á þá, hrundu þeir niður af sjúkdómum, sem hvítir menn sýktu þá af, eða þeir ör- mögnuðust á sykurekrum Portúgala, þessum ekrum, sem breiddust yfir Brasilíu og víðar. Kristsmunkur nokkur sagði svo um Indíána: ,,Þeim snarfækkaði svo horfir til landauðnar í byggðum þeirra", eft- ir að þeir voru hnepptir ( slíka ánauð af sigurvegurunum. Á tæpum fjórum öldum hefur ofbeldi hvítra manna vald- ið því, að ekki er eftir nema fimmti hluti þess mannfjölda sem upphaflega var áður en hvítir menn komu. Hið mikla land Brasilía, allt að því helm- ingur Suður-Ameríku, hefur verið á valdi plantekrueigenda, gullleitar- manna, ævintýramanna af ýmsum stig- um. Þegar Indíánum varð það Ijóst að skárra mundi það að vera ,,villtur Indíáni", eins og verið hafði, en að ganga hvítum mönnum á vald og ger- ast þrælar þeirra, þá flýðu þeir lengra inn í landið, þetta svæði, sem hvítir tóku sífellt fleiri og fleiri skika af. Ung Indíánastúlka að spinna á ú snældu, þetta er ekki ólík snælda þeirri, sem tíðkaðist á íslandi og allir hafa séð. Þessir Indíánar hafa þó ekki mikið við spuna að gera, því þeir ganga ná- lega allsberir. Uruku heitir rauð lcirtegund, sem þeir bera á sig. Það hefur trúar- lega merkingu, og hlífir auk þess fyrir biti skorkvikinda. Jg VIKAN 12. tbl. ivy&tœ?

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.