Vikan


Vikan - 24.03.1966, Blaðsíða 13

Vikan - 24.03.1966, Blaðsíða 13
VIÐ HÖFUM STUNDUM HEYRT GETIÐ UM EINA KONU OG TVO KARLMENN, EN KANNSKE EKKI Á ÞENNAN HÁTT. SMÁ8AGA EFTIR JOE JOHNSON Þegar sumri tók að halla og litir trjánna voru búnir að taka á sig gull- inn haustblæ, var Martin farinn að venjast því að heyra nafn frænda síns æ oftar og hann varð að sætta sig við það. En hann tók þetta ekki nærri sér, því að Johnny gat ekki verið hættu- legur keppinautur, og hann var ekki hræddur um að hann gæti ekki látið Donnu gleyma Johnny, þegar fram liðu stundir. Martin hafði þekkt margar stúlkur, en Donna var engri lík. Hann hafði aldrei verið með stúlku, sem ekki hirti um tízkuna, þegar aðrar stúlkur voru með stutt hár, þá var Donna samt með sítt hár. Og hún eyddi örugglega ekki löngum tíma í það að mála sig. — Hvernig ætlarðu að greiða þér á borgaraballinu? spurði hann eitt kvöld- ið. — Borgaraballið er einhver mesti viðburður ársins og þar hefi ég tæki- færi til að hitta margt mikilsmetandi fólk, sem ef til vill getur orðið góðir við- skiptavinir mínir. Hún sagði ósköp rólega: — Þú ert mjög framgjarn, er það ekki? — Og hvað um það, sagði hann. — Þú verður mín dama á ballinu þann 25. — Johnny bauð mér að vera hjá sér vfir helgina. Hann andvarpaði. — Þú veizt að móðir þín tekur ekki í mál að þú heim- sækir Johnny. Fáðu þér bara kjól til að verða í á ballinu og festu tíma hjá hárgreiðslukonunni, og gleymdu honum þetta kvöld. Þegar ballkvöldið kom, stóð hann í skálaunm hjá frú Reed. Hann var mjög glæsilegur í nýju kjólfötunum. — Donna gleymir fljótlega þessu Johnny fári, sagði frú Reed og leit í áttina til stigans, en svo beindist at- liygli hennar betur að stiganum. Donna var á leiðinni niður, klædd hvítum kjól í grískum stíl. Hann var svo einfaldur að hann var allt að því eins og búningur við kirkjulegar at- hafnir. Hárið hékk laust, en gljáandi niður yfir axlir hennar. Hún hafði enga skartgripi og var lítið eða ekkert máluð. Hún er stórfalleg, hugsaði hann hálf undrandi. Hann vissi að hún hafði klætt sig þannig til að ergja hann, vegna þess að henni fannst að hann og móðir hennar hefðu gert með sér samsæri, til að eyði- leggja áform hennar. En þetta kvöld voru það margir sem sneru sér við til að horfa á Donnu, sem var svo látlaust klædd, en það fór henni svo vel og hún var stórkostlega falleg. Þegar Martin stöðvaði bílinn fyrir utan heimili hennar, eftir ballið, lagði hann handlegginn blíðlega um axlir hennar og sagði: — Ég var hreykinn af þér í kvöld Donna. En hún smeygði sér út úr bílnum og sagði, stutt í spuna: — Þakka þér fyrir kvöldið. Og hon- um kom í hug hve lík hún var litlum hræddum fugli. Eftir þetta fann Donna alltaf upp nýjar og nýjar afsakanir til þess að losna við að fara út með honum, þótt hann væri hárviss um að hún væri alltaf heima. Ymist þurfti hún að þvo sér um hárið, eða sauma kjól, stundum þurfti hún líka að skrifa bréf og hann fór nærri um það hver átti að fá það bréf. Kvöld nokkurt kom hann heim til hennar og hún mætti honum í andyr- inu, með penna í liöndunum. Hann sagði mjög ákveðinn: — Þú getur lagt frá þér þennan penna. Ég er búinn að panta borð klukkan átta, og hann nefndi bezta veitingahús bæjarins. Donna hristi höfuðið. — Því miður, Martin. Þá missti hann þolinmæðina. — Hve lengi heldurðu að þú getir fengið mig til að dansa eftir þinn pípu, Donna? — Þú hlýtur að vera búinn að finna það að ég hefi enga löngun til að fara út með þér. Hann vissi að hann hefði ekki átt að taka svona til orða, því hann sá hvern- ig blóðið þaut upp í kinnarnar á henni. Hann var því óvanur að sjá hana reið- ast. Hann lagði hendurnar á axlir henn- ar og sagði: — Fyrirgefðu mér. En hversvegna hatarðu mig svona? Allt í einu rann henni reiðin og hún hallaði sér skyndilega upp að honum og fór að hágráta. Martin bráðnaði inn- vortis og þrýsti henni blíðlega að sér. Hann naut þess að finna þennan mjúka, granna líkama svona nálægt sér. — Eg hata þig ekki, sagði hún án þess að lyfta höfðinu. — Þú veizt það. En ég elska Johnny. Við getum ekki haldið svona áfram, ekkert okkar. Hann var orðinn rólegur og lyfti and- liti hennar upp með hendinni. — Ég veit það. Skilurðu ekki að það skynsamleg- asta sem þú getur gert er að reyna að gleyma Johnny. Það er ekkert líf fyrir þig að grafa þig úti í sveit. Donna, ég get skapað þér miklu betri lífsskilyrði en Johhny. Hún hristi höfuðið. — Þú elskar mig ekki Martin, þótt þú haldir að þú gerir það. Þú vilt bara fá konu til að setja í fína húsið, sem þú ætlar einhvern- tíma að byggja. Þú villt fá húsmóður, sem getur tekið á móti gestum þínum. Það er ekki líf sem ég óska mér. Mín hjartans ósk er að eignast lítið hús út í sveit, þar sem ég get liaft hænsni og mörg húsdýr. Og svo langar mig til Framhald á bls. 49. VIKAN 12. tM.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.