Vikan


Vikan - 24.03.1966, Blaðsíða 5

Vikan - 24.03.1966, Blaðsíða 5
JWURINN kímnigáfu til að gefa mér blóm fyrir hana. Hún er á þes»a leið: Einhvern tíma á árunum um eða fyrir 1950 var stolið strætis- vagni í Reykjavík. Það var ung- ur maður, sem þetta gerði, og þjófnaðurinn komst ekki alveg strax upp, svo ungi maðurinn fékk gott forskot. Hann ók sem leið lá upp í Mosfellssveit og út Kjalarnes, en þegar hann kom í Kjósina, fataðist honum eitthvað stjórnin á drekanum, svo hann ók út af og gat þá ekki vagninn hrært meira. Eitthvað hefur þá verið farið að síga neðarlega hjá pilti, svo honum bráðlá á að leysa ofan um sig. Það var heldur næðing- samt úti, svo hann kaus heldur að gera þetta inni í vagninum, gekk aftur eftir honum og hafði sína hentisemi framan við aft- asta sætið. Þegar því var lokið, uppgötvaði hann, að enginn hreinlætispappír var við höndina. Þá fór hann ofan í vasa sinn og fann þar eitthvað pappírskyns, sem hann skoðaði ekki nánar, enda sennilega illa bjart, heldur notaði og lagði síðan frá sér eins og venja ber til. Að þessu öllu loknu sté hann út úr vagninum og hugði að öðrum samgöngu- tækjum til að komast til baka. Nú segir þar frá, er lögreglan finnur vagninn eftir tilvísun veg- faranda. Stíga þar sérlokkar ábúðamiklir og brúnaþungir um borð og finna vegsummerki. Með hönzkum, svo ekki sjái fingraför, nema þeir um bréfsnepilinn góða og fletta honum sundur, og sjá, þar stendur nafn eitt og heimil- isfang skáhallt hægra megin undan brúnu frímerki. Og gripu þeir unga manninn eftir þeirri vísbending, þar sem áletrun umslagsins benti til. H.H. VIKAN og DÖGG, Álfheimum, verðlauna með blómum bezta bréf í Póstinum eða beztu inn- lendu skopsöguna. Utanáskriftin er: Vikan, (Pósturinn), Pósthólf 533, Reykjavík. LJÓTT ER, EF SATT ER. Kæra Vika! Ég ætla að byrja á því, að þakka þér fyrir allt gamalt og gott, (svo að þú nennir að lesa þetta). Svo er mál með vexti, að ég á dóttur sem er í gagn- fræðaskóla, eitt kvöldið vorum við að ræða um skólann og fleira. Og segir hún mér þá að einn kennarinn hafi verið að tala um Norðmenn þá er námu ÍSLAND. Og hafi hann þá sagt að allir landnámsmennirnir hafi verið hreinræktaðir glæpamenn. Þetta finnst mér að kennara ætti ekki að leyfast að segja við nemendur, sem alla tíð hafa heyrt að for- feður þeirra hafi verið glæsilegar hetjur. Nú vil ég spyrja hvort ykkur finnst það geti gengið að kennari kenni nemendum sínum að óvirða forfeður sína? Hneykslaður faðir. Eftirskrift: Nafn þessa „heiðursmanns er Við tökum heilshugar undir það, að okkur finnst þetta orðbragð kennimannsins í hæsta máta ó- viðeigandi, auk þess sem sú full- yrðing, að landnámsmennimir okkar hafi verið glæponar einir, er auðvitað meira en hæpin frá sögulegu sjónarmiði. Norður- landabúar á víkingaöld voru sízt grimmari og meiri óþokkar en þær kristnu þjóðir, sem sunnar bjuggu í álfunni, að maður nú ekki minnist á það fólk, er utan hennar bjó. Samkvæmt fullyrð- ingu kennarans ætti þá svo til allt mannkyn þeirra tíma að hafa verið bófar einir og gangsterar. Sé aftur vikið að Norðurlanda- búum þeirra tíma, virðast þeir meira að segja hafa staðið mörg- um þjóðum öðrum framar að sið- gæði, verið drenglyndari, orð- heldnari og yfirleitt sjálfum sér samkvæmari en gekk þá og gerð- ist um Evrópumenn. HVAÐ ER ÞETTA MANNESKJAI Kæri Póstur! Ég ætla að bera undir þig at- vik sem skeði um daginn. Mér varð að orði við manninn minn, hvað er að þér manneskja? Þetta fannst honum vera afbökun máls- ins að segja þetta við sig sem karlmann, þetta fannst honum aðeins fyrir konur eða hóp af fólki og þá manneskjur. Fanney. Maðurinn hlýtur að vita það manna bezt sjálfur, hvort hann er manneskja eða ekki. Og hann um það, ef hann vill ekki vera það. ÍFIamintjO hárþurrkan - fallegri og fljótari og hefur alla kostina: 700 W hitaelement, stiglaus hitastilling 0—80°C og nýi tur- bo-loftdreifarinn skapa þægilegri og fljótari þurrkun. Hljóðlót og truflar hvorki útvarp né sjón- varp. Fyrirferðarlítil í geymslu, því hjálminn má leggja saman. Auðveld uppsetning á herberg- ishurð, skáphurð, hillu o.fl., en einnig fást borðstativ og gólf- stativ, sem líka má leggja sam- an. 2 fallegar litasamstæður, bláleit (turkis) og gulleit (beige). FLAMINGO straujárnið er létt og lipurt, hitnar og kóln- ar fljótt og hefur hárnákvæman hitastilli, hitaöryggi og hitamæli, sem alltaf sýnir hitastigið. Fæst fyrir hægri og vinstri hönd — og þér getið valið um 4 fallega liti: króm, topasgult, opalblátt og kóralrautt. Ábyrgð og traust varahluta- og við- gerðaþjónusta. FLAMINGO úðarinn er ioftknúinn og úðar tauið svo fínt og jafnt, að hægt er að strauja það jafnóðum. Omissandi þeim, sem kynnst hafa. Litir í stfl við straujárnin. FLAMINGO snúruhaldarinn er ekki síður til þæginda, þvf hann heldur straujárnssnúrunni á lofti, svo að hún flækist ekki fyrir. Sendum um allt land. • KonmERiip S f M I 2-44-20 - SUÐURGATA 10 - REYKJAVÍK P Ö N T U N — Sendið undirrit. í póstkröfu: . stk. FLAMINGO hárþurrka .... litur:, .. . stk, FLAMINGO boríSstativ ................ . stk. FLAMINGO gólfstativ ................. . stk. FLAMINGO straujárn ........litur: .. . stk. FLAMINGO úðari ............litur: .. ... stk. FLAMINGO snúruhaldari ............. Nafn: ....................................... Heimili: ..................................... kr. 1115 kr. 115 kr. 395 kr. 495 kr. 245 kr. 109 V-12 VIKAN 12. tbl. g Til: FÖNIX S.F., Pósthólf 1421, Reykjavík.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.